Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Sannir heimilisvinir Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ryksugur Fyrsta flokks frá FÖNIX... Sjá sölustaði á istex.is Ný prjónabók LOPI 32 Síðan fólk í ferða- þjónustu frétti það frá fjölmiðlum að rík- isstjórnin hygðist hækka virðisauka- skatt á gistingu úr 7% í 25,5% hefur mikil umræða verið í fjölmiðlum og sumt ber vitni um van- þekkingu sem oft er raunin þegar margir taka til máls. Samtök ferðaþjónustunnar brugðust að sjálfsögðu skjótt við enda er það svo að hvorki alþjóðlegur sam- keppnismarkaður né fyrirtækin sjálf geta tekið við rúmlega 17% verðhækkun. Staðan nú er því sú að hótel geta illa gefið út verð vegna óvissu. Ferðaskrifstofur geta þar af leiðandi ekki verðlagt vöru sína og erlendar ferðaskrif- stofur segja viðskiptavini sína ekki taka við neinum frekari hækk- unum og ef íslensku fyrirtækin taka þessa hækkun ekki sjálf þá verði að færa viðkomandi hóp eða ráðstefnu eitthvert annað. Ísland er nefnilega ekki eina landið sem dregur að ferðamenn. Skatturinn verður því ekki skattur á erlenda ferðamenn heldur skattur á ís- lensk fyrirtæki. Ferðaþjónustan er í miklum vexti og skapar tekjur og störf um land allt. Á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs var 23% vöxtur í útgjöldum erlendra ferðamanna innanlands sem er m.a. vegna verkefnisins ÍSLAND ALLT ÁR- IÐ, sem er samstarf ríkis og greinarinnar en aukin vetr- arferðaþjónusta mun bæta nýtingu fyrirtækjanna og auka arðsemi þeirra. Það er mikil samkeppni um vetrarferðamenn því Ísland er ekki eina landið sem vill laga árs- tíðasveifluna sína, það er því við- kvæmur markaður. Á þessu ári er gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjón- ustu verði rúmlega 200 milljarðar eða 20% af heildargjaldeyr- istekjum þjóðarinnar. Það er erfitt að henda reiður á tölfræði í ferðaþjónustu þar sem greinin teygir anga sína víða. Gera má ráð fyrir að virð- isaukaskattur ásamt flugvallargjöldum og eldsneytisgjaldi vegna ferðamanna nálgist 20 milljarða í ár. Þá er ótalinn fjöldi annarra gjalda s.s. gríðarlega mikil og vaxandi gjöld á flugrekstur, áfeng- isgjald, hafnargjöld vegna skemmtiferðaskipa, leyfisgjöld og svo mætti lengi telja. Vegna þess hve ferðaþjónustan er flókin er erfitt að nálgast tölur um tekju- skatt í greininni en sem dæmi má nefna að hjá Icelandair Group greiddi starfsfólkið 7 milljarða í tekjuskatt árið 2011 og höfðu þeir hækkað um 2 milljarða frá árinu 2009 Menn urðu því orðlausir þegar fjármálaráðherra kom nú fram, í miðju samstarfsverkefninu, og sagði að ríkisstjórnin vildi ekki að ferðaþjónustan dafnaði á rík- isstyrk og á þar við neðra þrep virðisaukaskatts. Á fundi fulltrúa SAF með fjármálaráðherra 13. ágúst sl. var henni gerð grein fyrir því að 28 lönd í Evrópu væru með gistinguna í neðra þrepi virð- isaukaskatts til þess að efla ferða- þjónustuna. Þar á meðal eru flest helstu samkeppnislönd Íslands. Ráðherra var einnig bent á að ekki yrði hægt að koma rúmlega 17% hækkun út í verðlagið þar sem víða er búið að gera samninga um verð 18-20 mánuði fram í tímann. Afleiðingin yrði sú að fyrirtækin þyrftu að taka þetta á sig með erf- iðari rekstri, mögulegum gjald- þrotum og þar af leiðandi fækkun starfsfólks auk þess sem svört at- vinnustarfsemi fengi byr í seglin. Málflutningur fjármálaráðuneyt- isins hefur tekið á sig ýmsar myndir s.s. umfjöllun í kvöld- fréttum RÚV 16. ágúst sl. þar sem fjallað var um endurgreiðslu virð- isaukaskatts af svo mikilli van- þekkingu að furðu sætir. Það vita allir, sem grunnþekkingu hafa af rekstri, að í vaxandi atvinnugrein þar sem fjárfestingar eru miklar, er innskattur mjög hár tímabundið en síðan eru hótelbyggingar til staðar í áratugi og skapa tekjur fyrir þjóðfélagið. Það er markmið ferðaþjónust- unnar og ætti að vera markmið stjórnvalda að hámarka tekjur af greininni og örva fjárfestingu en ekki að bregða fyrir hana fæti sem leiðir til minnkandi tekna. Það eru til góðar aðferðir til að auka tekjur bæði greinarinnar og ríkissjóðs, við höfum verið að nota þær. Skattpíning minnkar tekjur allra. Hver vill það? Ferðaþjónustan – hvert erum við eiginlega að stefna? Eftir Ernu Hauksdóttur »Menn urðu því orð- lausir þegar fjár- málaráðherra kom fram og sagði að ríkisstjórnin vildi ekki að ferðaþjón- ustan dafnaði á rík- isstyrk Erna Hauksdóttir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Það vakti ljúfar endurminningar þeg- ar ég heyrði það í fréttum, að hin nýja lágvöruverslun Jó- hannesar í Bónus byði kartöflur við lægra verði en ann- ars staðar þekktist. Þannig reyndi hann að hasla verslun sinni Bónus völl á Akureyri á sínum tíma en kom fyrir lítið. KEA brá nefnilega á það ráð, að lækka sínar kartöflur í kjölfarið og hélt sinni stöðu um sinn. Að síðustu varð dagvöruverð á kartöflum á Ak- ureyri svo lágt að það hrökk ekki fyrir umbúðunum. Ég var landbúnaðarráðherra á þessum tíma og skrifaði Sam- keppnisstofnun í barnaskap mín- um, hvort þvílíkir viðskiptahættir rúmuðust innan þess ramma sem kallað er „frjáls samkeppni“. Að mati Samkeppnisstofnunar var það svo. Og samkvæmt fréttum virðist Samkeppnisstofnun enn þeirrar skoðunar að þeir útvöldu megi velja vörutegundir til að selja undir kostn- aðarverði til að útrýma keppinautum sínum eins og kaupmanninum á horninu eða KEA ef því er að skipta. Það er ámælisvert þegar ríkisfjölmiðill og Stöð 2 (eign gamla Bónus) bera verð hinn- ar nýju „lágvöruversl- unar“ Jóhannesar í Bónus saman við verð- ið í Nóatúni, sem aldr- ei hefur gefið sig út fyrir að vera lágvöruverslun, heldur leggur upp úr vöruvali og góðri þjónustu. Þetta eru fölsk skilaboð og í hróp- legri mótsögn við góða blaða- mennsku. Kartöflurnar og gamli Bónus Eftir Halldór Blöndal Halldór Blöndal » Að síðustu varð dag- vöruverð á kart- öflum á Akureyri svo lágt að það hrökk ekki fyrir umbúðunum. Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis. Móttaka aðsendra greina Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.