Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 ✝ Flosi Jörg-ensson fæddist 10. september 1951 á sjúkrahúsinu Garði í Vopnafirði. Hann lést á legu- deild Sundabúðar 12. ágúst síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Jörgens Kjerúlfs Sigmars- sonar, f. 29. mars 1913, d. 18. mars 1999 og Hrafn- hildar Helgadóttur, f. 25. júní 1917, d. 23. júní 1991. Systkini Flosa eru: Laufey f. 1942, Sverr- ir f. 1943, Sigmar f. 1945, Helgi f. 1947, Hjalti f. 1951, Jónína Sigríður f. 1956. Hálfsystir Flosa var Margrét Katrín Jóns- dóttir f. 1937, d.1999. Eiginkona Flosa er Helga Ólafsdóttir f. 1952. Þau eignuðust tvö börn, Sunnevu f. 1973. Maki Sigurður Steinar Sigbjörns- son f. 1972 og eiga þau fjögur börn, Nikólínu Sól f. 1996, Emblu Von f. 1998, Ísey Helgu f. 2004 og Patrek Steinar f. 2010. Sölva f. 1983. Sam- býliskona hans er Sigurbjörg Hall- dórsdóttir f. 1988 og eiga þau einn son Flosa f. 2010. Flosi ólst upp á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði en fór snemma á vertíðir eða um 14 ára gamall, hann fór einnig til sjós og vann um stund í frysti- húsi Tanga á Vopnafirði. Hann vann þó lengst hjá Vopnafjarð- arhrepp eða allt þar til hann hætti vinnu vegna veikinda. Útför Flosa fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 18. ágúst 2012 kl 14. Á fallegum og sólríkum sum- ardegi kynntist ég Flosa fyrst, er ég kom til Vopnafjarðar sem tilvonandi tengdasonur þeirra öndvegishjóna Ólafs og Gunn- hildar í Nýjabæ. Nú 30 árum síðar kveð ég kæran vin með söknuði. Fljótlega eftir okkar fyrstu kynni kom í ljós að við Flosi áttum margt sameiginlegt eins og allskonar veiði bæði á sjó og landi. Upp frá því fórum við að stunda gæsa- og rjúpna- veiðar saman á haustin. Alltaf var gaman að koma austur og fara í veiði með Flosa þar sem hann var búinn að redda öllum veiðileyfum hjá viðkomandi landeigendum áður en ég mætti á svæðið, enda var hann á heimavelli þar og kunni hvergi betur við sig, þar sem hann þekkti allt og alla. Flosi var stór og stæðilegur maður og minnti mig alltaf á mikinn kraftajötun, enda fannst honum gott að borða. Mér er minnisstætt einu sinn sem oftar þegar við gengum eitt haustið til rjúpna, þreyttir og svangir kom- um við í bílinn og tókum upp nestið okkar, ég með mitt, vel útilátið frá tengdamóður minni og Flosi með sitt, líka vel útilát- ið, þegar ég er langt kominn með mitt, situr hann og horfir löngunaraugum á afganginn hjá mér, er löngu búinn með sitt nesti og spyr hvort hann megi klára mitt ef ég geti ekki klárað það. Segi ég þá við hann, ég vildi ekki vera einn með þér, matarlausir í björgunarbát úti á reginhafi, ég yrði örugglega borðaður á þriðja degi. Nei!, á öðrum degi segir hann glott- andi. Það var alltaf gaman að hlusta á hann segja sögur af mönnum og málefnum og þegar hann var í stuði lék hann og hermdi eftir með tilþrifum þar til maður emjaði af hlátri. Ekki má gleyma að minnast á tónlist- ina í lífi Flosa, hún átti þar stór- an sess. Hann spilaði í hljóm- sveitum framan af ævi og átti auk þess píanó sem hann spilaði mikið á og var nýlega búinn að eignast nýtt og fallegt píanó. Seinna eignuðumst við lítinn bát, fjórir saman, fórum þá oft að veiða í soðið í firðinum fagra og kom það í hlut Flosa að hugsa um bátinn yfir vetrartím- ann. Ekki var hægt að fá sam- viskusamari mann í það verk eins og allt sem hann gerði, t.d. allar framkvæmdir við Nýjabæ. Hann var alltaf fyrstur manna til að hjálpa til og tilbúinn að að- stoða og redda öllum hlutum ef eitthvað vantaði, allt þar til heilsu hans fór að hraka, en hann greindist með krabbamein fyrir 5 árum og hefur verið að berjast við það síðan og varð að láta undan að lokum. Það verður aldrei eins og áð- ur að koma austur á haustin í veiði þó svo að hann hafi ekki gengið með mér síðustu árin, þá tók hann þátt í minni veiði á annan hátt. Hann reddaði öllum leyfum eins og áður, mikið á ég eftir að sakna þess. Ég veit að hann verður áfram á vaktinni á öðrum og betri stað. Það voru forréttindi að hafa fengið að kynnast Flosa og fengið að vera samferða honum í 30 ár og vil ég þakka fyrir það og að hafa verið staddur fyrir austan og getað kvatt hann á fallegum sólríkum sumardegi eins og ég hitti hann fyrst. Helgu mágkonu minni, Sunn- evu, Sölva og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur Þórður Örn (Öddi.) Það er erfitt að þurfa að skrifa minningarorð um Flosa bróður okkar látinn. Hann and- aðist að morgni sunnudagsins 12. ágúst, eftir erfiða og lang- varandi baráttu við krabbamein. Hann háði þessa orrustu af still- ingu og kjarki og okkur systk- inunum undraði stundum hvað stutt var í spaugið og auðvelt að finna eitthvað skemmtilegt að tala um. Flosi og Hjalti bróðir hans voru eineggja tvíburar og nauðalíkir, svo ekki var alltaf auðvelt að þekkja þá í sundur. Ekki var frítt við að þeir notuðu sér það stundum til að koma sér úr klandri, og jafnvel mamma var stundum ekki viss hvorn hún átti að skamma þegar þeir stóðu báðir blásaklausir fyrir framan hana. En saman stóðu þeir alltaf þegar eitthvað lá við, þó þeir ættu svo í stanslausum áflogum þess á milli. Flosi var snemma mjög mús- íkalskur og fór að spila með hljómsveitum heima á Vopna- firði strax á unglingsaldri. Þær hétu ýmsum nöfnum og spiluðu á böllum bæði innan héraðs og utan. Flosi spilaði á bassa og hljómborð og söng þegar við átti, en að mestu sáu Siggi frændi og Jonna systir um söng- inn. Flosi hafði óvenju næma tónheyrn og var fljótur að heyra ef eitthvað hljómaði ekki rétt. Hann keypti sér vandað píanó um það leyti sem hann veiktist og stytti það honum mjög stund- irnar síðustu árin. Hans mesta gæfa var að eign- ast góða konu og indæl börn og barnabörn. Helga stóð fast við hlið hans alla tíð og saman sköp- uðu þau gott heimili þar sem gaman var að koma. Hún barð- ist við hlið hans með kjark og ástríki að vopni allt þar til yfir lauk, og ávann sér virðingu og aðdáun þeirra er til þekktu. Við kveðjum Flosa með sökn- uði og óskum honum góðrar komu hinum megin. Við vitum að honum verður þar vel tekið. Fyrir hönd systkinanna frá Bökkum. Laufey Jörgensdóttir. Flosi Jörgensson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og tengdadóttur, AUÐAR PÉTURSDÓTTUR, Mýrarási 3, Reykjavík. Ríkharður Sverrisson, Pétur Kristmanns, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, Ríkharður B. Ríkharðsson, Margrét Ríkharðsdóttir, Guðlaugur Geir Kristmanns, Ríkharður Kristmanns, Margrét Á. Hallgrímsdóttir. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Lækjasmára 4, Kópavogi Halldór Ólafsson, Gyða Þórisdóttir, Inga Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Ásmundsson, Ómar Örn Ólafsson, Sigurbjörg Alda Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson,Sigríður Einarsdóttir, barnabörn og langömmubarn. ✝ Þökkum ykkur öllum sem sýnt hafa hlýhug og virðingu við andlát og útför FJÓLU ÞORSTEINSDÓTTUR frá Laufási, Vestmannaeyjum, áður til heimilis í Karfavogi 23. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Gísli Baldvin Björnsson, Lena Margrét Rist, Martha Clara Björnsson, Gunnar Már Hauksson, Ásta Kristín Björnsson, Sverrir Guðmundsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Kæra fjölskylda, vinir og ættingjar, hjartans þakkir fyrir samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÁSDÍSAR SIGFÚSDÓTTUR frá Vogum í Mývatnssveit, Hörðalandi 8. Sólveig Ólöf Jónsdóttir, Pétur R. Guðmundsson og fjölskylda. ✝ Þorbjörg Theo-dórsdóttir fæddist á Haf- ursstöðum í Öx- arfirði 13. júlí 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 13. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar voru Theodór Gunnlaugsson, bóndi og refaskytta frá Bjarmalandi, f. 27. mars 1901, d. 12. mars 1985 og Guð- rún Pálsdóttir frá Svínadal, f. 3. mars 1902, d. 19. júlí 1987. Hún var elst 5 systkina, en þau eru Guðmundur, f. 1. okt. 1927, d. 22. júlí 2012, Gunnlaugur, f. 1. des. 1929, Halldóra, f. 23. mars 1933, og Guðný Anna, f. 24. ágúst 1947. Þorbjörg gekk í hjónaband hinn 8. ágúst 1954 með Sigurði Gunnarssyni, þá- verandi bónda og veiðimanni í Arnanesi, f. 24. maí 1931, d. 2. mars 2008. Foreldrar hans voru Gunnar Jóhannsson bóndi í Arnanesi, f. 13. júní 1897, d. 23. nóv. 1987, c) Lárus Heiðar, f. 15. ágúst 1990. 3) Guðrún Ásta, f. 16. nóvember 1958, sambýlis- maður Stefán Rúnar Bjarnason, f. 23. des. 1954. Dóttir þeirra a) Rebekka Guðrún, f. 11. jan. 1984. Þorbjörg ólst upp við hliðina á Jökulsá á Fjöllum. Hún gekk í skóla í Lundi í Öxarfirði og var einn vetur í Húsmæðraskólanum á Laugum, 1947-8. Veturna 1948-1950 réði hún sig sem starfsstúlku á Bændaskólann á Hvanneyri. Eftir að hún gekk í hjónaband hafði hún nóg að sýsla við börn og bú, en á miðjum aldri hóf hún störf utan heimilis, m.a. við síldarsöltun og fiskvinnu og vann við það um árabil, eða þar til heilsan tók að bila. Hún starfaði lengi með Slysavarnafélagi kvenna á Húsavík. Þorbjörg var mikil áhugamanneskja um hannyrðir og prjónaði óteljandi flíkur gegnum árin. Hún var mikill náttúruunnandi og friðarsinni og vildi öllum hjálpa sem bágt áttu. Hún átti marga trygga vini sem héldu góðu sambandi við hana þó að stundum væri fjar- lægðin á milli þeirra meiri en hún hefði kosið. Útför Þorbjargar fer fram í dag, laugardaginn 18. ágúst 2012, frá Húsavíkurkirkju kl. 14. okt. 1978, og kona hans Sigurveig Björnsdóttir frá Lóni í Kelduhverfi, f. 8. júní 1908, d. 12. des. 1946. Börn Þorbjargar og Sig- urðar eru: 1) Sól- veig f. 4. janúar 1954, maki Þor- steinn Rúnar Ei- ríksson, f. 1. des. 1952. Börn þeirra a) Jóhanna Björg, f. 3. febr. 1978, maki Mohamed Raafat Oda, f. 1. maí 1972, börn þeirra Adam, f. 21. ágúst 2005, Sumaya Rós, f. 24. ágúst 2010, b) Sig- urður Birkir, f. 4. maí 1983 og c) Bergþór, f. 22. maí 1985, sam- býliskona Hildur Inga Þorsteins- dóttir, f. 21. maí 1981. 2) Theo- dór Gunnar, f. 23. nóv. 1956, maki Guðrún Lárusdóttir Blön- dal, f. 28. júlí 1956. Börn þeirra; a) Gunnlaugur Kristinn, f. 24. ágúst 1984, maki Masa Blöndal, f. 4. mars 1986, sonur þeirra Adrían Theodór, f. 1. ágúst 2012, b) Þorbjörg Liesel f. 30. Í dag er jarðsungin frá Húsa- víkurkirkju elskuleg tengdamóð- ir mín Þorbjörg Theodórsdóttir frá Bjarmalandi í Öxarfirði, oft- ast kölluð Obba í Hlíð. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hinn 13. ágúst, rúmum fjórum árum á eftir bónda sínum Sig- urði Gunnarssyni frá Arnanesi í Kelduhverfi sem lést á sama stað 2. mars 2008. „Í maí 1974 kom ég til ykkar fyrst með Sollu, þegar við vor- um á leið austur á Seyðisfjörð til að setjast þar að. Mér var strax tekið ákaflega vel og alúðlega, mér fannst ég vera einn af fjöl- skyldunni frá fyrsta degi. Ég vil þakka ykkur fyrir vináttu og velvild alla tíð, allar ferðirnar í Bjarmaland til silungsveiða og að fá að njóta hinnar miklu nátt- úru við Jökulsárgljúfur. Einnig í Arnanesi, til veiða með ykkur, í kindastússi, fuglaskoðun og við merkingar og að njóta þess frá- bæra útsýnis sem er frá sand- sléttunni við ós Jökulsár á Fjöll- um. Takk fyrir allar móttökurnar gegnum árin, er við komum í heimsókn með stækkandi barna- hóp, alla ást og umhyggju fyrir okkur, barnabörnum og barna- barnabörnum. Takk fyrir rjúp- urnar, gæsirnar, fiskinn, lamba- kjötið, fjallagrösin og berin. Takk fyrir sjóferðirnar á Sól- veigu ÞH 226, fyrir heimsókn- irnar á Seyðisfjörð, fyrir sam- verustundirnar þegar við bjuggum á Húsavík. Takk fyrir allt!“ Elsku Solla mín, Didda og Teddi, Gulli, Hilla og Guðný Anna. Innilegustu kveðjur og þakkir frá mér, börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum til ykkar og fjölskyldna. Rúnar Eiríksson Nú ert þú elskulega tengda- móðir mín fallin frá. Það eru lið- in 34 ár frá því að ég kom með syni þínum Theodóri í fyrstu heimsóknina til þín. Mér er það ofarlega í huga hvernig kvíða- hnúturinn í maganum magnaðist þegar þessi stóra stund nálg- aðist. En sá hnútur var fljótur að leysast upp þegar ég upplifði hlýjuna frá þér og fann að þú og Siggi tengdapabbi tókuð mér strax opnum örmum. Fyrstu árin kynntumst við vel þegar ég bjó þrjá sumarparta á heimili þínu á Húsavík. Á þeim tíma var lagður grunnur að okk- ar nánu tengslum sem síðan héldust alla tíð. Ég dáðist oft af því hvað þú varst einlæg, þol- inmóð og umhyggjusöm. Það er margs að minnast frá þessum fyrstu árum. Þær voru ógleym- anlegar ferðirnar sem við hjónin fórum með þér og tengdapabba í sveitirnar ykkar fallegu þar sem þið ólust upp. Að heyra ykkur segja frá hvernig lífi þið lifðuð á þeim tíma og fá að nokkru leyti taka þátt í því með því að renna fyrir silung, fylgjast með sela- og gæsaveiðum, njóta náttúr- unnar og fuglalífsins. Einnig er eftirminnileg brúð- kaupsferð okkar hjóna, sem var í formi tjaldferðalags. Það var ákveðið að þú og Siggi kæmuð með okkur í Forvöð þar sem við slógum upp tjöldum í þeirri him- nesku náttúrufegurð sem þar er. Þarna varst þú á heimaslóðum og fræddir okkur um hin ýmsu kennileiti. Ég man svo vel þegar við suðum okkur bjúgu og kart- öflur á prímusgasi og í minning- unni bragðaðist þessi máltíð sér- staklega vel. Á þeim mörgum árum sem við bjuggum í Svíþjóð voru heimsóknir ykkar Sigga ómet- anlegar fyrir okkar fjölskyldu. Þar áttum við margar ánægju- legar stundir saman bæði á hin- um ýmsu ferðalögum um landið og einnig heima við. Það sem einkenndi þig var hinn sterki vilji að geta hjálpað til og hafa eitthvað fyrir stafni. Ég man svo vel hversu notalegt það var að fá aðstoð þína við eldamennskuna og önnur heimilisstörf. Þar fékkst þú að gera hlutina á þinn hátt og okkur gekk alltaf vel að vinna saman. Hannyrðir voru stórt áhugamál og oft spurðir þú hvort við hefðum ekki einhverj- ar flíkur sem þyrfti að gera við. Einnig voru þær margar peys- urnar, sokkarnir, vettlingarnir og fleira sem þú prjónaðir og komst með færandi hendi. Já, það var alltaf tómlegt á heim- ilinu fyrstu dagana eftir heim- ferð ykkar. Ég hef alltaf verið mjög stolt af þér tengdamamma. Hvar sem við höfum verið saman á manna- mótum, hvort sem það var í verslun á Húsavík, meðal vina í Svíþjóð eða við önnur tilefni, þá hef ég alltaf dáðst að þeirri ekta hlýju og innileika sem þú sýndir í samskiptum við aðra. Elsku Obba, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt þig sem tengdamömmu. Minningin um þig mun lifa áfram. Skilaður kveðju til Sigga tengdapabba frá okkur. Þín tengdadóttir, Guðrún Lárusdóttir Blöndal. Þorbjörg Theodórsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.