Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 32

Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 32
04/04 viðsKiPti landsbankinn gengið lengst Landsbankinn hefur verið með hæsta veðhlutfallið þegar kemur að lánum til fasteignakaupa, eða 85 prósent. Með þessari breytingu Íslandsbanka er hæsta hlutfallið sem í boði er 90 prósent að hámarki, fyrir þennan hóp á markaðnum, það er kaupendur fyrstu eignar. Arion banki og Íslandsbanki hafa báðir verið með skilyrði um hámarksveðhlutfall 80 prósent af kaupverði. Vaxtakjör bankanna allra eru keimlík, og bjóða bankarnir allir upp á óverðtryggð lán, verðtryggð og síðan blönduð lán úr hvoru tveggja. Það sama má segja um Íbúðalánasjóð en hann lánar að hámarki fyrir 80 prósent af kaupverði, og er auk þess með hámarkslánsheimildir upp á 20 milljónir. 90 prósent lánin harðlega gagnrýnd Árið 2004 voru heimildir Íbúðalánasjóðs til útlán hækkaðar í 90 prósent af kaupverði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis um fall bankanna haustið 2008 eru þessar breytingar harðlega gagnrýndar og taldar hafa verið hagstjórnarmistök af hálfum ríkisins á þeim tíma, þegar mikil var í efnahagslíf- inu samhliða miklum breytingum á fjármálakerfinu. Pólitískt voru breytingarnar einnig umdeildar og var til að mynda mik- il Á sama ári stigu viðskiptabankanir með afgerandi hætti inn á íbúðalánamarkað og buðu meðal annars 100 prósent lán um tíma. Í kjölfarið hækkaði fasteignaverð skarplega Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á viðskiptabankasviði Íslandsbanka, segir bankann vera að stíga varlega til jarðar með þessum lánum. Einungis sé ætlunin að ná til þess hóps sem hafi fullnægjandi greiðslugetu og eigi ekki fyrir útborg- un með 80 prósent veðhlutfalls skilyrði. Lánin nýtist einungis þeim sem þurfi að brúa bil, og ráði við það. Þá styðji þessar aðgerðir við það sem stjórnvöld hafi nú þegar gert, með því að heimila greiðslur séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Fasteignaverð hefur hækkað töluvert á undanförnum misserum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin nemur um 11 prósentum að raunvirði á síðustu 12 mánuðum. Leigu- verð hefur hækkað á sama tíma um tæplega 10 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.