Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 43

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 43
06/07 EfnaHagSmál Þokkalegt útlit til næstu ára Ef við horfum til skemmri tíma, nokkurra ára, eru flestar hagspár nokkurn veginn samhljóma. Spáð er einhverjum hagvexti, e.t.v. 3% á ári fyrir landsframleiðslu í heild og um 2% fyrir vöxt landsframleiðslu á mann. Í sögulegu samhengi er það þokkalegt og í samanburði við nágrannalöndin fínt. Einnig er spáð afgangi af viðskiptum við útlönd sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Það er líka ágætt. Við þurfum helst að hafa einhvern afgang á næstu árum vegna skuld- setningar innlendra aðila utanlands. Afgangurinn þarf ekki að vera meiri en þetta til að hrein skuld landsmanna við útlönd minnki hratt. Íslendingar skulda nú erlendum aðilum um hálfa landsframleiðslu, þegar tekið hefur verið tillit til líklegra endurheimta úr þrotabúum föllnu bankanna, innlendra og erlendra eigna búanna og skiptingu kröfuhafa. Með 3% hagvexti á ári og 2% afgangi af viðskiptum við útlönd tekur innan við 20 ár að snúa stöðunni við. Þá ættu Íslendingar meiri eignir í útlöndum en sem nemur eignum erlendra aðila hér og skuldum við útlönd. Það væri ekkert fráleitt markmið, m.a. vegna þess að óhag- stæðari aldursdreifing þjóðarinnar þegar líður á öldina gerir það æskilegt að eiga hreinan sjóð í útlöndum þegar þar að kemur. Bráðavandinn snýr einkum að því að talsverður hluti erlendra skulda er ekki fjármagnaður til langs tíma. Þær skuldir eru fjármagnaðar með höftunum sem binda fé hér- lendis. Það er vel leysanlegt viðfangsefni. Það er auðvitað líka hægt að klúðra verkefninu með glannaskap og búa til hnút sem tekur mörg ár að leysa en það er annað mál. Hið opinbera í þokkalegum málum Staðan gagnvart útlöndum er eitt, fjármál hins opinbera annað. Þar er þó enginn bráðavandi. Halli á rekstri ríkis og sveitarfélaga verður líklega einhver í ár en þó ekki meiri en svo að hreinar skuldir hins opinbera standa nokkurn veg- inn í stað sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er ágætlega viðunandi. Hreinar skuldir hins opinbera eru þó helst til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.