Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íslendingar eru í fremstu röð þegar nýting þess fisks sem kemur úr sjó er annars vegar og Nýsjálendingar horfa til Íslands þegar kemur að þekkingaröflun á meðferð sjávar- afurða. Þetta kemur fram í grein í nýsjálenska fréttamiðlinum Bus- iness day sem vann að skýrslu frá Viðskiptaháskólanum í Auckland um nýsjálenskan fiskiðnað. Í greininni er sagt frá því að Ís- lendingar hafi náð að hámarka afla- verðmæti með kælingartækni og fiskverkunaraðferðum. Jafnframt er því haldið fram að íslensk fisk- vinnslufyrirtæki nýti 96% af þyngd fisksins til verðmætasköpunar. Til samanburðar nýti Nýsjálendingar 70% af þeim fiski sem þar er veidd- ur. Í skýrslunni er áætlað að um 1,5 milljarðar nýsjálenskra dollara, sem jafngildir tæpum 144 milljörðum króna, tapist á ári hverju vegna van- nýttra fiskafurða. Ekki 96% meðaltalsnýting Jónas Viðarsson er fagstjóri á sviði vinnslu, virðisaukningar og eld- is hjá MATÍS. Hann segir meðaltal þess sem nýtt er af fiski á Íslands- miðum ekki alveg eins gott og fram komi í greininni. ,,Við höfum náð að reikna það út að við náum 96% nýt- ingu úr fisknum. Hins vegar fer því fjarri að við náum því að meðaltali. Það er eitthvað lægra. Því er þessi tala ekki byggð á hávísindalegum forsendum. En við höfum sýnt fram á að þetta er hægt,“ segir Jónas. Að sögn Jónasar er reynt að há- marka verðmæti fisksins með ýmsu móti. Allt frá því að selja lifur og sundmaga yfir í að verka fiskinn eft- ir ákveðnum aðferðum. Í grein Bus- iness day er sérstaklega tekið fram að Íslendingar komi lifur, sundmaga og þurrkuðum fiskhausum í verð en þeim hlutum hefur til þessa verið hent á Nýja-Sjálandi. Norðmenn standa okkur langt að baki Á vef MATÍS koma fram ná- kvæmar upplýsingar um það hvern- ig beri að meðhöndla fisk, allt frá blóðgun til kælingar. Í grein Bus- iness day er sagt frá því hve fram- arlega Íslendingar séu í kælingu fisks og telja greinarhöfundar réttar kæliaðferðir „milljóna dollara virði“. ,,Ég vil ekkert fullyrða um það að við séum fremst í heimi þegar kemur að nýtingu á fiski. En það er óhætt að segja að Íslendingar séu í fremstu röð í fiskverkun. Við berum okkur gjarnan saman við Norðmenn í þessum efnum og þeir standa okk- ur langt að baki,“ segir Jónas. Morgunblaðið/Eggert Frá blóðgun til frystingar Á vef MATÍS má finna upplýsingar um rétta meðhöndlun fisks eftir að hann kemur úr sjó. Íslendingar þykja standa framarlega þegar kemur að nýtingu fisks og meðhöndlun sjávarafurða. Framarlega í flokki í fisk- verkun og nýtingu á fiski  Nýsjálendingar horfa til Íslendinga við nýtingu fisks  Allt að 96% nýting „Í mars á þessu ári rituðu tæplega fimmtíu fasteignaeigendur og eig- endur rótgróinna verslana við [Laugaveg] undir mótmælaskjal sem afhent var borgarstjóra, þar sem öllum frekari fyrirætlunum um lokun götunnar var mótmælt. Síðan þá hefur fjölgað mjög mikið í þess- um hópi,“ segir í ályktun Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Þar er því fagnað að gatan verði opnuð aftur fyrir bílaumferð að lokinni menningarnótt. Segjast samtökin treysta því að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til lokunar götunnar í ljósi þess hversu illa hafi til tekist. Ekki verði gerðar fleiri tilraunir til lok- unar Laugavegar Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur Hluti götunnar hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar. Frá og með 1. september er framleiðendum ljósapera ekki lengur heimilt að selja og dreifa glærum 15W, 25W og 40W gló- perum til heild- sala og endur- söluaðila. Í staðinn fyrir gló- perurnar verður hægt að fá orku- sparandi perur, s.s. sparperur og ljóstvista, en einnig eru til svo- nefndar halógen-eco-perur. Frá þessu er greint á vefsvæði Neytendastofu. Verslunum verður leyft að selja þær glóperur sem fluttar eru inn fyrir 1. september nk. og hreinsa af lager eldri gerðir. Bannið kemur til vegna reglna um orkusparnað í aðildarríkjum EES. Orkusparandi perur eru sagð- ar nota allt að 80% minna rafmagn en glóperur. Engar glóperur leyfðar eftir 1. sept. Orkusparandi perur í stað glópera. Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar ósk- ar eftir umsókn- um um styrki sem koma til út- hlutunar 18. september. Um- sóknunum skal skila til Sjálfs- bjargar, lands- sambands fatl- aðra, Hátúni 12, eða á netfangið: mottaka@sjalfsbjorg.is. Umsókn- arfrestur er til og með 9. september. Tilgangur sjóðsins er einkum að styrkja hreyfihamlaða einstaklinga til náms og einstök málefni með að- gengi fyrir hreyfihamlaða í huga. Styrkja hreyfihaml- aða til náms Jóhann Pétur Sveinsson Ísdagur Kjöríss er í dag en um er að ræða árlegan viðburð sem haldinn er í samstarfi við bæjarhátíðina Blómstrandi daga í Hveragerði. Undanfarin ár hef- ur fjöldi fólks farið í ísbíltúr til Hveragerðis á þess- um degi og í fyrra voru gestir um 20.000. Í fréttatilkynningu kemur fram að á ísdeginum er lögð sérstök ísleiðsla úr verksmiðju Kjöríss og út á bílaplan. Þar er ísnum svo dælt ofan í gesti og getur hver og einn borðað eins mikið af ís og hann getur í sig látið. Samkvæmt upplýsingum Kjöríss runnu í fyrra um tvö og hálft tonn af ís ofan í 20 þúsund gesti. „Ýmsar ólík- indalegar bragðtegundir verða á boðstólum fyrir þá sem þora, eins og sinnepsís, avókadóís, BBQ-ís, sykurpúðaís og söl-ís.“ Dagskráin hefst kl. 13 og lýkur kl. 16 en Ingó Veðurguð, Mæja jarðarber úr Ávaxtakörfunni, Lína Langsokkur og Sóli Hólm munu, meðal annarra, skemmta gestum. Eins mikið af ís og allir geta í sig látið Ís af öllu tagi í boði. Lúkas Kárason myndhöggvari hef- ur opnað sýningu á 60 verkum sín- um, sem unnin eru úr rekaviði. Sýn- ingin er haldin í Sjóminjasafninu í Reykjavík og stendur til 19. sept- ember. Lúkas er Strandamaður og safnar hann efnivið í verk sín á Ströndum. Verk Þetta er 6. sýning Lúkasar Kárasonar. Sýnir verk sem unn- in eru úr rekaviði Jónas Viðarsson segir sífellt unnið að því að nýta fisk á sem hagkvæmastan máta. „Það sem Nýsjálending- arnir voru svo hrifnir af var að við nýtum allan inn- matinn og roðið af fisknum. Í rauninni er flakið bara um 45% af því sem við nýtum af honum,“ segir Jón- as. Að sögn hans hefur sala á niðursoðinni fisklifur aukist gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. „Hún þykir herramannsmatur og hennar er neytt víða um Evrópu. Stærsti framleiðandi á niðursoðinni lifur í Evrópu er Akraberg á Akranesi,“ segir Jónas. „Sundmaginn hefur að mestu verið seldur til Asíu. Lausfryst hrogn eru einnig seld víða og þau fara á sælkeramarkaði,“ segir Jónas. Hrogn og lifur eru 10-15% þess sem nýtt er af þorski en roð er um 4% Stærsti framleiðandi í Evrópu LIFUR OG HROGN ÞYKJA HERRAMANNSMATUR Jónas Viðarsson STUTT Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is VEISLUBAKKI Tilvalinn fyrir fundi og samkomur Verð 7.500 kr með brauði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.