Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 53

Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 53
04/04 tónlist owen Pallett – in Conflict Eftir hina frábæru plötu Heart- land (2010) sendir Owen pallett (áður Final Fantasy) nú frá sér ekki slakari grip, In Conflict. pallett er einstakur lagasmiður á heimsmælikvarða og það sést greinilega á þessari plötu. Sem fyrr er fiðlan í fyrirrúmi og nú hefur Brian Eno bæst í hópinn – blanda sem virkar vel. Sun Kil Moon – benji Benji hefur trónað á helstu topp- listum ársins hingað til og ekki að furða. Á plötunni syngur Mark Kozelek, fyrrum forsprakki Red House painters, um atburði úr eig- in lífi, sem flestir hverjir eru helst til dapurlegir. platan er þó aldrei yfirþyrmandi þung – þvert á móti er húmorinn aldrei langt undan. Swans – to be Kind Það er magnað að skoða sögu Swans sem hljómsveitar og nýjustu afurðir sveitarinnar sem eru hver annarri betri, ár eftir ár. Feyki- nógur ferskleiki einkennir þessa goðsagnakenndu sveit sem er búin að vera að í meira en þrjá áratugi og hefur enn margt til málanna að leggja. timber timbre – Hot dreams Það er eitthvað óvenju heillandi við að skyggnast inn í hugarheim Timber Timbre á Hot Dreams. Lögin tíu leyna heldur betur á sér og platan býður upp á hlaðborð af stefnum og straumum sem saman mynda hljóðræna heild og verða bara betri og betri við hverja hlustun. Ana tijoux - vengo Ana Tijoux semur fjölbreytta tón- list sem tvinnar saman hinar ýmsu stefnur og áhrif eins og ekkert sé. Aukinheldur eru lögin broddum hlaðin og innihalda samfélagslega ádeilu, ekkert er henni heilagt eða óviðkomandi. Sharon van Etten - Are We there ą4ISTPIWE]-ăQESRILMX[SRHIV Ć syngur Sharon Van Etten á lokalagi Are We There. Hún er þekkt fyrir hreinskilna og brothætta texta og lagasmíðar sem byggja oftar en ekki á eigin lífi, en óhætt er að búast við að enginn muni fullyrða hið fyrrnefnda eftir að hafa heyrt þessa frábæru plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.