Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 52

Kjarninn - 11.09.2014, Blaðsíða 52
02/04 Pistill svo innilegur að stelpan getur hvergi annars staðar fundið strák sem á eins vel við hana. Sama þótt hún þoli hann ekki og langi mest til að giftast öðrum, ólíkt siðfágaðri, náunga. Samband af þessum toga gæti flokkast undir svokallað haltu-mér-slepptu-mér-samband og ég er ekki frá því að margir Íslendingar, búsettir í öðrum löndum, kannist við tilfinninguna. Hættulegt móðurmál Mér finnst fátt betra en að finna kalt haustloft glefsa í nefið á mér strax í landganginum að Leifsstöð. Það breytir samt ekki því að í draumaveröld minni fyrirfinnast hvorki þjóðerni né landamæri, enda trúi ég að heimurinn væri betur settur án þeirra; reyndar menningarlega eins leitari (og þar af leiðandi leiðinlegri) en ólíkt friðsamari. Ég elska ekki Ísland sem þjóðríki, því síður elska ég fólk bara af því að það er íslenskt. Ég elska bara þennan stað í heim- inum þar sem ég fékk að vera barn og þar sem ég öðlaðist allar þessar minningar sem gerðu mig að mér. Ég elska hann af því að ég er með hausinn fullan af skringilegum táknum og hljóðum sem rétt samsett kallast íslenska. Í þessari mótsagnakenndu nostalgíu felast átthagafjötrar mínir. Þetta rann upp fyrir mér í gær þegar ég var að spjalla við konu á mínu reki frá Ísrael, búsetta í Berlín. Hún sagði mér togstreitunni sem fylgir því að skammast sín fyrir voðaverk stjórnvalda í landinu þar sem hún á sitt ríkisfang um leið og hún, rétt eins og ég, getur fundið bæði fyrir söknuði og nostalgíu á samkomum þar sem ilm af barnæskunni leggur af matarréttunum og fólkið talar saman á tungumálinu sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni. Móðurmálið sem hún getur þessa dagana varla talað án ónota úti á götu í stórborg. Ég sagði henni frá því að það væru ekki mörg ár síðan Íslendingar hefðu sumir hverjir upplifað fyrirlitningu í sinn „Ég elska hann af því að ég er með hausinn fullan af skrngi- legum táknum og hljóðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.