Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HVAR ER HÚFAN MÍN? Frá höfundi bókarinnar Sokkaprjón GLÆNÝ PRJÓNA BÓK! Húfuprjón – 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla Litrík og fjölbreytt bók með einföldum og skýrum uppskriftum, gagnlegum leiðbeiningum og góðum ráðum. ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Sumarið hefur leikið við Sand- gerðinga; sól og blíða hefur verið all- flesta daga það sem af er sumri. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa verið dugleg við að snyrta bæinn vel í sumar og trjágróður hefur tekið vel við sér. Segja má að bærinn sé með fallegasta móti um þessar mundir.    Í næstu viku verður hin árlega bæjarhátíð Sandgerðisdagar haldin. Hátíðin hefst með djasstónleikum á veitingastaðnum Vitanum. Sand- gerðingurinn Magnús Rafnsson hef- ur samið og útsett megnið af lög- unum sem hann flytur ásamt félögum sínum.    Dekrað er við konur í sundlaug Sandgerðis á þriðjudagskvöldið. Þar eru allar konur á öllum aldri vel- komnar til að njóta skemmtiatriða og léttra veitinga og skemmta sér og öðrum í sundlaug og pottum. Formleg setning Sandgerð- isdaga verður í Safnaðarheimilinu með tónlistarflutningi og fjölbreyttri dagskrá þar sem fjöldi efnilegra listamanna kemur fram.    Lodduganga verður á mið- vikudagskvöldið með heimsóknum til nokkurra fyrirtækja þar sem oft- ast er boðið upp á smáhressingu. Lodduganga er eingöngu fyrir full- orðna sem oft eru með hressingu á pela meðferðis, sér og öðrum til ánægju. Það er víða stoppað og lagið tekið í bland við óstaðfestar sögur um menn og málefni. Í síðustu loddugöngu voru um 400 manns sem vógu samtals yfir 30 tonn á hafn- arvigtinni.    Visna og sagnakvöld verður í Efra-Sandgerði ásamt tónlist- arflutningi. Þar segja valinkunnir sagnamenn sannar og lognar sögur um samfélag fyrri alda hér í bæ. Auk þess verður lesið upp úr bók og ungt fólk flytur létt lög.    Knattspyrnukeppni verður milli Suðurbæjar og Norðurbæjar. Þar eigast við núverandi og fyrrver- andi fótboltamenn sem margir hverjir muna sinn tíma, léttir og liprir á vellinum, þó að aldur og þyngd hafi hægt mikið á þeim. Að loknum leik er haldin mikill salt- fiskveisla með tilheyrandi gam- anmálum    Fjölbreytt dagskrá er í dag fyrir alla aldurshópa á svæði við höfnina. Má þar nefna skottsölu, sem er vinsæl í Englandi, á merktu svæði. Verður bílum stillt upp og allt milli himins og jarðar boðið til kaups úr skotti viðkomandi bíls. Fjöldi skemmtiatriða verður á sviði á hátíð- arsvæðinu.    Bæjarbúar skreyta hús og göt- ur í viðkomandi lit hvers hverfis og fara svo í skrúðgöngu að hátíða- svæðinu þar sem fjölbreytt kvöld- dagskrá verður en henni lýkur með flugeldasýningu björgunarsveit- arinnar Sigurvonar. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sandgerðisdögum. Sandgerðingar halda hátíð Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Á göngu Sandgerðingar ganga glaðir í næstu viku en þá verður bæjarhátíðin Sandgerðisdagar haldin. Upplýsingaskilti um flóðið í Múla- kvísl í júlí í fyrra og hvernig brú var byggð á sjö dögum hefur ver- ið sett upp við ána. Þar má finna upplýsingar um flóðið, Kötlu og viðbúnað vegna eldgosa. Þetta kemur fram á vefsvæði Vegagerðarinnar. Á skiltinu er því einnig lýst hvernig brúar- vinnuflokkar Vegagerðarinnar og aðrir starfsmenn unnu það afrek að byggja 156 metra langa bráða- birgðabrú yfir jökulfljótið á slétt- um sjö dögum. Upplýsingaskiltin eru í hlíð við hlið árinnar þannig að vel sést yf- ir bráðabrigðabrúna, hlaupfar- veginn og hvar ný brú verður byggð. Upplýsingaskilti sett upp um flóðið í Múlakvísl Fræðsla Ferðamaður skoðar skiltin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.