Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR VERND OG GLANS FYRIR LITAÐ HÁR NÝJA COLOR EXTEND LÍNAN FYRIR LITAÐ HÁR Vernd gegn útfjólubláum geislum, lengir líftíma litarins og styrkir hárið. Inniheldur: UV-filter sem verndar, prótein og seramíður sem styrkja, trönuberjaolíu sem nærir og gefur glans. SÖLUSTAÐIR REDKEN BEAUTY BAR FAGFÓLK HJÁ DÚDDA HÖFUÐLAUSNIR MEDULLA MENSÝ N-HÁRSTOFA PAPILLA SALON REYKJAVÍK SALON VEH SCALA SENTER Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Skagafirði hefur tekið miklum stakkaskiptum eftir að sýning- arskáli var stækkaður, nýtt verk- stæði byggt, gestamóttaka stækk- uð og veitingasala sett upp þar sem kaffi og hjartastyrkjandi drykkir eru í boði. Út úr barborð- inu kemur framstykki af Chevr- olet-bíl, árgerð 1978, en nóg er af ökutækjum á safninu af öllum stærðum og gerðum. „Ég er ekkert að gefa nánari upplýsingar um þennan bíl, veit ekki hvað maðurinn sem átti hann myndi þá segja,“ segir Gunnar Kr. Þórðarson, sem rekur safnið ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir bar- borðið hafa vakið athygli gesta en það er hannað þannig að hægt er að skipta um framstykki á bílum. „Næst verður það kannski Ford eða Cadillac sem koma ónýtir að aftan til okkar. Ekki tímir maður að ráðast á heila bíla og búta þá niður,“ segir Gunnar, kátur í bragði. Fólk kemur alls staðar frá Hann lætur taugahrörn- unarsjúkdóminn MND ekki aftra sér við dagleg störf. Greindist hann með sjúkdóminn fyrir fimm árum, um það leyti sem safnið byggðist upp. Í dag fer hann um allt í hjólastól en getur enn staðið við iðju sína ef með þarf. Aðspurður segist Gunnar vera mjög ánægður með aðsóknina í sumar. Safnið fær til sín árlega hátt í 4.000 gesti og bílaáhuga- menn eru einnig duglegir að leggja safninu til ökutæki til sýnis og endurgerðar. „Við fáum fólk til okkar alls staðar af landinu og einnig útlend- inga. Verst er hvað sumarið er stutt. Við náum að lengja aðeins tímabilið með heimsóknum skóla- krakka á vorin og á haustin er mikið um vinnustaðahópa sem koma. Ungu fólki sem hingað kem- ur finnst merkilegt að sjá hvernig bílarnir hafa þróast. Gömlu karl- arnir eru mjög áhugasamir og kon- urnar vilja ekki síður gleyma sér á safninu þegar þær sjá allar drossí- urnar og fara að rifja upp róm- antísk augnablik fyrri tíma, með glampa í augum,“ segir Gunnar. Þegar hann er að endingu spurður hvað ökutækin á safninu séu orðin mörg segir hann þetta vera eins og með hrossin í Skaga- firði; fjöldi þeirra sé ekki gefinn upp. „Ég gæti vel talið þá bíla sem eru innandyra til sýnis en fyrir ut- an er ég með alls konar dót sem ég gríp í; varahluti og bíla sem bíða aðgerða,“ segir Gunnar, sem er jafnan með nokkra bíla í einu í vinnslu í Stóragerði. Safnið er í al- fararleið um Óslandshlíðina, um það bil miðja vegu milli Sauð- árkróks og Hofsóss. Safnið stækkar í Stóragerði  Hátt í fjögur þúsund manns sækja Samgönguminjasafnið í Stóragerði í Skagafirði árlega heim  Sýningarskáli stækkaður og nýtt verkstæði byggt  Gestamóttaka stækkuð og bar opnaður Ljósmynd/Samgönguminjasafnið Fornbílar Margir dýrgripirnir eru til sýnis í Stóragerði og aðstaðan hefur batnað til muna eftir stækkun sýningarskálans. Ökutækin eru sögð óteljandi. Morgunblaðið/Björn Björnsson Veitingar Gunnar Kr. Þórðarson safnvörður við nýja veitingabarinn sem skartar Chevrolet árgerð 1978 að framanverðu. Við hæfi á þessum stað. Eins og sönnu samgönguminjasafni sæmir koma gestirnir ekki eingöngu akandi í bílum og rútum heldur einnig fljúgandi og lenda á túninu í Stóragerði. Jónas, sonur Gunnars, er flugmaður og útbjó hann túnið hæft til lend- ingar með 400 metra langri braut. Þannig lenti Twin-Otter vél frá Nor- landair á túninu í sumar með nokkra gesti og fleiri vélar hafa lent þarna. „Það verður að hafa allar samgöngur í lagi hérna. Næst er það kannski þyrlupallur,“ segir Gunnar og hlær. Gestirnir koma fljúgandi AÐSTAÐA TIL LENDINGAR Á TÚNINU Í STÓRAGERÐI Vél Norlandair á túninu í Stóragerði í sumar. Kannabisefni og tvær loftskamm- byssur fundust í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ á miðvikudag. Lög- reglan á Suðurnesjum fór í hús- leit á staðinn, að fengnum dóms- úrskurði, og fann þá lítilræði af kannabis, auk byssanna. Fíkni- efnaleitarhundur var með í för og vísaði hann á staðina þar sem efnin voru falin. Nær níræður sviptur Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bifreið í umdæminu fyrradag, þar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri ölvaður. Lögreglumenn voru við umferð- areftirlit þegar sást til bílsins sem ekið var yfir á öfugan veg- arhelming, þannig að bifreið sem kom á móti þurfti að hægja á sér og víkja. Ökumaðurinn, tæplega níræður karlmaður, reyndist vera ölvaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum. Kannabis og tvær loftskammbyssur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.