Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 REMINGTON merkið sem fólkið treystir Tæki til hársnyrtingar fyrir alla Act Heildverslun - Dalvegi 16b - 201 kópavogur 577 2150 - avon@avon.is FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Elly slökkti á útvarpinu ef hún heyrði í sér og það var í raun bara eitt lag sem hún var alveg sátt við og sagði að hún hefði „jú, bara sungið nokkuð vel“, og það var Lítill fugl,“ segir Margrét Blöndal útvarpskona sem skrifar ævisögu Ellyjar Vil- hjálms. Bókarinnar er að vænta í október en Sena gefur hana út. Elly er ein dáðasta söngkona Íslands fyrr og síðar og lögin hennar virðast allt- af eiga sitt pláss í hjarta fólks. Elly lést aðeins 59 ára að aldri úr krabba- meini. Auk þess sem farið er yfir söng- feril Ellyjar er sagt frá sérstökum persónuleika Ellyjar. Bæði var hún mjög vandvirk, samviskusöm og vönduð kona sem hélt einkalífi sínu fyrir sig og veitti til að mynda fá við- töl um ævina og ekki var því hlaupið að því fyrir Margréti að finna heim- ildir. En þá var Elly líka hvatvís og uppátækjasöm og stundum hálf- gerður hrekkjalómur að sögn Mar- grétar. „Ég brá á það ráð að tala við margt fólk sem þekkti Elly til að fá sem gleggsta mynd af persónuleika hennar, fjölskyldu og meðal annarra bestu vinkonu hennar. Þegar fólk lýsir henni notar það sterk áherslu- orð. Hún þótti bæði „einstaklega fal- leg“, eldaði „óvenjugóðan mat“, „of- boðslega dugleg og samviskusöm“. Svo er virkilega gaman að heyra sögurnar af uppátækjasemi hennar. Í ferð sem hún fór til Taívans með Svavari Gests, eiginmanni sínum, varaði fararstjórinn ferðalanga sér- staklega við því að heimsækja svo- kallað „snákahverfi“ borgarinnar. Þessar viðvaranir gerðu ekkert nema kveikja áhugann hjá Elly og svo fór að hún heimsótti hverfið og gerði sér lítið fyrir og drakk snáka- blóð. Þá var hún veðurglögg, ein- staklega fiskin í veiðitúrum og má segja að hún hafi verið hálfgöldrótt.“ Elly átti þrjá eiginmenn um æv- ina. Fyrsta eiginmanni gafst hún kornung en þegar hún giftist þriðja Gat ekki hlustað á eigin söng Einstök Söngkonan Elly Vilhjálms var einstakur persónuleiki, vönduð, vandvirk og uppátækjasöm í senn, að sögn Margrétar Blöndal. eiginmanni sínum, Svavari Gests, lenti hún á milli tannanna á fólki og sögur sem urðu til um hana tók hún afar nærri sér að sögn Margrétar. „Sögurnar sem gengu um hana voru svakalegar. Hún var innan við þrí- tugt þegar hún átti tvö börn og tvö brotin hjónabönd að baki. Tíðarand- inn tók á því að hún var sögð vera djammandi og í partístandi enda- laust. Þessar sögur finnast manni ósanngjarnar því sannleikurinn var annar.“ Þegar Elly tó saman við Svavar var hann giftur og ástarsam- band þeirra kom fólki líka til að tala enn meira. „Mér er farið að þykja ákaflega vænt um Elly og auðvitað er þetta vandmeðfarið verk. Ég þekkti hana ekki umfram þá ímynd sem maður hefur af henni sem söngkonu áður en ég lagði í verkið og hef náð að kynnast hennar fjölbreyttu hliðum sem ég hlakka til að kynna fólki,“ segir Margrét.  Ævisaga einnar dáðustu söngkonu Íslands, Ellyjar Vilhjálms, kemur út í haust  Elly var sérstakur karakter sem tók sögur um einkalíf sitt nærri sér Höfundurinn Margrét Blöndal er höfundur ævisögu Ellyjar Vilhjálms en Sena gefur bókina út. Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í dag og stendur hún til 1. september. Hátíðin hefst með upphitun og æf- ingu kl. 18 í Kex Hosteli við Skúlagötu fyrir skrúðgöngu sem haldið verður í þaðan að Hörpu um kl. 19. Öllum hljóðfæraleik- urum er frjálst að taka þátt í henni og mynda „Stærstusveit Reykjavíkur“, eins og segir á vef hátíðarinnar. Kl. 20 verður hátíðin svo form- lega sett í Hörpu með tónlist- arflutningi og ávörpum. Ten- órarnir þrír, þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Gunnar Guðbjörns- son og Snorri Wium, munu syngja Hamraborgina og að því loknu leikur tríó skipað Hilmari Jens- syni, Skúla Sverrissyni og Jim Black. Þá syngur Deborah Davis nokkur lög en hún heldur tónleika í Kaldalóni í Hörpu, mánudags- kvöldið 20. ágúst kl. 20, ásamt hljómsveit Jazzhátíðar Reykjavík- ur og bera tónleikarnir yfirskrift- ina Diplómatajazz. Fyrr um kvöldið, kl. 19, verður boðið upp á ördagskrár ungra og upprennandi djassleikara, eins og það er orðað á vef hátíðarinnar, í Múlanum í Norræna húsinu og er yfirskrift þess viðburðar Horft til framtíðar. Dagskrá hátíðarinnar má finna á reykjavikjazz.is. Á hátíð Deborah Davis syngur við setningu Jazzhátíðar Reykjavíkur. Skrúðganga og setning Jazzhátíð- ar í Hörpu í kvöld Indverski listmálarinn Banipro- sonno opnar sýningu á málverkum og teikningum í Reykjavík Art Gall- erí í dag kl. 16 og er hún hluti af Menningarnótt. Tilefni sýningarinn- ar er ást hans á Íslandi og jafnframt stórafmæli en Baniprosonno er átt- ræður. Hann er engu að síður síung- ur, eins og segir í tilkynningu, hefur komið nokkrum sinnum til Íslands til að vinna að list sinni og hann og eig- inkona hans, Putul, hafa haldið fjöl- margar listasmiðjur fyrir börn hér á landi og erlendis. Sýningin verður opin alla daga til 2. september. Málverk Baniprosonno Kæti Baniprosonno og Putul með kátum krökkum í listasmiðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.