Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Hinn 27. júlí s.l. skrifaði Árni Páll Árnason grein „Fjallafár“ í Frétta- blaðið um erlendar fjárfestingar á Íslandi í framtíðinni. Árni fjallar í grein sinni á athyglisverðan hátt um þann vanda sem Íslendingum stafar af andvara- og reynslu- leysi í alþjóðlegum efnahagslegum samskiptum. Boðskapur Árna, ef ég skil hann rétt, er þessi: Íslendingar eiga ekki að koma sér í neina þá aðstöðu sem þeir ráða ekki við og samrýmist ekki ís- lenskri framtíðarstefnu. Engin slík framtíðarstefna er til. Nýlegt hrun er sláandi dæmi um hvað slíkt andvaraleysi getur leitt af sér. Við komumst líklega út úr hruninu. En með rangri stefnu í er- lendum fjárfestingum er hættan sú að við komumst í aðstæður sem við losnum ekki svo auðveldlega úr aft- ur. Mikilvæg tækifæri framundan Stórkostleg fjárfestingatækifæri blasa við komandi kynslóðum Ís- lendinga.  Olía er hugsanlega fundin á Drekasvæðinu í átt að Jan Mayen. Grænlandshaf er sagt fljóta á olíu. Enginn minnist þó á gróður- húsaáhrif í sömu andrá.  Siglingaleið um heim- skautasvæðið til og frá Kyrrahafi er að opnast. Það felur í sér mögu- leika á stórkostlegri umskipunarhöfn á Norðausturlandi, sem keppir við Suez.  Jökull Grænlands hopar og að- gangur opnast að miklum verðmæt- um í jörðu, sem kallar á áður ómæld atvinnutækifæri, sem örva munu íslenskt efnahagslíf beint og óbeint.  Stórþjóðir Asíu sjá aukin tæki- færi til fjárfestingar hérlendis. Í augum fólks frá hinum þéttbýlu ríkjum Austur-Asíu lítur Ísland út sem ónumið land. Hversu hröð verður þessi upp- bygging? Höfum við nokkurn mannskap til að taka þátt í svona mikilli uppbyggingu? Íslendingum fjölgar ekki lengur með barnsfæð- ingum. Þeim fækkar. Eldra fólki fjölgar hraðar en því yngra. Með sama áframhaldi mun íslenska þjóðin yfirgefa þetta land í gegnum gröfina. Við munum þurfa að flytja fólk til landsins í stórum stíl til að takast á við þessi risaverkefni. Eiga Íslendingar nokkurt fjármagn til að gerast þátttakendur í þessum fjárfestingum eða hluta í þeim? Við Íslendingar erum skuldum vafðir og þurfum að selja eignir. Við flæmum efnamenn okkar úr landi með auðlegðarskatti og við- bótarauðlegðarskatti en bjóðum erlenda fjárfesta, sem ekki greiða auðlegðarskatt, velkomna í staðinn. Aðeins Atlantsálar skilja okkur frá ríkum nágranna, Norðmönnum. Þjóðarframleiðsla þeirra á mann er tvisvar og hálfu sinni meiri en þjóðarframleiðsla Ís- lendinga á mann. Auk þess er eigna- og skuldastaða Norðmanna miklu betri en okkar. Á sama tíma og við þurfum á öllu okkar fólki að halda í framtíðinni reynist þeim auðvelt að yfirbjóða okkar fólk, sem við höfum menntað með miklum til- kostnaði. Lærdómar frá öðrum Íslenskri menningu getur stafað mikil hætta af of hraðfara efna- hagsþróun. Menning lítilla þjóða hefur beðið hnekki af þessum sökum. Á Hawaii-eyjum var sérstök menning frumbyggja. Á nítjándu öld hófu Bandaríkjamenn mikla uppbyggingu á eyjunum og fólks- flutninga, sem endaði með innlimun þeirra í Bandaríkin. Frumbyggj- arnir eru nú minnihlutahópur í eig- in landi og forn menning þeirra helst sýningarvara fyrir túrista. Hollendingar námu land í Suð- vestur-Afríku á 17. öld, sem þá var að mestu óbyggt land. Þeir stofn- uðu þjóðfélag á grunni hollenskrar menningar með eigin tungumáli af- rikaan, sem er gömul hollenska. Þeir byrjuðu að flytja inn þræla frá Austur-Asíu. Árið 1806 varð land þeirra ensk nýlenda. Þegar dem- antar og gull fundust í landinu keyrði um þverbak. Stórkostlegur innflutningur á vinnuafli hófst frá öðrum hlutum Afríku og Indlandi. Nú er svo komið að af tæplega 50 milljónum íbúa eru menn af hol- lenskum uppruna lítill minni- hlutahópur innan við 9%. Hollensk menning er þó ennþá áhrifamikil og um 23 milljónir manna tala afrika- an. Minnihlutinn reyndi að verja menningu sína og völd með ap- artheid, kynþáttaaðskilnaði en það var auðvitað siðlaust og vonlaust. Í framtíðinni mun sagan geta um hvíta menn sem einu sinni bjuggu í þessu landi og skildu eftir sig vissa menningu og tungumál, sem minna á tómt grafhýsi þessa horfna fólks. Á eyjum sem nú heita Singapúr og voru áður hluti af Malasíu bjuggu áður aðeins 1.000 manns af malasískum uppruna. Árið 1819 gerði þjóðhöfðingi þeirra súltáninn Hussein Shah samning við Eng- lendinginn Thomas Stamford Raf- fles fyrir hönd Enska Austur- Indiafélagsins sem hóf þarna mikla uppbyggingu. Þeir gerðu mikla höfn og reistu hafnarborg. Höfnin varð brátt ein sú mesta í heimi á 19. öld. Erlent vinnuafl, aðallega kín- verskt, streymdi að til vinnu við höfnina og einnig við gúmmírækt. Nú er meirihluti íbúanna, sem eru tæpar 5 miljónir manna af kín- verskum og indverskum uppruna. Menning Singapúr er nú svo framandi og ósamrýmanleg að reka varð Singapúr úr ríkjasambandi Malasíu árið 1965. Singapúr er nú sjálfstætt borgríki. Singapúr er dæmigert fyrir það sem gæti gerst á Íslandi ef við kunnum ekki fótum okkar forráð. Á Grímsstöðum á Fjöllum búa nú um 9 manns af íslensku bergi brotnir. Ferð okkar Íslendinga inn í framtíðna er vandasöm og flókin. Göngum götuna fram til góðs. Við megum hvorki einangrast né opna allt upp á gátt. Sá sem útilokar aðra læsir sjálfan sig inni. Sá sem hleypir öllum inn endar utandyra. Mega-fjárfestingar og íslensk menning Eftir Jóhann J. Ólafsson » Aðeins Atlantsálarskilja okkur frá rík- um nágranna, Norð- mönnum. Þjóðarfram- leiðsla þeirra á mann er tvisvar og hálfu sinni meiri en þjóðarfram- leiðsla Íslendinga á mann. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Sumarbrids í Reykjavík Miðvikudaginn 15. ágúst mættu 24 pör tvímenninginn. Jón Viðar Jónmundsson og Hafliði Baldursson urðu efstir með 394 stig í plús eða 64% skor. Halldór Þorvaldsson tók hins vegar efsta sætið af vini sínum Magnúsi Sverrissyni í keppninni um bronsstigameistara sumarsins, en þar munar aðeins einu stigi. Röð efstu para varð þessi (prósentskor): Jón V. Jónmundsson – Hafliði Baldurss. 64 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þorvaldss. 60,4, Helgi Bogason – Guðmundur Skúlas. 57,3 Erla Sigurjónsd. – Guðni Ingvarsson 54,7 Gísli Steingrss. – Halldór Svanbergss. 53,4 Nú ættu þeir sem ætla sér að mæta ferskir í vetrarstarf brids- félaganna að fara að láta sjá sig og koma sér í spilaform. Spilað er alla mánudaga og mið- vikudaga kl. 19.00 í Síðumúla 37. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridgedeild Félags eldri borgara í Reykjavík hefur hafið starfsemi að loknu sumarhléi. Spilað er á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 13- 16.30 í Stangarhyl 4. Fimmtudaginn 16. ágúst var meðalskor 216 og stig efstu para sem hér segir í NS: Ólafur B. Theodórs – Björn E. Péturss. 232 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 230 Þorsteinn Sveinss. – Matthías Helgason 229 Siguróli Jóhannsson – Auðunn Helgas. 222 AV Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 256 Helgi Hallgrímss. – Ægir Ferdinandss. 239 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 230 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 229 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bikarkeppnin Að loknum þremur umferðum í bikarnum standa eftir 8 lið sem best hafa staðið sig. Þeim skal fækka um helming í næstu umferð sem á að vera lokið 2. september nk. Eftirtalin lið spila saman: Lögfræðistofa íslands – Garðsapótek VÍS – Sparisjóður Siglufjarðar Gunnlaugur Sævarsson – Sproti Stefán Vilhjálmss. – Karl Sigurhjartarson Tækniþróunarsjóður Styrkir til nýsköpunar Athugið! Næsti umsóknarfres tur er til15. september 2 012 l Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. l Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. l Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. l Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. l Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á www.rannis.is H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un – Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA : er fyrir klukkan 16 mánudaginn 20.ágúst. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um Heilsu og Lífstíl föstudaginn 24.ágúst. • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum. • Hreyfing og líkamsrækt. • Hvað þarf að hafa í ræktina. • CrossFit • Þríþraut. • Reiðhjól. • Skokk og hlaup. • Dans og heilsurækt. • Andleg vellíðan. • Svefn og þreyta. • Skaðsemi reykinga. • Fljótlegar og hollar uppskriftir. • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífstíl og stefna í nýjar áttir á því sviði. Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl haustið 2012.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.