Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Mannréttindasamtök og vestræn stjórnvöld mótmæltu í gær fangelsisdómi yfir þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot sem voru ákærðar fyrir óspektir í dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu 21. febrúar. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að efna til mótmæla í kirkjunni með því að hrópa „pönk- arabæn“ til Maríu Guðsmóður, biðja hana um að losa Rússa við ofurvald Vladímírs Pútíns forseta. Hafa áhyggjur af tjáningarfrelsinu Konurnar eru 22, 24 og 30 ára gamlar. Tvær þeirra eru mæður ungra barna og hafa ekki fengið að hitta þau frá því þær voru fangelsaðar í febrúar. Lögmaður kvennanna sagði að þær myndu ekki biðja Pútín um að veita þeim sakaruppgjöf. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins gagn- rýndi fangelsisdóminn, sagði að hann væri of harður og Bandaríkjastjórn hefði áhyggjur af því að hann hefði „neikvæð áhrif á tjáningarfrelsið í Rússlandi“. Stjórnvöld í Evrópuríkjum tóku í sama streng. Cather- ine Ashton, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusam- bandinu, sagði að fangelsisdómurinn vekti „alvarlegar efasemdir“ um réttarfarið í Rússlandi og hvatti stjórn- völd í Moskvu til að ógilda hann. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu að réttarhöldin væru af pólitískum rótum runnin og kon- urnar hefðu verið ranglega ákærðar fyrir lögleg mót- mæli. Efnt var til mótmæla gegn fangelsisdómnum í mörgum borgum, meðal annars London, Kíev, Sofíu, Barcelona, Brussel og París. bogi@mbl.is Fangelsisdómur fordæmdur  Konurnar í Pussy Riot dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir mótmæli gegn Pútín Yfirvöld sýni miskunn » Rússneska rétttrún- aðarkirkjan hvatti yfirvöld til að sýna konunum miskunn „innan ramma laganna“ eftir að fangelsisdómurinn var kveðinn upp. » Konurnar voru ákærðar fyrir „óspektir vegna trúarhaturs“ og guðlast. AFP Dæmdar Konurnar í Pussy Riot í dómsal í Moskvu í gær þegar þær voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir „óspektir vegna trúarhaturs“ í kirkju. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neyðarástand hefur skapast í tvenn- um flóttamannabúðum í Suður- Súdan og í öðrum þeirra deyja að meðaltali fimm börn á dag, þar af fjögur undir fimm ára aldri, að sögn Lækna án landamæra. Alls eru um 170.000 manns í fern- um flóttamannabúðum í Suður- Súdan eftir að hafa flúið átök og matarskort handan landamæranna í Súdan. Margir þeirra þurftu að ganga vikum saman og voru mjög veikburða þegar þeir komust loks í búðirnar. Ástandið er verst í tvennum flóttamannabúðum. Í öðrum þeirra, Yida, eru um 55.000 flóttamenn og þar dóu að meðaltali fimm börn á dag í júní og júlí. Dánartíðnin þar er tvöfalt yfir þeim mörkum sem notuð hafa verið þegar neyðarástand er skilgreint, að sögn Lækna án landa- mæra. Helsta dánarorsök barnanna er alvarleg niðurgangssýki en bráða- vannæring hefur einnig stuðlað að dauðsföllunum. 28% barnanna vannærð Í flóttamannabúðum í Batil eru um 34.000 manns, þar af 1.200 alvar- lega vannærð börn. Tæp 28% allra barnanna í búðunum eru vannærð og um 10% þeirra þjást af alvarlegri bráðavannæringu. Vannæringin er enn meiri meðal barna undir tveggja ára aldri í Batil- búðunum. Um 44% þeirra eru van- nærð, þar af 18% alvarlega. Fólkið flúði yfir landamærin vegna átaka milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í tveimur hér- uðum Súdans, Suður-Kordofan og Bláu Níl. Uppreisnin hófst í Suður- Kordofan í júní í fyrra og í Bláu Níl í september. Átökin hafa valdið um 650.000 íbúum héraðanna búsifjum, að sögn hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna. Að meðaltali deyja fimm börn á dag í búðunum  Neyðarástand í flóttamannabúð- um í Suður-Súdan AFP Börn í neyð Tveggja ára piltur, sem þjáist af malaríu, í sjúkraskýli Lækna án landamæra í flóttamannabúðum í Suður-Súdan. Jacob Zuma, for- seti Suður- Afríku, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið opinbera rann- sókn á skotárás lögreglu á námu- menn sem tóku þátt í verkfalli og mótmælum í platínunámu. Minnst 34 námumenn biðu bana og 78 særðust. Lögreglan segist hafa ráð- ist til atlögu við verkfallsmennina í sjálfsvörn og segir þá hafa verið vopnaða. Þetta eru mannskæðustu átök í Suður-Afríku frá því aðskiln- aðarstefnan var numin úr gildi. Um 260 námumenn hafa verið handteknir við platínunámuna frá því í fyrradag. Námumennirnir hafa mótmælt frá 10. ágúst og vilja að breskt fyrirtæki, sem rekur námuna, þrefaldi laun þeirra. Lög- reglumenn létu til skarar skríða gegn mótmælendunum í skotheld- um vestum og sumir þeirra voru á hestbaki. SUÐUR-AFRÍKA Mannskæð árás lögreglu á námu- menn rannsökuð Menningar- málaráðherra Bretlands hefur sett tímabundið bann við því að eitt af mál- verkum Picassos, Barn með dúfu, verði flutt úr landi. Bannið gildir þar til í desember og með því gefst Bretum lokatækifæri til að halda því í landinu. Verkið er álitið hafa mikla sögulega þýðingu fyrir Bretland, hefur verið sýnis frá átt- unda áratugnum en var selt óþekkt- um útlendingi á uppboði fyrr á árinu. Talið er að kaupverðið hafi verið um 50 milljónir punda, sem svarar 9,4 milljörðum króna. Selj- endurnir, fjölskylda í Wales, höfðu átt verkið frá árinu 1947. BRETLAND Bannað að flytja Picasso-verk úr landi Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s OPIÐ ALLA VIRKA DAGA kl. 10–18 OG LAUGARDAGA kl. 10–14 Fiskislóð 39 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.