Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 59

Kjarninn - 04.09.2014, Blaðsíða 59
05/05 ÍÞróttir nútíma þrælahald Málið er hins vegar ekki alveg svona klippt og skorið og margir hafa áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti með leikmenn í eigu þriðja aðila hafa til að mynda verið bönnuð í Englandi og Frakklandi og ýmsir framámenn innan UEFA og FIFA hafa fordæmt slíkt fyrirkomulag. Vandamálið er að það er mjög einfalt að fara framhjá þessum bönnum. Þegar félag hefur áhuga á leikmanni í eigu þriðja aðila getur utanaðkomandi fjárfestirinn gert samkomulag við sölufélagið um að „lána“ til að kaupa sig út áður en salan gengur í gegn. „Lánið“ er síðan greitt eftir að salan er kláruð og kaupendafélagið hefur greitt uppsett verð. Michel Platini, forseti UEFA, var spurður að því af frönsku sjónvarpsstöðinni France 2 í fyrrahaust hvort það væri verið að gera eitthvað í þessum málum. „Ég hef reynt,“ sagði Platini, „en það vill enginn hlusta“. Jérome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, var hins vegar töluvert ómyrkari í máli í sama sjónvarpsþætti. „Þetta er óviðunandi; þetta er nútíma þrælahald“ Það er ekki bara siðferðislegi hluti fyrirkomulagsins sem stuðar knattspyrnuhreyfinguna, enda er hún kannski ekki þekkt fyrir að hengja sig of fast í siðferðisleg viðmið. Það þarf ekki að gúggla Sepp Blatter, forseta FIFA, lengi til að finna dæmi því til stuðnings. Það sem truflar líka er að fjár- málamennirnir sem nú sitja að samningaborðinu eru bara með fjárhagslega hagsmuni að leiðarljósi. Sagan hefur sýnt að þegar þeir festa lag sitt við nýjar fjármálaafurðir, verða skapandi í viðskiptum, endar það vanalega með ósköpum. Spyrjið bara þá sem tóku þátt í viðskiptum með skuldabréfa- vafninga fyrir bankahrun. Nú eru þeir hins vegar ekki að versla með vafninga, þeir eru að versla með fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.