Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 55

Kjarninn - 18.09.2014, Blaðsíða 55
02/03 Kjaftæði t.Á.t. – tékkið á tillanum Ég hef enn ekki séð konur gera þetta. Kannski eru þær lúmskari og vita um betri felustaði, líma á sig greinar eða eitthvað, svona eins og í Macbeth. Hver sem hefur beðið í klósettröð veit að röðin á kvennaklósettið er lengri, ættum við konur ekki að vera jafnsekar í þessum eignaspjöllum? Eiga karlmenn í meiri vandræðum með að halda í sér? Þá gæti verið um alvarlegt og landlægt heilsufarsvandamál að ræða. Að eiga efitt með að halda í sér þvagi gæti verið merki um blöðruhálskirtilsvandamál, já og risvandamál síðar á ævinni. Blöðruvandamál og -sýkingar eru ekkert grín og geta klifrað upp í nýrun. Hafið þið séð auglýsingarnar um töflurnar fyrir menn yfir fimmtugu sem eiga erfitt með að halda í sér á nóttunni? Kaupið svoleiðis og takið inn. Að halda í sér hóflega er góð grindarbotnsæfing, strákar. Cosmo á línuna - trönuberjadjús er góður fyrir blöðruna. Getið þið í alvöru ekki haldið í ykkur þar til þið komið í partíið, inn á skemmtistaðinn eða heim? Ég er nefnilega sjálf með þvag- blöðru, og ég get það, auðveldlega. Þá er bara ein spurning eftir: ERUÐ ÞIÐ VILLIMENN? migið um miðjan dag Hlandvandinn einskorðast ekki við djammið. Í sumar kom ég að fullorðnum manni (þá meina ég ekki unglingi) að míga utan í sirkusgám á Klambratúni. Hann var snyrti- legur fjölskyldufaðir á milli fertugs og fimmtugs (s.s. á SagaPro-aldrinum eins og ég kalla hann) með afar fallegan svartan og hvítan miðlungsstóran hund, með snöggan en hrokkinn feld. Almenningsklósett sem við höfðum splæst í voru í fimm metra fjarlægð frá manninum. Allt í kring voru runnar og rómantísk skógarrjóður þar sem hann hefði getað leyst málið í samstarfi við náttúruna. Þegar ég spurði hann hvort hann væri í alvöru að míga utan í gáminn okkar (sem var fagurskreyttur og greinilega eldhús) hló hann bara og sagði að þetta væri ekkert öðruvísi en ef hundurinn myndi pissa þarna. Þegar ég benti honum á að klósettin væri rrrrrrrétt hjá svaraði hann eins og ég væri mesti kjáni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.