Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 47

Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 47
02/05 álit Skýrasti kvótinn er ríkjakvótinn. Hvert aðildarríkjanna 28 á heimtingu á einu sæti í framkvæmdastjórninni. Ríkisstjórnir eru sjálfstæðar í því að tilnefna fólk í hópinn, en endanleg ákvörðun er oft tekin í nánu samstarfi við verðandi forseta framkvæmdastjórnarinnar, enda þarf hann á endanum að samþykkja að setja nöfnin í pottinn. Útkoman er hópur þrautreyndra stjórn- málamanna. Bæði búa frambjóðendurnir yfir mikilli reynslu af Evrópumálum, sjö þeirra hafa áður setið í framkvæmdastjórninni og átta hafa verið Evrópuþingmenn, og ekki síður af stjórnmálum heima fyrir. Í hópnum eru fimm fyrrum forsætisráðherrar og 23 af frambjóðendunum 28 hafa gegnt ráð- herraembættum heimafyrir. Hópurinn er hins vegar gagnrýndur fyrir að vera einsleitur að ýmsu leyti. Fyrir það fyrsta tilheyrir helmingur frambjóðendanna þinghópi íhaldsmanna og kristilegra demókrata, sama hópi og Juncker sjálfur. Þetta er talsvert meira en styrkur hóps- ins innan Evrópuþingsins og endurspeglar frekar sterka stöðu hægriflokkanna í ríkisstjórnum víða um Evrópu. Þá hefur verið bent á að meðalaldurinn í hópnum sé í hærra lagi, eða rúm 53 ár, sem er þó á svipuðu róli og meðalaldur Evrópuþingmanna. Sá kvóti sem mest hefur verið ræddur undanfarnar vikur er síðan kynjakvótinn. Stuttu eftir að Juncker var kynntur sem væntanlegur forseti framkvæmdastjórnarinnar skoruðu konurnar í fráfarandi framkvæmdastjórn á hann að tryggja hlut kvenna í þeirri næstu. Átakið nefndu þær #TenOrMore, konum skyldi fjölga um að minnsta kosti eina frá þeim níu sem sitja í fráfarandi framkvæmdastjórn. Juncker tók vel í áskorunina og hvatti ríkisstjórnir til að tilnefna sem flestar konur, en eftir því sem fleiri lönd settu nöfn í pottinn varð ljóst að þetta yrði allt annað en auðvelt verkefni. Í ágústlok, þegar aðeins 4 konur voru meðal þeirra 23 tilnefninga sem komnar voru, setti „Fyrir það fyrsta tilheyrir helmingur frambjóðendanna þinghópi íhalds- manna og kristi- legra demókrata, sama hópi og Juncker sjálfur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.