Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Svona eru fantasíur íslenskra… 2. Jóhannes Jónsson leigir hús… 3. Pussy Riot sakfelldar 4. Vandræðalegasta augnablikið…  Tropicalia, hljómsveit söngkon- unnar Kristínar Bergsdóttur, leikur brasilíska tónlist í dag kl. 15 á veit- ingastaðnum Munnhörpunni í Hörpu. Auk Kristínar skipa hljómsveitina Ómar Guðjónsson á gítar, Arnljótur Sigurðsson á bassa, Samúel J. Sam- úelsson á básúnu og slagverk og Matthías Hemstock á trommur. Brasilísk tónlist á Munnhörpunni  Söngkonan Andrea Gylfadótt- ir fagnar fimmt- ugsafmæli sínu með tónleikum í Eldborg 15. sept- ember nk. Á þeim koma m.a. fram hljómsveitirnar Grafík og Tod- mobile. Á afmælisdegi Andreu, 13. september, gefur Sena út plötu helg- aða Andreu en á henni verður að finna þverskurð af ferli hennar, lög sem spanna tímabilið 1987 til 2012. Fimmtugsafmælis- tónleikar og plata  Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson heldur uppi diskóstuði á Dönskum dögum í íþróttahúsinu á Stykkishólmi í kvöld, að lokinni flug- eldasýningu, og hefst ballið upp úr miðnætti. Hátíðin Danskir dagar hófst í gær og var m.a. blásið til kraftakeppni, leitað að sterkasta Hólm- aranum og boðið upp á brekku- söng um kvöldið. Diskóstuð með Palla á Dönskum dögum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 og dálítil væta A-til, en annars bjart með köflum. Hvessir með rigningu SA-lands seint í kvöld. Hiti 10-20 stig að deginum, hlýjast SV-lands. Á sunnudag og mánudag Austan 8-15 m/s, hvassast syðst. Dálítil rigning eða súld S- og A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast V-lands. Á þriðjudag Austlæg átt og rigning í flestum landshlutum, einkum þó SA-til. Áfram fremur hlýtt. Áhugamenn um ensku knattspyrn- una iða í skinninu því í dag verður flautað til leiks í ensku úrvalsdeild- inni og eins og jafnan áður ríkir mikil spenna. Tekst Manchester City að verja titilinn? Hvað gerir Van Persie hjá United? Slær Gylfi í gegn með Tottenham og tekst Liv- erpool að blanda sér í toppbarátt- una? »4 Flautað til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag Þór komst í gærkvöldi á toppinn í 1. deild karla með dramatískum sigri gegn BÍ/ Bolungarvík, 3:2, en tvö mörk voru skoruð á síð- ustu mínútum leiksins. Eftir leik sauð allt upp úr og fengu tveir leikmenn úr hvoru liði rautt spjald. ÍR-ingar eru í vondum málum en þeir eru komnir á botn deildarinnar eftir fimmta tapið í röð. » 2 Þórsarar skutu sér á toppinn Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik verður í eldlínunni í Slóvakíu í dag þegar það mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Tómas Holton, að- stoðarþjálfari landsliðs- ins, sagði við Morg- unblaðið að Ísland ætti mesta möguleika á útisigri í keppninni gegn Slóvök- um. »3 Mæta Slóvökum ytra í undankeppni EM Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Gleðin var allsráðandi á sumarhátíð frístundaklúbbsins Garðs sem fram fór í gær. Þar komu saman 6-9 ára krakkar úr frístundaheimilinu Gulu- hlíð, 10-12 ára krakkar úr frí- stundaklúbbnum Garði og loks 13- 16 ára krakkar úr félagsmiðstöðinni Öskju. Auk þess tók frístunda- klúbburinn Hofið þátt í hátíðinni, en samtals mættu um 150 gestir. „Flestir krakk- anna eru búnir að vera á sumar- námskeiðum hjá okkur en við buðum líka þeim börnum sem hafa verið yf- ir vetrartímann að koma og vera með okkur,“ segir Anna Helga Benediktsdóttir, verkefnastjóri í frí- stundaklúbbnum Garði. „Við kenn- um hátíðina yfirleitt við götuna og köllum þetta sumarhátíð Vestur- hlíðar,“ segir Anna Helga en Garður stendur við Vesturhlíð 3. Alla jafna þjónustar Garður fötluð börn úr Klettaskóla, en hefur í sumar staðið fyrir námskeiðum. „Krakkarnir hafa í sumar verið á leikjanámskeiðum hjá okkur sem hafa gengið mjög vel og sumarið hef- ur í heild verið mjög skemmtilegt,“ segir Anna Helga. Hún segir starfið mjög ánægjulegt, hvort sem er að vetri eða sumri. „Hér er gott and- rúmsloft og mikil gleði, enda skemmtilegt að fá að umgangast krakkana,“ segir hún. Að sögn Önnu Helgu eiga börn- in við ýmiss konar fötlun að etja. „Þau eiga við mjög misjafna fötlun að stríða, mörg þeirra eru einhverf, önnur með þroskahömlun og sum fjöl- fötluð. Hér finna allir sér stað og við höfum náð að skapa að- stæður þar sem öllum líður vel,“ seg- ir Anna Helga. Hún segir það að miklu leyti byggjast á góðum hópi starfsfólks. „Við höfum verið ofsa- lega heppin með starfsfólk, þeir sem hér vinna eru einfaldlega alveg brilljant.“ Á hátíðinni skemmti hljómsveitin Úlfur Úlfur við mikinn fögnuð og voru nokkrir gestir boðnir upp á svið þar sem þeir tóku lagið með þeim fé- lögum Arnari Frey og Helga, röpp- urum hljómsveitarinnar. Þeir hafa starfað á leikjanámskeiðum í sumar, Arnar Freyr á Hofi en Helgi í Garði. Leikhópurinn Lotta kom einnig og skemmti gestum og sló þannig loka- tóninn í gott sumar hjá frístunda- heimilunum. Sumar kvatt með pomp og prakt  150 gestir á sumarhátíð Vesturhlíðar Morgunblaðið/Styrmir Kári Málaði drauminn Hljómsveitin Úlfur Úlfur skemmti á sumarhátíð Vesturhlíðar sem fram fór í gær. Þeir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur tóku lagið með upprennandi rappstjörnunni Helenu. Magnús Aron Ceesay var á með- al gesta sumarhátíðarinnar og skartaði glæsilegri and- litsmálningu í tilefni dags- ins. Hann er 10 ára, að verða 11. „Ég er búinn að vera á námskeiði í Garði í sumar og það er rosalega skemmtilegt,“ segir Magnús Aron. Spurð- ur hvað hann hafi aðallega haft fyrir stafni segir hann það mestmegnis tvennt. „Ég er búinn að borða pyls- ur og leika mér,“ segir Magnús Ar- on. „Í dag er ég samt búinn að vera að undirbúa sumarhátíðina,“ segir þessi hressi kappi. Að hans sögn er Úlfur Úlfur uppáhalds- hljómsveitin en hann ætlar þó ekki að leggja rappið fyrir sig. „Þegar ég verð stór ætla ég að verða slökkviliðsmaður,“ segir Magnús Aron. Grillar pylsur og leikur sér MAGNÚS ARON CEESAY EYÐIR SUMRINU SKYNSAMLEGA Magnús A. Ceesay Anna Helga Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.