Morgunblaðið - 25.08.2012, Page 6

Morgunblaðið - 25.08.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is „Í hvert skipti sem það blasti við að alþjóðlegt reglu- eða stofnanaverk sem hafði það hlutverk að stuðla að sáttum var við það að fara út um þúf- ur þá spornuðu Bandaríkin við því með efnahagsaðgerðum og þess vegna, eins og ég nefndi áðan, þurf- um við ekki að endurskrifa sögu þorskastríðanna í ljósi þess að við höfum aðgang að nýjum gögnum, við þurfum hinsvegar að leiðrétta sögu þorskastríðanna, við þurfum að bæta þar við nýjum leikara og við þurfum að velta fyrir okkur hlutverki þessa nýja leikara því það sem er athygl- isvert við þennan nýja leikara er að hann fór hvorki með veiðibáta né herskip inn í íslensku landhelgina,“ sagði Ingo Heidbrink, prófessor við Old Dominion-háskóla í Norfolk í Bandaríkjunum, á fyrirlestri sínum í Háskóla Íslands í gær um endur- skoðun þorskastríðanna í ljósi nýrra heimilda úr skjalasafni NATO. NATO skipti sér ekki af Þá kom fram í fyrirlestrinum að Ingo hefði í rannsóknum sínum ekki rekist á neinar heimildir sem bentu til þess að Atlantshafsbandalagið hefði haft afskipti af þorskastríðun- um. „Miðað við það sem ég hef hing- að til séð í NATO-gögnunum er ekki mikið í þeim sem veitir okkur nýja sýn á þetta,“ sagði Ingo á fundinum. Að sögn hans nýttu Bandaríkin sér ekki vettvang NATO í þorska- stríðunum heldur hafi þau þess í stað með beinum hætti rætt við íslensk stjórnvöld um tolla, viðskipti og út- flutning frá Íslandi til Bandaríkj- anna. „Bandaríkin voru að reyna að veita Íslandi betri viðskiptaskilyrði varðandi útflutning á sjávarafurðum til Bandaríkjanna í von um að slíkt myndi verða Íslendingum hvatning til þess að halda áfram veru sinni í NATO,“ sagði Ingo og bætti við hann hefði velt því fyrir sér af hverju Bandaríkin eyddu svona miklu púðri í þorskastríðin en ekki NATO í heild sinni. Sjálfum finnst honum svarið við þeirri spurningu vera augljóst, þ.e. að Bandaríkin hafi verið eina NATO- ríkið sem þurfti á Íslandi að halda enda hafi ekki verið nein þörf fyrir NATO-ríki á meginlandi Evrópu til þess að horfa til hernaðarlegrar mik- ilvægrar legu Íslands. „Ég hef það á tilfinningunni ástandið hafi allt einkennst af til- raunum bandarískra stjórnvalda til þess að halda ástandinu eins rólegu og mögulegt var án þess að gera það að umræðuefni á NATO-fundum,“ sagði Ingo. Bandaríkin voru í stóru hlut- verki í þorskastríðunum Morgunblaðið/Kristinn Endurmat þorskastríðanna Fundargestir í Odda fylgjast með fyrirlestri Ingo Heidbrinks.  Segir Bandaríkin hafa verið eina NATO-ríkið sem þurfti á Íslandi að halda „Þetta er hækk- un sem kom til í vor. Það hefur alltaf verið eftir- spurn eftir lýsi og það er ástæð- an fyrir því að við höfum ákveð- ið að borga meira fyrir kílóið á lifrinni. Það er ekki verið að veiða minna af fiski, það er bara einfaldlega verið að framleiða meira af lýsi,“ segir Sigurður Garð- arsson, verkstjóri hjá Lýsi, en kílóið á lifrinni hefur hækkað úr 50 krónum í 70 krónur. Lýsi tekur á móti lifur úr þorski, ufsa og ýsu og getur hver sem er selt þeim vöruna. „Nú er búið að skylda sjómenn til að hirða lifrina svo við fáum mikið frá þeim. Við kaupum alla fisklifur, óháð því hver það er sem veiðir fiskinn. Bátar eru orðnir það stutt úti frá því sem var að það er sáralítil hætta á því að við fáum lifrina skemmda,“ segir hann. „Verðið á lýsinu sjálfu mun ekki hækka þó svo verðið á lifrinni hækki. Það fylgir bara þessu al- menna verðlagi. Þetta er svona frekar til að mæta erlendri eftir- spurn,“ segir Sigurður en hann seg- ir erlenda eftirspurn eftir lýsinu vera talsverða. „Hún jókst mikið eftir hrunið, hvernig sem stóð á því. Það hafa verið einhverjar sveiflur síðan en engu að síður hefur eftirspurnin að utan verið mjög góð. Við erum líka alltaf að fá ókeypis auglýsingu út á Omega-3, það þykir svo hollt,“ seg- ir hann að lokum. davidmar@mbl.is Kílóið á þorsklifur hækkar úr 50 krón- um í 70 krónur Lifur Múkkinn fúls- ar ekki við lifrinni. „Við lýsum yfir mikill ánægju með þessa þróun. Færanlegar kennslu- stofur eru nauðsynlegar til að bregðast við tímabundinni fjölgun á hverjum stað en engan veginn til þess að vera varanlegt húsnæðis- úrræði,“ segir Bryndís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samfoks, sam- taka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Í vikunni var greint frá því að færanlegar kennslustofur við grunnskóla Reykjavíkurborgar væru nú 55 en þegar mest var voru þær um 100. „Þetta snýst fyrst og fremst um ástandið á húsnæðinu, hvort það heldur veðrum og vindum. Auðvitað getur þetta orðið til þess að börnin þurfi að fara á milli oft á dag í öllum veðrum t.d. til þess að sækja kennslu í sérgreinum, en að sjálfsögðu er reynt að leysa þetta eins vel og hægt er á hverjum stað.“ Vangaveltur hafa verið uppi um að hægt væri að fækka færanlegum skólastofum frekar með útvíkkun skólahverfa og þannig færa börn á milli skóla. Bryndís segir að ýmsir vankantar séu á slíkum hug- myndum. „Slíkir möguleikar voru nefndir lauslega í tengslum við lausn á húsnæðisvanda Vesturbæjarskóla og Melaskóla ásamt tilfærslu sjö- undu bekkjardeildar í grunnskólum í Vesturbænum á síðasta ári. Þær hugmyndir virtust ekki njóta stuðn- ings meðal foreldra. Í mörgum til- vikum er fólk með ákveðinn skóla í huga þegar það velur sér húsnæði, oft eru systkini einnig fyrir í sama skóla og fólk hefði jafnvel getað séð fram á að þau væru að fara hvert í sinn skólann. Þetta er afskaplega viðkvæmt mál og ég skil vel að for- eldrar séu ekki endilega spenntir fyrir þeirri lausn,“ segir Bryndís. Vandmeðfarið Færanlegar skólastofur eru mörgum skólakrökkum til óþæginda. Lýsa yfir ánægju með þróunina Morgunblaðið/Eggert Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Það er ekki enn komin niðurstaða í málið. Málið er í höndum yfirvalda í Taílandi og þrátt fyrir eftir- rekstur vitum við ekki hvort það stendur til að áfrýja eða ekki,“ seg- ir Kristín Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína. Brynjar Mettinisson, sem setið hefur í fangelsi í Taílandi í rúmt ár vegna gruns um fíkniefnabrot, var í síðasta mánuði sýknaður af ákæru fyrir taílenskum dómstólum. Fjölskyldu hans barst í byrjun ágúst bréf frá íslenska utanríkis- ráðuneytinu þar sem sagði að taí- lenska ákæruvaldið hefði mánuð til þess að áfrýja dómnum til æðra dómstóls en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin. Yrði sleppt samdægurs Ekki er víst hvenær Brynjar verður laus úr fangelsi, en ljóst er að honum verður sleppt samdæg- urs ef ákæruvaldið ákveður að áfrýja dómnum ekki. „Lögin eru þannig í Taílandi að þeir geta haldið mönnum í fangelsi þangað til þeir ákveða hvort þeir áfrýja eða ekki. Ég skrifaði utan- ríkisráðuneytinu í Taílandi bréf í dag [föstudag] þar sem ég spyr þá hvort Brynjar verði ekki látinn laus næsta þriðjudag ef þeir ákveða að áfrýja ekki. Svo bíð ég bara eftir svari frá þeim,“ segir Kristín. Eva Davíðsdóttir, systir Brynj- ars, hefur fylgst vel með málinu en móðir þeirra Brynjars fór út til Taí- lands á fimmtudaginn. „Mamma er komin til Taílands. Hún hefur ekki enn fengið að hitta Brynjar en fresturinn til að áfrýja rennur út eftir nokkra daga. Vonandi fær hún að hitta hann í dag [föstudag] en annars er ég þess fullviss að þetta muni enda vel og hann fái að koma heim,“ segir Eva. Engin niðurstaða í máli Brynjars  Óvíst hvort taílensk stjórnvöld áfrýja málinu til æðra dómstóls Kristín Árnadóttir Brynjar Mettinisson „Mín lykilályktun í augnablikinu er sú að það hafi verið til staðar eins konar samkomulag, heiðurs- mannasamkomulag, ekki opinbert samkomulag, um að það hafi einfaldlega verið of áhættusamt að tala opinberlega um fisk og kalt stríð í sömu setningu,“ sagði Ingo á fyrirlestrinum í gær og bætti við að fisk- ur hafi verið of veigalítið umræðuefni til þess að tefla fram í þeim pólitíska leik sem kalda stríðið var, sérstaklega í ljósi hættunnar á kjarnorku- stríði. „Fiskur var of veigalítið umræðuefni til þess að tefla fram í þessum leik,“ sagði Ingo á fyrir- lestrinum í gær. Fiskur veigalítið umræðuefni HEIÐURSMANNASAMKOMULAG UM FISK OG KALT STRÍÐ Ingo Heidbrink Kringlan - s: 577-7040 | loccitane.com TA KM AR KAÐ MAGN 2.990 kr. ANDVIRÐI 3.925 kr. Dreymir þig um Provence? Fáðu allt það besta frá S-Frakklandi í einni körfu: 75 ml Almond Shower Oil, 100 ml Lavender Foaming Bath, 75 ml Volume Shampoo og 30 ml Shea Butter Hand Cream.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.