Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 11
henni er síðan stýrt eftir mynstrinu. Hægt er að skipta um nálar í vélinni og fá þannig mismunandi þykkt á motturnar. Mottugerð sem þessi er gamalt handverk og vinsæl í Svíþjóð, Englandi og Þýskalandi. Nokkuð hefur verið um mottugerð í gegnum tíðina á Íslandi en í Alþýðu- blaðinu í desember 1969 má lesa frétt þess efnis að klæðaverksmiðjan Úl- tíma hafi keypt stóran vefstól er kall- aður var Gilitrutt á milli starfsmanna og ætlað að gera með honum til- raunir með gólfteppi úr togi. Fok- og vindhelt Fyrirtækið Élivogar var stofnað í október síðastliðnum og eftir heil- mikla vinnu með aðstoð fjölskyldu og góðra aðila gátu þær Sigrún og Sig- ríður flutt sig í vinnustofuna á Gufu- nesi undir lok janúar. Þær segja það hafa verið góða reynslu að gera við- skiptaáætlun til að sækja um lán og styrki en þær fengu kærkominn styrk úr Atvinnumálasjóði kvenna í vor. „Þetta er alger naflaskoðun að fara út í svona nokkuð og blákaldur sannleikurinn blasir við hvort ein- hver hafi áhuga á að kaupa eitthvað eftir þig,“ segir Sigrún í léttum dúr. Viðtökurnar við Élivogum hafa þó verið góðar og hefur m.a. verið fjallað um hönnunina í sænska Elle auk þess sem motturnar eru nú til sýnis á sýningu íslenska sendiráðsins í Finn- landi á íslenskri hönnun. Þær stöllur segjast þó aðeins vera rétt að byrja að koma sér fyrir á markaðnum og það taki sinn tíma að skapa sér nægi- lega atvinnu af slíku hönnunarstarfi. Mottur og kreppudýr Sigrún segir það vekja athygli erlendis að motturnar séu unnar á eins sjálfbæran hátt og hægt er. Það skapi sérstöðu að framleiða hluti úr ull kinda sem gengið hafi frjálsar um landið. Þá sé afar gott að nota ullina frá Ístex sem er unnin þannig að náttúruleg olía verður eftir. Motturnar voru til sýnis á Hönnunarmars sem Sigrún og Sig- ríður segja hafa verið gott stökk- bretti. Þá útnefndi vefsíðan WGSN, sem spáir um strauma og stefnur í hönnun, Élivoga á topp tíu lista yfir það sem mun hafa áhrif á hönnun næsta árið. Á Menningarnótt verður hægt að skoða motturnar á sýningu í gallerí hjá gullsmiðjunni Ófeigi á Skólavörðustíg. Verður opið frá klukkan 13 en formleg opnun verður klukkan 17. Þar verður einnig pop- up-verslun með púðum skreyttum sömu mynstrum og motturnar og kreppudýrunum hennar Siggu sem búin eru til úr ullarafgöngum og gömlum fötum. Nálgast má frekari upplýsingar á Facebook-síðu fyrirtækisins undir Élivogar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hönnun Mynstrin á mottunum eru tekin upp úr Íslandskortum, til vinstri er merki Élivoga. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Tefélagið býður gestum og gangandi í teboð á Menningarnótt en þá verður félagið með testofu í Tjarnarbíói. Tefélagið er vettvangur áhugafólks um te en hægt er að gerast meðlimur í félaginu og fá sent heim nýtt te í hverjum mánuði til að smakka. Á Fa- cebook-síðu félagins geta meðlimir síðan skipst á skoðunum um teið og deilt bæði fróðleik og upplifun af te- drykkju og smakki. Tefélagið er fjölskyldurekið félag og tjáði fjölskyldufaðirinn, Árni Zophoníasson, blaðamanni að und- irbúningur væri á góðri leið þegar haft var samband við hann í vikunni. „Við höfum verið að sanka að okk- ur ýmiss konar dóti til að gera þetta heimilislegt. Við ætlum að reyna að hafa þetta eins líkt alvöru teboði og hægt er en á staðnum verður dekkað borð fyrir um 15 manns. En einnig verður hægt að fá te í mál til að taka með sér,“ segir Árni. Hellt verður upp á einar sex teg- undir af öllum tetegundunum, svörtu, hvítu og grænu tei en gestir munu fá að smakka nokkrar af þeim tegundum sem meðlimum Tefélags- ins hafa verið sendar síðastliðna mánuði. Í testofunni verður einnig að finna upplýsingaspjöld um te og dós- ir til að geta þreifað á, þefað og skoð- að mismunandi te. Enda skiptir miklu að beita öllum skynfærunum við smakkið. „Þetta verður heilmikið ævintýri fyrir þá sem eru ekki alveg innvígðir í þennan heim. Þannig er þetta hugsað enda viljum við að fleiri drekki te. Te- félagið hefur gengið vel og þátttaka hefur verið mun meiri en við gerðum ráð fyrir. Við höfum sent fólki ýmiss konar te en höfum ekki þorað enn þá að kafa djúpt ofan í græna teið því það getur verið dálítið sérstakt á bragðið. En hluti af þessu er vissu- lega að senda öðruvísi te og gefa fólki þannig tækifæri til að móta smekkinn,“ segir Árni. Tefélagið á Menningarnótt Teboð Gott te er ekki amalegt að drekka úr svona fallegum bolla. Menningarlegt teboð Sigríður Ólafsdóttir er með MA-gráðu í vöruhönnun frá Högskolan för Design och Konsthandverk í Gautaborg og útskrifuð í textíl frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Sigrún Lára Shanko er sjálf- menntuð í textíl og hefur fengið viðurkenningu Sam- bands íslenskra myndlist- armanna og Textílfélagsins þar sem hún hefur unnið við listsköpun sína í fullu starfi síðastliðin átta ár. Mottuverksmiðjan Élivogar var stofnuð haustið 2011 og þar eru hannaðar og fram- leiddar handunnar mottur í líkingu við rýjamottur með sérstakri aðferð. Hönnuðir Éli- voga vinna með náttúruleg efni og leggja áherslu á að nota umhverfisvæna fram- leiðslu. Motturnar má nota í flest rými og á veggi eða gólf. Náttúruleg efni notuð ÉLIVOGAR Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Volkswagen Passat Comfortline Plus er nú fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti ásamt bakkmyndavél. www.volkswagen.is Ratvís og víðsýnn Volkswagen Passat EcoFuel Opið í dag frá kl. 12-16 Passat Comfortline Plus sjálfskiptur kostar aðeins 4.390.000 kr. Nú á enn betra verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.