Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 48

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 48
04/05 álit Skógræktarfólk vill birki Mér finnst Snorri snúa út úr orðum Þrastar Eysteinssonar og Sveins Runólfssonar í ritinu Hvítbjörk, þar sem Skógræktin og Landgræðslan settu fram tillögur að leiðum til endur- reisnar birkiskóga á Íslandi. Það er erfitt að komast um þétt birkikjarr eða smala þar fé. Af kjarrinu eru litlar nytjar og því getur það verið til meiri ama en gagns í augum sauðfjár- bónda. Á þetta benda þeir Þröstur og Sveinn í Hvítbjörk en það þýðir alls ekki að skógræktar- eða landgræðslufólk sé á móti birkiskógum. Þvert á móti. Nytjaskógar eiga hins vegar ekki að vera illfærir nema í mesta lagi í takmarkaðan tíma fyrir fyrstu grisjun. Góðir skógarbændur hirða um skóga sína þannig að þeir verði sem verðmætastir og þá er grisjað á réttum tíma þannig að trén sem eftir standa hafi rými og birtu til að vaxa. Um leið verða skógarnir greiðfærari fyrir fólk og jafnvel fénað. Birkikjarr verður ekki hirt á sama hátt nema á mjög takmörkuðum svæðum, því að slík umhirða er tímafrek og dýr en gefur litlar tekjur. fjölbreytnin er góð Þá spyr Snorri hvers vegna ríkið hafi ekki sett það sem skilyrði fyrir styrkveitingum til landgræðslu- skóga að þar skuli bara notaðar upprunalegar trjátegundir. Í verkefni þessu er reynt að koma til móts við sem flest sjónar- mið, bæði almennings og þeirra sem styrkina fá. Íslendingar virðast t.a.m. vilja fjölbreyttan skóg. Í skógrækt á rýru landi næst líka oft betri árangur með öðrum trjátegundum en birki. Landgræðsluskógaátakið var aldrei hugsað sem hreint birki- skógræktarverkefni. Í áramótaávarpi sínu árið 1990 ræddi frú Vigdís Finnbogadóttir forseti um verkefnið sem þá stóð fyrir dyrum í tengslum við sextugsafmæli Skógræktarfélags Íslands: „[L]andgræðsluskógur er skilgreindur sem allar þær landgræðslu- og gróðurverndaraðgerðir, sem leiða til þess að örfoka eða lítt gróið land verði klætt trjágróðri að nýju, eða öðrum jurtagróðri sem bindur mold og býr í haginn.“ „Margt getur horf- ið þegar skógur er ræktaður, t.d. lyng- móar og berjalautir, en það sama getur líka gerst ef land er friðað fyrir beit.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.