Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 25

Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 25
05/07 SamkeppniSmál sTeinull brauT ekki skilyrðin og engar duldar greiðslur Til hluThafa Einar Einarsson, forstjóri Steinullar hf., segir að fyrirtækið hafi ávallt leitast við að fylgja skilyrðum sem voru sett fyrir kaupum Byko og Húsasmiðj- unnar árið 2002. „Þótt gamla Húsasmiðjan hafi viðurkennt að hafa brotið skilyrðin hefur það ekkert með Steinull hf. að gera. Mikill misskilningur er hjá forsvarsmönnum Múrbúðarinnar að halda að það sé samasemmerki á milli þess að Húsasmiðjan hafi brotið skilyrði, með því að reyna að hafa áhrif á Steinull, og þess að Steinull hafi gengið svo langt að brjóta skilyrðin. Afurðir verksmiðjunnar á innanlandsmarkaði eru seldar samkvæmt einum og sama verðlista og viðskiptavinir njóta allir afslátta í samræmi við sömu viðmiðunarreglur, sem kynntar voru samkeppnisyfir- völdum 2002 og eru enn óbreyttar og er hámarks- magnafsláttur því sá sami og var þá. Ég þarf vonandi ekki að taka fram að ekki er um neina eftirágreidda afslætti að ræða eða aðrar duldar greiðslur til hluthafa.“ Að sögn Einars hafa allar verðhækkanir sem átt hafa sér stað á árunum 2010-2014 tekið mið af kostnaðarhækkunum við framleiðsluna. „Í stefnu Steinullar hf. frá 2002 um fjárhagsleg markmið fyrirtækisins segir að stefnt sé að 20 prósenta arð- semi eiginfjár og að eiginfjárhlutfall verði á bilinu 40 – 60 prósent. Stefnt er að því að greiða eigendum 10 prósenta arð. Þessi markmið tóku ekki síst mið af tillögum Paroc OY AB, sem er stórframleiðandi á steinull og eigandi 11,5 prósenta hlutafjárins. Hagnaður Steinullar hf. árin 2008 -2013 er sam- tals um 480 milljónir eða um 80 milljónir á ári að meðaltali. Rétt er að fram komi að sala á innanlandmarkaði er ekki eina stoðin í rekstri fyrirtækisins heldur hefur tekist að byggja upp afar mikilvægan útflutningsmarkað í Færeyjum, Bretlandi og Norður-Evrópu, sem skapað hefur verulegan hluta hagnaðar fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins í lok árs 2008 var komið niður undir 20 prósent og því var enginn arður greiddur hluthöfum árin 2009, 2010 og 2011. Í lok árs 2011 var eiginfjárhlutfallið komið upp í 56% og því tekin ákvörðun um 100 milljón króna arðgreiðslu árið 2012. Árið 2013 ákvað aðalfundur að greiða hluthöfum út 50 milljónir í arð. Frá 2011 hefur eiginfjárhlutfallið verið 55 - 60 prósent, sem er nálægt efri mörkum samkvæmt stefnu fyrirtækis- ins. Samtals nema arðgreiðslur fyrirtækisins því 150 milljónum árin 2009 - 2013. Eigið fé hefur síðustu árin verið um 500 milljónir.“ Einar segir að ofangreint sýni ljóslega að ákvarðanir um arðgreiðslur hafi alfarið tekið mið af stefnu stjórnar fyrirtækisins um að reka heilbrigt og öflugt fyrirtæki, ekki byggst á annarlegum sjónarmiðum í því skyni að standa vörð um stöðu eigendanna á samkeppnismarkaði líkt og ýjað hefur verið að. „Mér er ómögulegt að finna nokkuð í skilyrðum Samkeppnisráðs frá 2002 eða samkeppnislögum, sem bannar arðgreiðslur til hluthafanna enda augljóst að ef svo hefði verið, hefði aldrei skapast grundvöllur fyrir kaupum núverandi eignar- aðila, eða annarra, á hlutum í fyrirtækinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.