Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 47

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 47
03/05 álit verður rýrt beitiland fyrir valinu þegar rækta skal skóg. Margt getur horfið þegar skógur er ræktaður, til dæmis lyngmóar og berjalautir, en það sama getur líka gerst ef land er friðað fyrir beit. Votlendisfuglum ætti ekki að stafa hætta af skógrækt því hún er ekki stunduð í mýrum. Skógur er sjaldan ræktaður á landi sem ræst var fram löngu fyrr. Endurheimt mýra er líka góð og gild en betur þarf að rann- saka hver ávinningur hennar er í kolefnisbókhaldinu þótt ávinningur fyrir fuglalíf sé augljós. Um gengi mófugla með aukinni skógrækt virðast vera áhöld. Betur þarf að rannsaka hvort aðferðir og um- fang skógræktar hefur áhrif á stofnstærðir fugla. Aðrar breytingar á landnotkun og veðurfari verður líka að taka með í þann reikning. Öflug vistkerfi eins og skógar smita út frá sér og næsta nágrenni skógarins verður fyrirtaks búsvæði fyrir fugla sem ekki vilja þó vera í skógi. Er ekki allt eins líklegt að ef við bönnum lausagöngu sauðfjár um mis- vel gróið fjalllendi og öræfi landsins muni búsvæði mófugla stækka margfalt á við þau sem fara undir þá hóflegu skógrækt sem stunduð er á Íslandi? Skógræktar- og landgræðslufólk hefur talað fyrir breyttum beitarháttum í meira en öld án mikils árangurs. Það veit ég að Snorra finnst jafnsúrt og mér. Þær niðurstöður sem hafa fengist með langtímarannsókninni Skógvist eru þegar nýttar til að skipuleggja ræktunarstarfið þannig að neikvæð áhrif verði sem minnst og ávinningur sem mestur fyrir bæði menn og umhverfi. Skógvist er sameiginlegt verkefni Skógræktar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands og þar eru meðal annars rannsökuð áhrif nytjaskógræktar á vistkerfi. Eitt af því sem þar hefur komið í ljós er að hrossagaukur er jafnvígur á skóg og skóglaust land. „Gleymum því heldur ekki að með öflugri skóg- rækt leggjum við okkar af mörkum í baráttu mann- kyns við loftslags- breytingar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.