Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 ✝ Páll HalldórJóhannesson fæddist á Dynjanda í Grunnavík- urhreppi 26. mars 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði þriðjudaginn 7. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin á Dynjanda og síðar að Bæjum á Snæfjallaströnd, Jóhannes Ein- arsson, f. 14. maí 1899, d. 6. júní 1981 og Rebekka Pálsdóttir, f. 22. nóvember 1901, d. 28. nóv- ember 1984. Systkini Páls eru: 1) Jóhanna, f. 4. apríl 1926, d. 30. júní 1932. 2) Óskar, f. 1. nóv- ember 1927, d. 1. febrúar 1993, maki Lydía Sigurlaugsdóttir, f. 13. febrúar 1933. 3) Rósa, f. 5. júlí 1930, maki Hallgrímur Jóns- son, f. 30. september 1929, d. 27. september 1984, skildu. Sam- býlismaður Andrés Hjörleifsson, f. 25. janúar 1929, d. 5. maí 2011. 4) Ingi, f. 19. janúar 1932, maki Gunnur Guðmundsdóttir, f. 15. mars 1934, d. 8. desember 2007. 5) María, f. 29. október 1934, 1984 c) Páll Halldór, f. 2. maí 1988. Sonur Hrannar er Stefán Þór Jóhannsson, f. 26. júní 1975. 2) Rebekka Jóhanna, f. 10. mars 1959, maki Pétur Ingi Ásvalds- son, f. 5. mars 1957, börn: a) Linda Björk, f. 13. mars 1981 b) Gerða Helga, f. 23. desember 1984. Dóttir Péturs er Kristín Guðmunda, f. 13. júní 1976. 3) Magnús Ási, f. 1. desember 1963. 4) Haraldur Bjarmi, f. 10. júlí 1976, maki Hrönn Eiríksdóttir, f. 10. október 1978, börn a) Ísa- bella Þóra, f. 18. nóvember 2006 b) Eiríkur Bjarmi, f. 9. mars 2012 c) Davíð Páll, f. 9. mars 2012. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Dynjanda til ársins 1948 er fjölskyldan flutti að Bæjum. Hann var á ver- tíðum árin 1946 - 1957 frá Djúpi og Suðurnesjum og var á vertíð í Keflavík þegar þau Páll og Anna kynntust. Árið 1957 hófu þau búskap í Bæjum og bjuggu þar til ársins 1995 er þau fluttu til Ísafjarðar. Þau voru þá síð- ustu ábúendur á Snæ- fjallaströnd. Páll gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir sína sveit. Á Ísafirði bjuggu þau í Stórholti 9 þar til þau fluttu á Hlíf, íbúðir aldraðra, í júlí á síð- asta ári. Páll verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag, 18. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 14. maki Sigurvin Guð- bjartsson, f. 17. júní 1929. 6) Felix, f. 9. júlí 1936, maki Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 4. júní 1944. 7) Jóhanna, f. 8. desember 1938, maki Haraldur Sæ- mundsson, f. 22. júlí 1929, d. 29. sept- ember 1974. Sam- býlismaður Rasmus A. Rasmussen, f. 13. ágúst 1927, d. 12. nóvember 1994. Sambýlis- maður Jón Alfreðsson, f. 4. febr- úar 1938. Páll giftist 31. maí 1958 eft- irlifandi eiginkonu sinni Önnu Jónu Magnúsdóttur frá Þverá í Ólafsfirði, f. 5. júní 1934. For- eldrar hennar voru hjónin Ása Sæmundsdóttir, f. 7. nóvember 1891, d. 4. desember 1984, og Magnús Sigurðsson, f. 25. ágúst 1891, d. 26. ágúst 1974 bændur á Þverá. Börn Páls og Önnu eru: 1) Kristinn Arnar, f. 5. nóv- ember 1956, maki Hrönn Þór- arinsdóttir, f. 16. janúar 1958, börn: a) Finna Dís, f. 9. Ágúst 1979 b) Ómar Þór, f. 27. mars Elsku pabbi. Nú ertu farinn frá okkur. Það var erfið stund þegar við sátum hjá þér systkinin og mamma þeg- ar þú kvaddir. Þú varst alltaf svo blíður og góður. Og vildir allt fyr- ir alla gera. Þú kallaðir mig alltaf litlu tát- una þína. Ég man þegar þú varst á leiðinni til Ísafjarðar með féð eitt haustið og þú spurðir hvað þú ættir að gefa mér þegar þú kæmir til baka. Mig langaði svo í hring og þú færðir mér fallegan silfur- hring með rauðum steini. Bílrúnt- urinn á sunnudögum er mér minnisstæður. Þá fórst þú með okkur krakkana inn í Lón eða á Ármúla. Það var alltaf mikil til- hlökkun til ferðarinnar þó ég hafi nánast alltaf verið bílveik. Ég man þegar þú komst í eld- húsdyrnar einu sinni sem oftar og kallaðir á mömmu „elsku hjart- ans ástin mín, veistu nokkuð um síuna sem ég pantaði í dráttarvél- ina í vor?“ Mamma vissi alltaf um alla varahlutina. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, elsku pabbi, og ég geymi þær í hjarta mínu. Þig hafði alltaf dreymt um að fara til Manchester að horfa á þína menn í boltanum, og er ógleymanleg ferðin sem við Pétur fórum með þér í desember 2003. Og auðvitað unnu þínir menn! jibbí! Við fórum öll saman til Kanarí árið 2007. Það var yndisleg ferð. Þið mamma, við Pétur og dætur okkar, tengdasynir og barnabörn ásamt Gerðu og Ása. Litlu afas- telpurnar kölluðu þig alltaf langa- lang. Aftur lá leiðin til Kanarí tveim- ur árum síðar til að halda upp á afmælin okkar. Þú varst áttræður og ég fimmtug. Það var nú mikil veisla og þú sveiflaðir mömmu um dansgólfið eins og svo oft áður. Þið höfðuð svo gaman af því að dansa. Samband ykkar mömmu var einstaklega fallegt. Í fyrrasumar fluttuð þið mamma á Hlíf, en þú varst nú ekki lengi þar, pabbi minn. Þú fluttir yfir á öldrunardeild sjúkra- hússins nokkrum vikum síðar. Núna verður mikil breyting fyrir mömmu sem var hjá þér öllum stundum fram á síðasta dag. Við skulum hugsa vel um hana Önnu þína og passa hana fyrir þig. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Takk fyrir allt elsku pabbi. Þín dóttir, Rebekka. Hann afi minn, elsku besti afi minn, Páll bóndi í Bæjum er far- inn frá okkur. Mannsins sem var mér svo kær verður svo sárt saknað. Kærleikur, hlýja og virðing er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til hans afa míns, og er ég nokkuð pottþétt á því að margir séu sammála mér þar. Það að upplifa þetta allt saman bara við það að horfa á samskipti og nánd afa og ömmu var bara fal- legt, aldrei hafði eða hef ég séð annað eins, alltaf eins og nýást- fangnir unglingar. Ég minnist sumarfríanna í sveitinni og mun ég halda fast í þær minningar eins og þegar við afi vorum á leiðinni heim úr fjár- húsunum hélt hann í höndina mína og við skokkuðum niður brekkuna að bænum. Hann fífla- ðist oft með það seinna meir þeg- ar ég varð fullorðin, strauk mér um vangann og sagði að hann gæti sennilega ekki skokkað svona með „litlu skottunni sinni“ eins og áður fyrr. „Afi taktu þetta hvíta“ sagði ég svo oft, og stökk honum þá bros á vör. Þegar maður elst ekki upp í sveit, nema um sumartímann kann maður ekki að borða fitu, þannig að mér til mikillar ánægju fékk ég að skófla fitunni yfir á hans disk. Afi reyndi mikið að leiðrétta ís- lenskuna, eða kannski bara tvö orð hjá mér sem voru og eru enn í dag, hæ og bæ. Honum fannst ekki í lagi að nota þessi útlensku orð. Þetta væri sko ekki íslenska, maður ætti að segja halló og bless, svo held ég að hann hafi hreinlega bara gefist upp á mér, og brosti bara til mín, amma skil- aði nú oft kveðju frá hæ og bæ. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku afi minn, þín verður sárt saknað, ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum og sérstaklega henni elsku ömmu minni. Þín, Guðfinna Dís (hæ og bæ.) Eitt sinn spurði ég afa Sigur- vin frá Bolungarvík hvernig drengur faðir minn hefði verið í æsku og hann svaraði: „Hann fað- ir þinn tók og hefur tekið sér Pál frænda sinn sér svo rækilega til fyrirmyndar að það er eins og honum hafi verið snýtt út úr nös- inni á honum. Hann gat aldrei verið hérna heima úti í Bolung- arvík, það eina sem komst að hjá honum var að vera inni í Bæjum hjá Páli frænda sínum innan um rollur og hrúta.“ Þú kallaðir mig alltaf nafna: „Hvað segir þú Páll nafni minn“ og ég fann alltaf hvað þú varst ánægður með að ég væri til og héti Palli. Þú varst líka svo góður við okkur bræðurna í Hafnardal, þú komst alltaf í heimsókn ef þú áttir leið hjá bæði í Hafnardal og út í Reykjanesskóla og þá voru sko skemmtilegir dagar að hitta afa í Bæjum. Ég man að eitt sinn var farið með Fagranesinu í skólaferðalag út á Ísafjörð og var þá stoppað í Bæjum til að taka mjólk sem var skemmtilegt. Það var gaman að sjá Palla afa á bryggjunni veifa hlýlega til strák- anna sinna í Hafnardal og kalla til nafna síns. Ég á fulla filmu af myndum sem ég tók á myndavél- ina einungis af bryggjunni í bæj- um með afa Palla, enda var ekk- ert annað merkilegt sem gerðist í þeirri skólaferð. Það var mikið sport þegar við púkarnir í Hafn- ardal skruppum út á strönd til afa og ömmu til að fara í fjósið og í fjárhúsin. Auðvitað var farið í reykkofan til að fylgjast með hvernig átti að verka hangikjöt og þá var sko dísilolían ekki spöruð maður. Það var alltaf gaman að spjalla við þig, afi minn, því þú varst mjög minnugur og kunnir mikið af sögum af smalamennsku sem okkur þótti nú skemmtilegast. Þú hvattir mig til að vera duglegur og að hlaupa á eftir kindunum því að enginn annar en smalinn myndi ná í þær. Alltaf varstu að gera eitthvað. Þegar þú hafðir brugðið búi og við hjóluðum út eftir til ykkar varstu að taka til í fjósinu. Við vorum látnir strax í að sópa alveg eins og árið áður þegar við skruppum þótt engar beljur væru lengur í Bæjum. Allt þurfti að vera í röð og reglu: „Þið eigið að vera harðir og duglegir“ við héldum áfram að sópa með bros á vör því pabbi sagði það sama og margt annað enda voruð þið alveg eins. Þegar þið genguð hlið við hlið með hendurnar fyrir aftan bak og maður horfði á eftir ykkur úr fjarlægð á leið út í fjár- hús, þá þekkti maður ykkur ekki í sundur. Það var mikill samgangur milli Hafnardals og Bæja eftir að við fluttum inn í Djúp og var oft farið í heimsóknir. Mér er minnisstætt þegar brúin fór í sundur yfir Mór- illu í Kaldalóni. Það skipti engu, við fórum samt yfir hana á mjóum stálbita en Palli afi leiddi afa- strákinn sinn yfir því auðvitað þurftum við að fara í Bæi. Í Bæj- um man ég fyrst eftir mér í rétt- inni með þér og pabba. Í síðasta sinn sem ég sá þig hvíslaði ég að þér bestu fréttum sem ungur maður getur fært afa sínum og mikið hlýnaði mér um hjartaræt- ur þegar ég sá bros þitt skína og andlit þitt ljómaði þegar ég sagði nafnið á barninu. Mikið á ég eftir að sakna þess að hafa þig ekki í þessu lífi lengur og ég á eftir hugsa til þín með hlý- hug, elsku afi minn. Páll Jens Reynisson. Elsku Palli afi. Það var erfitt að kveðja þig á sjúkrahúsinu dag- inn fyrir andlát þitt. Ég grét í faðmi ömmu og mömmu. „Ekki gráta, tátan mín,“ hefðir þú sagt og þerrað tárin mín. Ég á svo margar góðar minn- ingar úr sveitinni okkar. Manstu þegar þú kenndir mér að keyra stóra taktorinn með heyvagninn aftan í svo þið strákarnir gætuð hlaðið heyböggunum upp á hann? Eða þegar ég kom með þér í sveitina og amma þóttist vera svo hissa að hún datt í gólfið? Manstu þegar við Finna Dís báðum Guð að gefa þér þurrk á heyið svo við kæmumst á ættarmótið? Eða þegar ég fékk að máta hrepp- stjórabúninginn þinn? Manstu þegar við stelpurnar stóðum við baðherbergishurðina og horfðum á þig raka þig og kepptumst við að vera fyrstar til að ná rakkoss- inum? Ég náði rakkossi hjá þér á sjúkrahúsinu. Þú varst veikur, hálfsofandi og slappur, en mikið varstu friðsæll og fallegur, afi minn. Það var erfitt að sjá þig svona veikan og máttlausan. Þú varst alla tíð svo iðinn og sterkur í sveitinni, og svo léttur á fæti þeg- ar þú sveiflaðir ömmu um dans- gólfið. Palli afi reyndist sannspár í fyrrahaust þegar hann sagði að það væru þrír drengir á leiðinni í fjölskylduna. Það var stuttu áður en ég varð ófrísk. Og þegar Har- aldur sonur hans komst að því að hann væri að fá tvíburadrengi þá hlytum við Elmar að eiga þann þriðja. Daníel Ingi sonur minn fær að heyra þessa sögu ásamt fleirum þegar hann verður eldri. Rebekka dóttir mín á eftir að muna vel eftir langafa sínum og segja bróður sínum frá honum. Segja honum frá afa sem var svo ljúfur og góður. Aldrei heyrði maður afa skammast í neinum og hann talaði vel um alla. Alltaf kvaddi hann okkur með hlýju faðmlagi og kossi. Nú er komið að kveðjustund. Ég minnist þín með gleði og þakklæti í huga. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ekki hafa áhyggjur, elsku afi, við pössum Önnu ömmu fyrir þig. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Þín, Linda Björk. Elsku besti afi minn. Í dag kveð ég þig með sorg í hjarta og þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku afi, Guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth.) Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni og vera með þér. Blessuð sé minning afa. Þín, Gerða Helga. Fallinn er nú frá Páll Jóhann- esson bóndi í Bæjum á Snæfjalla- strönd. Það þurfti duglegt fólk til að búa á Snæfjallaströndinni, þar sem voraði seint og veturinn kom oft snemma. Enda voru þau hjón- in Palli og Anna harðdugleg og ráku rausnarlegt bú í Bæjum sem þau byggðu upp af dugnaði. Ég var nokkur sumur í Bæjum og þegar ég kem fyrst til Palla frænda míns og Önnu í sveitina eru þau í sambýli við foreldra Palla þau Jóhannes Einarsson og Rebekku Pálsdóttur en Rebekka var ömmusystir mín. Þá var búið í gamla bænum en hafin bygging á nýju íbúðarhúsi sem flutt var í ári seinna. Ég var ráðin í sveitina til að passa Arnar son Önnu og Palla og seinna Rebekku en hún var ný- fædd þegar ég kom fyrsta sum- arið. En einnig voru þarna tvö systkinabörn Palla þau Reynir og María Rebekka sem ég gætti líka. Ég lærði líka ýmis sveitastörf s.s. að rifja og raka og mjólka hana Huppu sem var steingeld. Mjög gestkvæmt var í Bæjum og oft líf og fjör. Bæði var það frændfólk og vinir og svo allskon- ar vinnuhópar eins og vegagerð- armenn, bryggjusmiðir, síma- menn o.fl. Palli og Anna gerðu öllum vel til góða og fór enginn af bæ nema vel nærður í mat og drykk og alltaf var nægt svefn- pláss á meðan gólfpláss leyfði og stundum var sofið í hlöðunni. Palli var víðsýnn maður og hafði áhuga á samfélaginu öllu bæði til sjós og lands, og var ötull við að spyrja gesti og gangandi frétta. Hann var röggsamur og ákveðinn við vinnu og fékk fólk með sér. Oft þurfti snör handtök til að bjarga heyi undan veðri og vindum. Hann var einstaklega ljúfur og góður maður og hafa þau Anna og Palli reynst mér og fjölskyldu minni mjög vel alla tíð. Ég á þeim margt að þakka og bý ég vel af því veganesti sem þau hafa veitt mér allt frá barnæsku, því þau hafa aldrei losnað við mig eins og ég hef oft sagt við þau. En nú er komið að leiðarlokum hjá okkur Palla og vil ég þakka hon- um fyrir samfylgdina og þá gæsku sem hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Ég sendi Önnu minni og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Rannveig Pálsdóttir. Ég á ekki orð til þess að lýsa því hversu mikið mér finnst ver- öldin gap ginnunga án þín, frændi minn, og með fullri sanngirni og allri heimsins virðingu ert þú ann- ar af þeim mönnum sem gekkst mér í föðurstað. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast þér. Þið feðgarnir Páll og faðir þinn Jóhannes í Bæjum eruð þeir allra hörðustu og allra duglegustu menn sem ég hef hitt á lífsleið- inni. Mikið hef ég litið upp til þín, frændi minn, því ég gerði allt til að vera eins og þú. Ég hefði meira að segja viljað taka við af þér í Bæjum ef raunveruleikinn hefði verið annar því þótt félagslega einangrunin í Hafnardal hafi ver- ið orðin óbærileg í lokin var hún orðin alger á Snæfjallaströndinni undir það síðasta. Ég þakka þér þann tíma sem ég fékk með þér og lærði af þér. Takk fyrir að gefa mér traustið til að ráðskast með búfénaðinn í Bæjum eins og mig lysti á unga aldri. Það varð mér mikið happ þegar á leið er ég varð sjálfur bóndi inni í Hafnardal að geta fengið góðan grunn að fjárstofni til þess að vinna með og varð okk- ur hjónum til happs. Smalamennskurnar hjá okkur strákunum í Jökulfjörðum eru efstar í minningunni. Mikið klæj- aði mig sem ungan dreng að byrja að smala og mikið öfundaði ég Einar Rósa frænda minn af því að geta byrjað árinu á undan, mikið var ég fúll út í þig þá að banna mér að fara en brosi að því í dag, frændi minn. Ég hef saknað þess að geta ekki heyrt í þér vikulega eins og við gerðum alltaf því það er enginn sem ég get rætt við á þeim nótum sem við gerðum. Nú ertu farinn eins og allt fólkið í sveitunum okkar er farið, Palli minn, og mikið þykir mér það leiðinlegt að vera seinasti bónd- inn í ættleggnum okkar úr Jökul- fjörðum. En þannig er nú bara líf- ið að mannskepnan þróast, eldri kynslóðirnar hverfa, þær ungu koma í heiminn og eftir móður- mjólkinni finna börnin sér annað lífsviðurværi en í sveitunum eins og okkar kynslóðir gerðu. Það er í sjálfu sér ekki slæmt því án framþróunar verða engar breyt- ingar til batnaðar. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að sveinbarn kom í heiminn á Dynjanda árið 1929. Eins og ég segi oft við Pál son minn man ég aldrei ártöl en þetta ártal man ég því þú komst í þenn- an heim þetta ár í byrjun heims- kreppunnar miklu. Þessi svokall- aða kreppa sem við sjáum í dag bliknar í samanburði við það vol- æði sem var í sveitum landsins í þá daga. Samt sem áður var alltaf nóg til á Dynjanda því þar hafði fólki verið kennt að vera dugandi af Einari og Engilráð. Þú fórst ungur til sjós og á vertíð. Síðar tókstu við af föður þínum sem hafði flutt með allri fjölskyldunni Páll Halldór Jóhannesson ✝ KRISTJÁN SIGURÐSSON, til heimilis að Skarðshlíð 16c, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 4. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram á Lundarbrekku í Bárðardal í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og börn hins látna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Garðsenda 15, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti, miðvikudaginn 15. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Bjarni Guðjónsson, Lóa Bjarnadóttir, Benedikt R. Lövdahl, Bjarni Benediktsson, Pétur Þór Benediktsson, Anna Kristín Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.