Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 46

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 46
02/05 álit Mér finnst þó gott hjá Snorra að krefjast skýrari stefnu og að úttekt verði gerð um hvernig við viljum sjá gróður- far landsins þróast. Skógræktarfólk hefur ítrekað óskað eftir endurskoðun laga um skógrækt og í þeirri stefnu sem unnin hefur verið um skóga á Íslandi á 21. öld er lagt til að gerð verði landsáætlun í skógrækt sem verði grunnurinn að skógræktarstarfinu í landinu. Þessi háttur er hafður á víða um heim að forskrift FAO og kallast National Forestry Programme. Í stefnuskjalinu segir orðrétt: „Landsáætlunin skal eiga sér stoð í lögum og vera unnin með aðkomu allra viðkomandi aðila innan og utan skóg- ræktargeirans. Hana skal endurskoða á fjögurra ára fresti og verður þannig virkt ferli frekar en dautt plagg.“ (Skógar á Íslandi, bls. 18). Vill þjóðin skóg? Eftirfarandi spurningar Snorra eru mjög góðar og vert að fá svör við þeim: „Gerir almenningur sér fulla grein fyrir þeim feiknarlegu áformum sem skógarstefnan felur í sér? Á hvernig landi á að rækta allan þennan skóg? Hvað hverfur í staðinn? Hvað hverfur mikið af lyngmóum, fléttumóum, berjalautum, mýrum, deiglendi, blómlendi, engjum, melum, vikrum o.s.frv.? Hver er núverandi þjónusta þeirra gróður- lenda og landgerða sem hverfa (ferðamennska, upplifun, nytjar)? Hvað verður um mó- og vaðfuglana? Hvaða áhrif hefur fyrirhuguð umbylting gróðurfars og landslags á ferða- mannastraum til landsins? Og þannig má áfram telja.“ Í Gallup-könnun frá 2003 sást að þjóðin var ánægð með íslenska skógrækt. Minna en einu prósenti þótti of mikill skógur í landinu og um fimmtungur þjóðarinnar tók beinan þátt í skógræktarstarfi. Nú þyrfti að kanna aftur, til dæmis hvort fleirum þykir nú of mikill skógur í landinu en þótti það 2003. Hvar og hvar ekki? Hérlendis er nytjaskógur að mestu ræktaður á landbúnaðar- landi undir 200 metra hæð yfir sjó. Valdið er bóndans. Oftast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.