Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Áfundi borg-arráðs ívikunni vildu fulltrúar meirihlutans ekki samþykkja tillögu fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um að hvetja rík- isstjórnina til að endurskoða áform sín um skattahækkun á ferðaþjónustuna. Í tillögunni kom fram að skattahækkunin mundi bitna sérstaklega hart á reykvísku atvinnulífi þar sem flest hótel og gistihús landsins væru staðsett í Reykjavík og að margvísleg tengd þjónusta væri þar einnig. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar kaus að fresta afgreiðslu málsins og funda um það síðar með fulltrúum viðkomandi ráðuneytis en bók- aði um leið að viðræður yrðu hafnar „við ríkisstjórnina um að slást í lið með borgaryf- irvöldum um sameiginlegar aðgerðir og hagfellt umhverfi til eflingar atvinnulífi í Reykjavík, í samræmi við ný- samþykkta atvinnustefnu Reykjavíkur sem borgarstjórn samþykkti í júní sl.“ Þessi afgreiðsla kemur ekki á óvart þegar horft er til af- stöðu meirihlutans til atlögu ríkisstjórnarinnar gegn sjáv- arútveginum. Meirihlutinn hunsaði lengi, þrátt fyrir áskoranir um annað, að skila inn umsögn um frumvörp rík- isstjórnarinnar um sjávar- útvegsmál sl. vetur. Þegar um- sögnin var svo loks afgreidd kaus meirihlutinn að standa með ríkisstjórninni gegn sjáv- arútveginum og taldi fáa borg- arbúa starfa við sjávarútveg, „aðeins“ 1.800 manns. Eftir þetta er meirihlutinn, eins og fram kemur í fyrr- nefndri bókun, búinn að sam- þykkja atvinnu- stefnu. Hún er upp á ríflega fimmtíu blaðsíður og borg- aryfirvöld létu þess getið við kynningu stefn- unnar að þetta væri í fyrsta sinn sem slík stefna væri sett fram af hálfu borgarinnar. Borgaryfirvöld höfðu lengi þá stefnu að þeim bæri að stuðla að uppbyggingu at- vinnulífs í borginni og gekk allvel. Nú felst atvinnustefnan aðallega í að útvega skýrslu- skrifurum atvinnu við að setja saman atvinnustefnu í löngu máli án þess að nokkur áhugi sé á raunverulegri uppbygg- ingu atvinnulífs í borginni. Dæmi um þetta áhugaleysi má til að mynda sjá á því að í skýrslunni miklu er sérstakur kafli um „ferðamannaborgina“ Reykjavík þar sem fram kem- ur að Reykjavík hafi „sett sér metnaðarfulla ferðamanna- stefnu“. Þar er greint frá „leið- arljósi“ og farið fögrum orðum um „lykilverkefni og aðgerðir“ og jafnvel talað um að í „mark- miðum stefnunnar“ sé „lögð áhersla á að Reykjavík verði mótsstaður fyrir alþjóðlegar stefnur og strauma í menning- arlífi og skipi sér sess meðal eftirsóttustu ráðstefnu- og við- burðaborga í Norður-Evrópu.“ Því miður fyrir ferðaþjón- ustufyrirtæki í Reykjavík er hins vegar ekkert fjallað um að rekstrarumhverfið skuli vera hagfellt eða að sköttum skuli haldið í lágmarki. Í kaflanum um ferðamannaborgina Reykjavík er hins vegar marg- víslegt almennt tal sem engu mun skila og aldrei stóð til að nokkru skilaði. Ekki frekar en annað tilgangslaust tal í öðrum köflum hennar. Atvinnustefna Besta flokks og Samfylk- ingar felst í að styðja ríkisstjórnina} Atvinnustefna Reykjavíkurborgar Leynimakkmeirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í Hafnarfirði minnir óþægilega á vinnu- brögð sömu flokka í landsstjórninni. Íbúi í bænum þurfti að leita til úrskurðar- nefndar í upplýsingamálum til að fá sjálfsagðar upplýsingar um tiltekin skuldamál bæjarins og bæjaryfirvöld börðust eins og þeim var unnt gegn því að þurfa að veita upplýsingarnar en urðu loks að gefa eftir. Þeg- ar þau höfðu verið skikkuð til að veita upplýsingarnar bitu þau svo höfuðið af skömminni með því að halda því fram að þau hefðu aldrei reynt að halda þeim leyndum. Enn er þó ekki búið að upplýsa umrædd skuldamál að fullu. Út af stendur ekki aðeins vaxtapró- sentan heldur ekki síður hvern- ig bæjarfulltrúarnir stóðu að samningum við erlenda kröfu- hafann og hvers vegna Hafn- arfjarðarbær er kominn í þá af- leitu stöðu sem raun ber vitni. Upplýsingar um þetta þarf að draga fram í dagsljósið, en greinilegt er að bæjarfulltrúar meirihlutans ætla sér ekki að vera hjálplegir við að varpa ljósi á málið. Enn er áleitnum spurningum ósvarað um skuldastöðu Hafnarfjarðarbæjar} Leyndarmál í Hafnarfirði Á meðan gamanleikarar ráðhússins róta í rusli borgarbúa og hlaupa undan illgresi á túnum og al- mannarými keppast skoðana- bræður þeira á þingi og í ríkis- stjórn við að reyna að sannfæra landann um að kreppan sé á enda. Engu máli skiptir að kaupmáttur íslenskra heimila nálgast nú það sem hann var árið 1993, fjárfestingar eru í al- gjöru lágmarki og fjárlagahallinn er 72 millj- örðum meiri en Steingrímur J. Sigfússon gerði ráð fyrir á fjárlögum fyrir rúmu ári, eða 89 þúsund milljónir í mínus. Til að gæta sann- girni er rétt að taka það fram að spekúlantar Seðlabankans telja að kaupmáttur sé á pari við það sem hann var árið 2004. Þeir virðast þó sleppa því að leiðrétta útreikninga sína með tilliti til verðbólgu en hver getur átalið þá fyrir það? Verðbólga hefur aldrei verið þeirra sterka hlið. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að neita því að hér mælist hagvöxtur. Hagvöxtur sem nærri því að öllu leyti má rekja til verðmætaukningar í sjávarútvegi og áliðnaði og að einhverju leyti til þess fjölda erlendra ferðamanna sem streyma til landsins í stríðum straumi en þeir hafa eflaust aldrei verið fleiri. Það hljóta allir að sjá kaldhæðnina í því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar skuli stæra sig af þessum hagvexti. Ef mig minnir rétt voru það nákvæmlega þessir tveir stjórnmálaflokkar, þ.e. Samfylking og Vinstri-grænir, sem börðust hvað mest gegn uppbyggingu ál- vers á Reyðarfirði sem nú flytur út ál fyrir 95 milljarða á ári, eða sex milljörðum meira en fjárlagahalli ríksstjórnarinnar er á þessu ári. Af þeim 95 milljörðum sem fást fyrir útflutn- inginn frá álverinu verða rúmir 35 milljarðar eftir í íslenska hagkerfinu. Kaldhæðnin minnkar ekki þegar komið er að sjávarútvegi, en nákvæmlega þessi ríkis- stjórn lagði á ráðin um að ganga frá íslenskum sjávarútvegi á vormánuðum og hótar því að þeirri vegferð sé hvergi nærri lokið þótt að- förin hafi mistekist að hluta. Þarf að nefna makrílinn sem Samfylkingin vill fórna fyrir inngöngumiða í Evrópusambandið? Það er í raun kraftaverki líkast að undir- stöðuatvinnugreinar þjóðarinnar geti dregið vagninn áfram þrátt fyrir allt; hærri skatta, fleiri skatta, gjaldeyrishöft, litla sem enga fjárfestingu inn í landið o.fl. Kannski og sem betur fer er ríkisstjórnin of upptekin við stjórnarskrárklúðrið, deilur við þjóðina í Icesave og við Hæstarétt vegna stjórnlagaþingskosninganna. Þá má ekki gleyma innbyrðis átökum stjórnarflokkanna sem hafa komið sér saman um fátt annað en að halda völdum. Nýjasta útspil VG til Evrópusambandsumsókn- arinnar er gott dæmi um vinnubrögð á ríkisstjórnar- heimilinu en það hlýtur að vera einhvers konar met að sækja um aðild að sambandi sem enginn vill inn í nema örfáir samfylkingarmenn. vilhjalmur@mbl.is Vilhjálmur A. Kjartansson Pistill Kaldhæðnin í hagvextinum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is M ikil óvissa er um framvinduna í deilu Breta og Ekvadora um mál Julians Ass- ange, stofnanda WikiLeaks, og hugsanlegt er að hann verði í sendiráði Ekvadors í London í marga mánuði eða jafnvel árum sam- an. Breska stjórnin hefur hafnað al- gerlega þeirri ákvörðun stjórnvalda í Ekvador að veita Assange hæli sem pólitískum flóttamanni. Hún segir að ef Assange reyni að fara frá Bret- landi beri breskum yfirvöldum laga- leg skylda til að handtaka og fram- selja hann til Svíþjóðar. Áður höfðu breskir dómstólar fallist á beiðni sænskra yfirvalda um að Assange yrði framseldur til að hægt yrði að yfirheyra hann í Svíþjóð vegna ásak- ana um að hann hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn tveimur konum. Gæti skapað hættulegt fordæmi Segja má að bresk stjórnvöld séu á milli steins og sleggju. Ef Bretar leyfa Assange að flýja til Ekvadors gætu þeir skapað fordæmi, sem gæti hindrað framsal annarra meintra lögbrjóta, auk þess sem það myndi skaða samskiptin við Bandaríkin og Svíþjóð, að sögn The Financial Times. Breska dagblaðið The Independ- ent segir að breskur stjórnar- erindreki í Quito, höfuðborg Ekva- dors, hafi hótað því á dögunum að lögreglan myndi ráðast inn í sendi- ráðið í London til að handtaka Ass- ange. Fréttaveitan AFP segir að breska utanríkisráðuneytið hafi sagt stjórnvöldum í Ekvador að bresk yfirvöld geti beitt lagaákvæði frá árinu 1987 sem heimili því að afnema friðhelgi sendiráða í Bretlandi. Will- iam Hague, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði þó í fyrradag að ekki yrði ráðist inn í sendiráð Ekvadors í London. Alex Carlile lávarður, málafærslu- maður og einn þingmanna Frjáls- lyndra demókrata í lávarðadeildinni, sagði í viðtali við BBC að Bretar myndu setja mjög hættulegt for- dæmi ef ráðist yrði inn í sendiráðið til að handtaka Assange. Það gæti orðið til þess að stjórnvöld í öðrum lönd- um, til að mynda Íran, afnæmu frið- helgi breskra sendiráða til að hand- taka fólk sem leitaði þar athvarfs. Flest bendir því til þess að bresk yfirvöld bíði eftir því að Assange gef- ist upp og fari út úr sendiráðinu. William Hague viðurkenndi að sú bið gæti staðið í marga mánuði eða jafn- vel árum saman. Gerður að sendiráðsmanni? Julian Assange getur ekki farið út úr sendiráðinu án þess að eiga það á hættu að lögreglan handtaki hann. Um tuttugu lögreglumenn stóðu fyrir utan sendiráðið í gær. Hugsanlegt er að Ekvadorar af- hendi Assange diplómatískt vega- bréf en réttaráhrif slíkra vegabréfa eru lítil og þau veita ekki handhaf- anum friðhelgi frá lögum annarra landa. Ekvadorar geta einnig gert Ass- ange að starfsmanni sendiráðsins og samkvæmt Vínarsáttmálanum um réttindi sendiráðsmanna er ekki hægt að handtaka og lögsækja þá. Á móti kemur að sendiráðsmönnum Ekvadors ber að virða bresk lög og þeir mega ekki hafa afskipti af innan- ríkismálum Bretlands. The Guardian hefur eftir breskum lögspekingi að Bretar geti neitað því að viðurkenna Assange sem sendiráðsmann á þeirri forsendu að skipun hans sé augljós tilraun til að skjóta sér undan ákvæð- um breskra laga. Assange-deilan gæti staðið árum saman AFP Á varðbergi Um það bil tuttugu lögreglumenn stóðu fyrir utan sendiráð Ekvadors í London í gær. Þeir eiga að handtaka Assange ef hann kemur út. Hugsanlegt er að Ekvadorar reyni að lauma Assange frá sendiráðinu í einum af bílum þess. Lögreglan getur ekki leit- að í sendiráðsbílum en gæti handtekið Assange um leið og hann stigi út úr bifreiðinni. Samkvæmt Vínarsáttmálanum má lögreglan ekki opna innsigl- aðan sendiráðspóst og hugsan- legt er að reynt verði að lauma Assange úr landi í slíkum pósti. Lögreglan getur hins vegar not- að skanna og hitamyndavélar til að leita að hugsanlegum flótta- manni í póstinum. Laumað úr landi? INNLYKSA Í SENDIRÁÐI Mótmæli Kona með mynd af Ass- ange við sendiráð Breta í Ekvador.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.