Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 53

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 53
04/04 piStill hugmyndina um að leggja Ísland niður sem ríki en missa tökin í meðvitundarleysi meðan réttarríki, þinghelgi, frelsi fjölmiðla eða lífeyrissjóðakerfi molna niður. Að orða slíka hugmynd voru landráð til skamms tíma en af því að land- ráðabrigsl eru krabbamein íslenskrar þjóðfélagsumræðu og eyða alltaf heilbrigðu lífi hvar sem þau kvikna er það skref til góðs að kveða niður brigsl sem aðferð. Þá fyrst er hægt að ræða veikleika Íslands á hlutlægan hátt, af hverju þeir stafi og hvernig breytingar í heiminum ógni eða styrki stöðu landsins. Eðlilegt lýðræðisástand er samkeppni hugmynda um sterkara Ísland. Einar Benediktsson var ástríðufullur og bjartsýnn raunsæismaður um Ísland og sagði um sjálfstæðisviðleitni landsins í stuttum formála 1913: „Ef til vill mun hvergi jafn smáum hóp ætlað svo mikið að vinna.“ Og hann hafði hárrétt fyrir sér. Öld síðar er Ísland, eitt fámennasta fullvalda ríki heims, nýbúið að lifa naumlega af „near-death experience“ eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn orðar á ensku kjarna þess sem gerðist. Nú er tímabært að spyrja samviskuspurninga: Af hverju ættirðu að láta þig eitthvað varða annað en þína eigin einkahagsmuni? Er til eitthvert reikningsdæmi sem sýnir að það borgi sig fyrir þig? Til er afstaða sem felst í því skýra gróðadæmi að sækjast eftir samfélagslegri ábyrgðarstöðu til að beita henni í þágu eigin hagsmuna. Þetta er þó ekki hægt að gera fyrir opnum tjöldum, telst óheiðarlegt og er í mörg- um tilvikum ólöglegt og jafnvel refsivert. Hvaða líkur eru á slíkum málagjöldum og hvaða líkur eru á hinu að þér takist að fara óáreittur og glaður þínu fram og græða vel? Sumum finnst síðasta spurningin ætluð siðblindingjum en öðrum hún vera sjálfsögð. Hvað borgar sig á okkar tímum? Sé næst spurt hverju geturðu tapað verður svarið: Landinu þínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.