Morgunblaðið - 20.08.2012, Side 19

Morgunblaðið - 20.08.2012, Side 19
sannarlega skarð fyrir skildi við brotthvarf Hjördísar. Hennar verður ekki aðeins sárt saknað af eiginmanni, börnum, tengda- börnum, barnabörnum, aldraðri móður og systrum. Við öll, end- urhæfingarfólk, sem höfum unnið með henni á Reykjalundi og víðar, að málefnum endur- hæfingar, söknum vinar í stað og þökkum Hjördísi gefandi samfylgd. Fyrir hönd íslenskra endurhæfingarlækna, Gísli Einarsson. Hjördís hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Í hátt á fjórða ára- tug höfum við verið samferða á lífsgöngunni, átta drengir sem bundust vináttuböndum í menntaskóla og makar þeirra eftir því sem þeir bættust í hóp- inn. Hjördís kom í hópinn 1975 þegar þau Kristján hófu sam- búð. Þótt við værum dreifð um Norðurlöndin í háskólanámi héldust tengslin. Öll snerum við heim til Íslands um síðir, vin- áttuböndin styrktust og sam- skiptin uxu með árunum. Aldrei bar skugga á vináttu og sam- skipti í þessum hópi sextán karla og kvenna. Samskiptin voru oft mikil og náin, í ferða- lögum innan lands sem utan, gönguferðum, skoðunarferðum, gróðursetningarferðum, veiði- ferðum og í matar- og kaffiboð- um þar sem við nutum iðulega gestrisni þeirra Kristjáns. Stundum vorum við öll saman, stundum bara hluti okkar eins og gengur. Sérstaklega er minnisstæð ágæt ferð hópsins til Rómar- borgar vorið 2005 sem Hjördís og Kristján skipulögðu. Hjördís var lítillát, hlý og glaðlynd manneskja sem hafði einkar góða návist. Hún tók virkan þátt í öllum umræðum, var réttsýn og hafði sterkar skoðanir sem hún tjáði á sinn hógværa hátt. Þótt Hjördís sé nú fallin frá langt um aldur fram mun minningin um þessa góðu vinkonu fylgja okkur út lífið. Við sendum Kristjáni, börn- um þeirra og tengdabörnum, barnabörnum, móður hennar og öðrum ættingjum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. vinahóps úr MR 1971 og maka. Ólafur, Þorbergur og Gylfi. Sá sem deyr heldur áfram í öllum sem þekktu hann Hvað skyldu margir þurfa að deyja til að ljúka ævi eins manns? Eftir að hann deyr tekur hann á sig nýjar víddir framkallast jafnvel líkt og filma sem gleymdist og kemur óvænt í leitirnar og birtir glænæýjar myndir Sjálfur kann hann að vera á ferðalagi fisléttur í háloftum yfir endalausu úthafi á leið til vetrarstöðvanna Í hugskoti geymir hann sumarið liti angan atvik okkur (Pétur Gunnarsson.) Það er auðvelt að kalla fram minningu um Hjördísi í ferðum okkar. Brosandi. Gengur eftir fjárgötum, prílar gegnum urð, yfir fjörusteina. Sterk, kát og forvitin um allt. Með saknaðarkveðju. F.h. Gönguhópsins, Sigurlaug og Ragna. Kveðja frá SÍBS Hjördís Jónsdóttir endurhæf- ingarlæknir réðist til starfa á Reykjalundi, endurhæfingar- stöð SÍBS á miðju ári 1986. Fyrstu árin starfaði hún sem sérfræðingur á taugasviði en 1. mars 1999 var hún ráðin lækn- ingaforstjóri stofnunarinnar. Því starfi gegndi hún til dauða- dags af fagmennsku og vand- virkni á tímum mikilla breyt- inga í starfsemi Reykjalundar. Hún vann því á Reykjalundi í rúmlega 26 ár og sat í fram- kvæmdastjórn helming þess tíma. SÍBS vill að leiðarlokum þakka henni farsæl störf í þágu Reykjalundar og vottar eigin- manni og fjölskyldu hennar sína dýpstu samúð. F.h. stjórnar og starfsfólks SÍBS, Dagný Erna Lárusdóttir. Nú þegar við kveðjum sam- starfsmann okkar Hjördísi Huldu Jónsdóttur, lækningafor- stjóra og faglegan fram- kvæmdastjóra Reykjalundar, viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Hjördís starfaði á Reykja- lundi í aldarfjórðung, eða frá því að hún lauk sérnámi í Svíþjóð. Þar hafði hún lagt sérstaka áherslu á endurhæfingu fólks með fötlun eftir slys eða sjúk- dóma frá miðtaugakerfi. Á Reykjalundi fékk hún það verkefni að setja á fót og stýra endurhæfingu fólks með tauga- sjúkdóma. Hún sinnti því hlut- verki af natni og alúð svo sem henni var lagið og byggði upp gott teymi starfsmanna og far- sæla starfsemi. Þegar Haukur Þórðarson lét af störfum sem yfirlæknir Reykjalundar gaf hún kost á sér til starfsins og gegndi því í nær- fellt 13 ár eða þar til hún veikt- ist fyrir tæpu ári. Ljúfmennska og virðing fyrir fólki og skoðunum þess ein- kenndi störf Hjördísar bæði sem læknir og sem stjórnandi. Hún var lipur í samskiptum og leitaði samstöðu og sátta í öllum málum, en næmur skilningur hennar á manneskjum og fjöl- breytileika þeirra, var ómetan- legur eiginleiki í starfi læknis og stjórnanda. Í störfum sínum missti hún aldrei sjónar á mikilvægi og tengslum endurhæfingar við aðra þætti heilbrigðisþjónust- unnar. Hún átti sér þá hugsjón að efla endurhæfingu í landinu og helst að sameina krafta þeirra sem að henni vinna. Hún sá þörfina í samfélaginu fyrir þróun endurhæfingarinnar á Reykjalundi í takt við breytta tíma og vann að innleiðingu nýrra verkefna og úrræða. Á starfstíma Hjördísar óx og dafnaði starfsemin á Reykja- lundi og tekin voru mikilvæg skref í átt til opnari starfsemi, með dagdeildar- og göngudeild- arstarfsemi til að mæta betur þörfum samfélagsins fyrir end- urhæfingu. Hún vann að innleið- ingu nýrra verkefna og úrræða. Má þar nefna starfsendurhæf- ingu, endurhæfingu vegna lífs- stílssjúkdóma, krabbameins- endurhæfingu og fleira mætti nefna. En Hjördís var ekki einungis góður fagmaður og stjórnandi. Hún var góður félagi okkar samstarfsmannanna. Þar nutum við líka félagsskapar Kristjáns, eiginmanns hennar. Þau voru ófá skiptin sem við vorum boðin á heimili þeirra til skrafs og skemmtunar. Þau voru einnig frábærir ferðafélagar, bæði inn- an lands sem utan. Öllum fannst gott að vera í félagsskap þeirra. Fyrir þau góðu kynni og góða samstarf sem við áttum við Hjördísi viljum við þakka við ótímabær leiðarlok hennar. Við sendum fjölskyldu henn- ar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Hennar verður sárt saknað. Fyrir hönd lækna á Reykja- lundi. Ludvig Guðmundsson. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN SIGURÐSSON, Ægisgötu 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 14. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND-félagið. Matthildur Sigurjónsdóttir, Elfa Björk Jóhannsdóttir, Sólveig Anna Jóhannsdóttir, Sighvatur Daníel Sighvatz, Svala Jóhannsdóttir, Birgir Örn Sveinsson, Harpa Jóhannsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Vigdís Pét- ursdóttir fæddist í Tungukoti á Vatnsnesi 6. des- ember 1928. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þann 9. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Pétur Theodór Jónsson, f. 6. mars 1892, d. 21. sept- ember 1941 bóndi í Tungukoti og kona hans Kristín Jóns- dóttir, f. 12. júlí 1891, d. 31. júlí 1961. Systkini sem eru lát- in: Jón Kristinn, f. 1918, d. 1978, Magnús, f. 1919, d. 1955, Sigurður Marjón, f. 1921, d. 1960, Margrét f. 1923, d. 2012, Örn, f. 2. febrúar 1983, sam- býliskona hans er Dana Rún Heimisdóttir, f. 10. maí 1986; c) Björn Þór, f. 15. janúar 1986. 2) Pétur Theodór, f. 24. mars 1960, d. 22. júní 1980. Vigdís vann margs konar störf, sem unglingur í kaupa- vinnu eins og algengt var til sveita. Hún flutti til Reykjavík- ur 1944 og var í vist hjá Ólínu Sigvaldadóttur í nokkur ár þar sem hún sá um heimilið, starf- aði hjá Skógerð Sigmars Guð- mundssonar en lengst af á saumastofum. Hún var heima- vinnandi húsmóðir jafnframt því að hún starfaði heima við að sauma ýmiss konar vörur. Þegar börnin uxu úr grasi vann hún utan heimilis lengst af á saumastofum. Síðustu starfsár sín vann hún hjá efna- gerðinni Mjöll. Útför Vigdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 20. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Sigríður Helga, f. 1925, d. 1971, Hrefna, f. 1926, d. 1982 og Haukur, f. 1927, d. 1999. Eft- irlifandi systir er Ingibjörg, f. 1934. Þann 25. desem- ber 1955 giftist Vigdís Jóni Guð- mundssyni pípu- lagningarmanni, f. 8. mars 1926 en hann lést 2. desember 2008. Börn Vigdísar og Jóns: 1) Kristín, f. 22. mars 1955, gift Sveinbirni F. Strandberg, f. 13. desember 1954. Synir þeirra eru: a) Pétur Ingi, f. 6. maí 1980, sambýliskona hans er Kristín Elísabet Alansdóttir, f. 10. október 1987; b) Jóhann Kær tengdamóðir mín er fall- in frá eftir mjög stutta sjúk- dómslegu. Dauðinn kemur ávallt óvænt og ástvinir óviðbúnir komu hans. Kynni okkar hófust fyrir rúmum þrjátíu árum, þá strax tók hún mér opnum örm- um og bauð mig velkominn á heimili sitt. Gestrisni hennar vakti strax athygli mína og hve hreinskilin í samskiptum og um- hyggjusöm hún var gagnvart öðru fólki. Heimili hennar var hlýlegt og notalegt, þangað var gott að koma. Þegar barnabörnin komu var hún alltaf reiðubúin til að passa, framkoma hennar og gjafmildi varð til þess að þau sóttust strax eftir félagsskap við hana. Tengdaforeldrar mínir höfðu bæði mikinn áhuga á íslenskri náttúru og yndi af því að ferðast innanlands, umræður um staði eins og Þingvöll eða Ásbyrgi höfðu veruleg áhrif á barnabörn- in sem hlustuðu og reyndu að ímynda sér og skilja. Í júní 1980 lést sonur hennar, Pétur Theodór af slysförum. Það er alltaf harmafregn þegar slíkar fréttir berast, sár mynd- ast sem ekki gróa. Við þann harm og erfiðleika reyndi fjöl- skyldan öll að takast á við af yf- irvegun en samt var það svo að alltaf var mjög erfitt og við- kvæmt að ræða þetta mál. Eig- inmann sinn missti hún fyrir tæpum fjórum árum. Það var eftirminnileg lífsreynsla að fylgjast þá með Dísu tengda- móður minni við umönnun á eig- inmanni sínum í fallegu íbúðinni þeirra við Sléttuveg 19 síðustu ár hans. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að láta honum líða sem best þrátt fyrir að ganga ekki sjálf heil til skóg- ar. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakka henni fyrir hversu þolinmóð og hjálp- söm hún var. Hún var góð fyr- irmynd sem skilur eftir sig elskulegar minningar. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljóm- ar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Far í friði kæra tengda- mamma, ég veit að eiginmaður þinn og sonur hafa tekið vel á móti þér. Þinn tengdasonur, Sveinbjörn Strandberg. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði en minnist jafn- framt allra góðu stundanna sem við áttum saman. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar afa og þú sást til þess að maður færi alltaf saddur heim eftir að hafa borðað yfir sig af nýbökuðum kökum og kræsing- um. Ég minnist þess sérstaklega hversu skemmtilegt það var að koma hjólandi til ykkar afa í Hraunbæinn þegar ég var 6 ára gamall og að fara með ykkur i sumarbústað í Úthlíð þar sem við skoðuðum meðal annars Gullfoss, Geysi og fleiri fallega staði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíl í friði, Jóhann Örn Sveinbjörnsson. Nú þegar elsku amma mín, Vigdís Pétursdóttir, hefur kvatt þennan heim hef ég hugsað mik- ið um hana og allt það sem hún hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Ég á margar frábærar minningar um tíma okkar sam- an. Það var alltaf gott að vera hjá henni og afa í pössun í Hraunbænum. Hún tók alltaf vel á móti gestum og sá til þess að enginn fór svangur. Að elda góð- an mat kunni hún mjög vel, ég man eftir því að fjölskyldan fór oft í mat til þeirra hjóna í Hraunbæinn þar sem oft var læri á boðstólum sem hún eldaði listavel með brúnuðum kart- öflum og sósu. Við eyddum ávallt aðfangadagskvöldi hjá ömmu Dísu og afa Jóni og áttum við góðar stundir saman. Amma Dísa hugsaði vel um alla sem í kringum hana voru, hún var afa mikil stoð í hans veikindum og gerði allt sem hún gat fyrir hann. Hún var örlát kona, hún passaði uppá að ekk- ert vantaði og þegar ég eitt sinn skrapp til útlanda gaf hún mér smá aur eins og hún kallaði það til að versla sér fyrir í ferðinni. Það verður ekki annað sagt en að hún hafi séð um sína. Nú kveð ég þig með söknuði, hvíldu í friði elsku amma, Björn Þór Sveinbjörnsson. Ég minnist ömmu minnar með söknuði og þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Allt frá því ég man eftir mér hefur hún verið mikilvægur hluti af mínu lífi og nú þegar hún er fallin frá koma upp í hugann hlýjar minningar um hana og okkar samverustundir. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa, þau tóku alltaf vel á móti sínu fólki. Amma var gestrisin og bauð gestum sínum gjarnan upp á miklar kræsingar, jafnvel þegar henni fannst hún ekki eiga neitt með kaffinu. Einnig voru sunnudagssteikin hennar og jólamaturinn í algjöru uppáhaldi. Sem barn varði ég miklum tíma í pössun hjá ömmu Dísu í Hraunbænum auk þess að hjóla oft til hennar þegar ég varð ör- lítið eldri. Þar leið mér alltaf vel enda var hún hlý og umhyggju- söm, hún setti það alltaf í for- gang að hennar nánustu liði sem best. Þessir sömu eiginleikar hennar komu vel í ljós þegar hún stóð með afa í gegnum veik- indi hans, þar mæddi mikið á henni og gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að gera baráttuna bærilegri fyrir hann. Hin síðari ár höfum við bræð- urnir litið reglulega við hjá ömmu sem tók alltaf glaðbeitt á móti okkur með bros á vör. Þessar stundir þykir mér vænt um og það er mikill söknuður af því að geta ekki lengur litið við hjá ömmu á Sléttuveginn. Elsku amma, ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman og geymi fallegar minn- ingar um þig í hjarta mínu um ókomna tíð. Hvíldu í friði, Pétur Ingi. Móðursystir okkar Vigdís Pétursdóttir lést þann 9. ágúst síðastliðinn, 83 ára að aldri. Dísa frænka var næst yngst af níu börnum hjónanna Péturs Theo- dórs Jónssonar og Kristínar Jónsdóttur. Yngst er móðir okk- ar Ingibjörg sem er nú ein eftir af systkinahópnum. Pétur var fæddur á Stöpum á Vatnsnesi en Kristín var frá Seljatungu, Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Hún fór í vinnumennsku að Stöpum og kynntist þar tilvon- andi eiginmanni sínum. Þau reistu sér heimili í Tungukoti í Hlíðardal og elsta barnið fædd- ist árið 1918 en það yngsta árið 1934. Pétur, eða Dóri eins og hann var jafnan kallaður, lést um aldur fram árið 1941. Eldri börnin voru þá þegar farin að heiman eða voru í vinnu annars staðar en þau yngri í heima- húsum. Dísa fór í vist til Reykjavíkur þar sem hún annaðist börn fyrir Ólínu Sigvaldadóttur og Gísla Gíslason. Hún var um árabil hjá þeim hjónum, í fyrstu í vinnu hjá þeim og síðar sem leigjandi. Dísa giftist Jóni Guðmundssyni, Jonna, árið 1955 en þau þekkt- ust allt frá barnæsku þegar hann var í sveit hjá Sigríði föð- ursystur Dísu sem bjó á Tjörn á Vatnsnesi. Sagan segir að hann hafi þá þegar sagt að Dísa væri fallegasta stelpan á Vatnsnesinu og engin furða að Vatnsnesið væri honum alla tíð hjartfólgið. Dísa og Jonni bjuggu um hríð hjá foreldrum Jonna á Nönnu- götu. Jonni var pípulagningar- maður en Dísa sá um heimilið af einstökum myndarbrag og minnumst við glæsilegra kaffi- boða. Hún lét ekki undan elli- kerlingu heldur bakaði fyrir hver jól eins og venja var þó lík- aminn væri vissulega farinn að gefa sig. Dísa var mjög handlagin og vann um tíma við að sauma húf- ur og púða úr lambsskinni sem þá voru í tísku. Hún var smekk- leg, var alltaf fallega klædd og áhugasöm um fatnað. Oft var farið á Nönnugötuna með okkur systur þar sem Dísa og mamma saumuðu skokka og kjóla á með- an við áttum skemmtilegar stundir úti í garði. Stutt var að fara í Hljómskálagarðinn eða á leikvöllinn á Freyjugötunni og eru minningarnar ljúfar frá þessum tíma. Seinna byggðu þau hjón sér fallegt raðhús í Hraunbænum. Dísa og Jonni eignuðust tvö börn; Kristínu sem fæddist árið 1955 og Pétur Theodór fæddan árið 1960. Kristín er gift Sveinbirni Strandberg og eiga þau þrjá syni. Pétur Theodór lést af slys- förum árið 1980, aðeins tvítugur að aldri og var dauði hans mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Erf- iðast hafa foreldrarnir átt þó þau töluðu ekki mikið um það, slíkt var ekki þeirra venja. Það var alltaf gott að koma til Dísu og Jonna og minnumst við systur þeirra með hlýju og virð- ingu. Sú elsta okkar á góðar minningar frá heimsóknum í Hraunbæinn til Kristínar og fjölskyldunnar. Yngri systurnar minnast skemmtilegra ferðalaga um landið með Dísu, Jonna og Pétri þar sem Dísa brá ekki út af vananum heldur var búin að baka kaffibrauð af ýmsum toga fyrir ferðirnar og Jonni hló sín- um bjarta hlátri, alltaf léttur og ljúfur. Haf þökk fyrir allt elsku Dísa, við komum í kaffi síðar. Kristínu, Sveinbirni, sonum og tengdadætrum sendum við okkar hlýjustu kveðjur. Guðbjörg, Kristín og Ástrós. Vigdís Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.