Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 15

Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 15
02/07 nýsKöpun Á síðasta ári óskuðu íslensk stjórnvöld eftir úttekt af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (FE) á vísindarannsókna- og nýsköpunargeiranum hér á landi. Forsögu málsins má rekja til þess að árið 2010 hleypti FE af stokkunum verkefni þar sem þjóðum, sem var umhugað um stefnumörkun og úrbætur í málaflokknum, gafst kostur á að fá sjálfstæða úttekt sérfræðinga, jafningjahóps, á stöðu mála fjármagnaða af FE. Eftir að beiðnin frá Íslandi var samþykkt hjá FE voru þrír erlendir sérfræðingar, með sérþekkingu á vísinda-, tækni og nýsköpunarmálum, ráðnir til verksins. Formleg vinna þre menninganna hófst í desembermánuði síðastliðnum, en vinna þeirra var leidd af mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Einn liður í úttektinni var að koma á fót starfshópi, sem ráðu- neytið setti saman. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar frá forsætisráðu- neytinu, mennta- og menningar- málaráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Rannís og Vísinda- og tækniráði auk fulltrúa frá fyrirtækjum, háskólum og rannsóknastofnunum. Starfshópurinn hittist fjórum sinn- um á tímabilinu, en auk þess var haldinn opinn fundur í lok janúar þar sem fólki innan vísinda- og nýsköpunarsamfélags- ins gafst kostur á að koma sínum athugasemdum á framfæri. Í apríl voru svo enn fremur tekin einstaklingsviðtöl við fólk úr vísinda- og nýsköpunarumhverfinu, en niðurstöður skýrslunnar byggja meðal annars á þessum viðtölum. Sérfræðingateymið skilaði af sér umbeðinni úttekt í júní- mánuði síðastliðnum í formi skýrslu, undir fyrirsögninni: „Tími til kominn að taka ábyrgð og framkvæma!“. Formaður teymisins, Francien Heijs, sem er vísindaráðgjafi hollenska menntamálaráðuneytisins, kynnti niðurstöður skýrslunnar á Rannsóknarþingi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þann 29. ágúst síðastliðinn, ásamt Arnold Verbeek. Hann er nýsKöpun Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins „Sérfræðingateymið skilaði af sér umbeðinni úttekt í júnímánuði síðast liðnum í formi skýrslu, undir fyrir sögninni: „Tími til kominn að taka ábyrgð og framkvæma!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.