Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 14

Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er ekki mjög glæsilegt,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa- stöðum, um hinar vikulegu veiðitöl- ur sem hann tekur saman úr völd- um viðmiðunarám og birtir á vef Landssambands veiðifélaga, Ang- ling.is. Þorsteinn fylgir nýjustu töl- unum á vefnum úr hlaði með grein, þar sem fram kemur að veiðin í við- miðunaránum sé komin í 15.686 laxa, nú þegar farið er að síga á seinni hluta veiðitímabilsins. Laxa- fjöldinn sem náðist á land í þeim ám í síðustu viku var aðeins 1.377 fisk- ar. Þetta er langt undir væntingum þegar miðað er við að seiðaárgang- urinn, sem fór til sjávar vorið 2011, var í mjög góðu lagi, skrifar Þor- steinn, og bætir við að hægt sé að greina vikuveiði í hverri þessara áa síðan árið 2006 og þetta sé lang- lakasta útkoman þessi sex ár. „Sé litið til þess að meðalhlutfall veiðinnar í viðmiðunaránum hinn 15. ágúst er 56,5% af lokaafla þeirra, þá stefnir nú í ríflega 25.000 laxa veiði samtals í þessum 25 veiði- ám. Sé það framreiknað enn frekar eru samanlagðar lokatölurnar úr viðmiðunaránum venjulega tveir þriðju af heildarafla á Íslandi öllu. Það gefur okkur 37.500 laxa heild- arveiði yfir allt landið þetta árið, sem er ekki fjarri meðaltali frá árinu 1974. En miðað við aðstæður nú, þá óttast ég að þetta sé of bjartsýnisleg spá. Mér sýnist margt benda til að veiðin, það sem eftir lifir sumars verði áfram slök og heildarveiði tímabilsins því minni en þessir út- reikningar benda til. Jafnvel niður undir 30.000 laxa. En jafnvel þó að svo fari eru samt tíu af síðustu 38 ár- um verri en það.“ Borgarfjarðarárnar slæmar Þorsteinn er í sambandi við leigu- taka og starfsfólk í veiðihúsum í viku hverri og hann segir andrúmsloftið þyngra nú en undanfarin ár, enda hafi göngur verið afar litlar síðsum- ars og viðmælendur séu sammála um að lítið sé af laxi í ánum. „Það er allt annað hljóð í fólki núna, menn brosa ekki lengur,“ seg- ir hann. „Borgarfjarðarárnar eru til að mynda slæmar og mér sýnist að hvorki Norðurá né Þverá nái 1.000 löxum. Það þarf að fara langt aftur til að sjá það.“ Heildarlaxveiðin í fyrra var rúm- lega 52.000 laxar og sumarið 2010 fór hún yfir 75.000. Í grein sinni á vefnum bendir Þorsteinn á að þótt veiðitölur falli nú niður í 30.000 laxa, séu tíu af síðustu 38 árum verri en svo. Það sem hefur hinsvegar breyst á þessu tímabili er að hafbeitar- árnar, og þá einkum Rangárnar, hafa farið að skila sífellt stærri hluta heildarveiðinnar. Ef þær eru teknar úr þessum tölum í sumar, er myndin enn verri sem draga má upp. „Vissulega skekkja hafbeitar- árnar tölurnar,“ segir Þorsteinn. „Svo er farið að sleppa laxi aftur í sí- auknum mæli og hann veiðist gjarn- an aftur. Sleppingar auka síðsum- arsveiði.“ Þorsteinn segir að þótt heimtur séu víða slæmar, og hafinu virðist vera um að kenna frekar en slæmri niðurgöngu seiða í fyrravor, þá skili hafbeitarárnar, og þá einkum Rang- árnar, þokkalegum árangri. „Í Rangánum er farið að veiða 100 laxa á stöng á dag og það hefur þótt góð- ur sumarafli. Það sýnist sem eldis- seiðin skili sér skár en villtu laxa- seiðin,“ segir hann. Þorsteinn var formaður Veiði- félags Grímsár og Tunguár í meira en fjóra áratugi og hann er ekki ánægður með veiðina í sinni heimaá. „Nei, 396 laxar veiddir á þessum tíma, það er hrikalegt,“ segir hann og bendir á að minnst hafi 717 laxar veiðst í ánni. Síðustu ár hefur veiðin ekki farið undir 1.000 laxa á sumri og sumarið 2008 veiddust 2.225. Aldrei jafn lítið af laxi og nú Blaðamaður hitti veiðimenn við Haukadalsá í gær og þeir sögðu sög- ur sem eru að verða kunnuglegar; þeir sögðu miklu minni göngur greinilega hafa verið í ána í sumar en þeir hafa séð undanfarin ár. „Ég hef veitt hér í yfir 30 ár og aldrei hefur verið jafn lítið af laxi og nú,“ sagði svissneskur veiðimaður. Sem dæmi nefndi hann að í þessari viku fyrir tveimur árum hefðu veiðst yfir 140 laxar á stangirnar fimm. Nú voru þeir búnir að fá fjóra! Hann hló og hristi höfuðið eftir að hafa miðlað þessum upplýsingum, óð síðan út í ána og tók til við að kasta, eins og veiðimenn gera um land allt. Það veiðist nefnilega ekki neitt ef agnið er ekki í vatninu. Ágætar laxagöngur voru í Hauka- dalsá fyrri hluta sumars, en síðan virðist taka fyrir þær eins og víða annars staðar. Fyrir vikið er talsvert af laxi í nokkrum helstu hyljunum, einkum kringum veiðihúsið, en lítið annars staðar. Og þeir laxar sem hafa komið sér fyrir taka afar illa. Um 390 laxar hafa veiðst í ánni. Um þrír á dag á stöngina Fyrsta svokallaða maðkahollið lauk veiðum í Langá á Mýrum um hádegi í gær. Að sögn Mjallar Daní- elsdóttur staðarhaldara veiddust 146 laxar á stangirnar 12 á fjórum dögum. „Þetta voru um þrír laxar á stöng á dag,“ segir hún. Fyrsta maðkahollið hefur iðulega veitt bet- ur en Mjöll segir minna af laxi í ánni en síðustu ár, eins og annars staðar, og veiðimennirnir hafi verið „sáttir og ánægðir.“ „Menn brosa ekki lengur“ Í Hnausastreng Þótt þeir séu færri í ár en undanfarið veiðast enn víða fall- egir laxar. Vigfús Orrason náði þessum 97 cm langa hæng í Vatnsdalsá.  Framreiknaðar laxveiðitölur sumarsins sýnast ekki fjarri meðalveiði frá árinu 1974  Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum óttast að það sé of bjartsýnisleg spá  Fyrsta maðkahollið í Langá veiddi 146 Aflahæstu árnar Staðan 22. ágúst 2012 Heimild: www.angling.is Veiðivatn Veiði 24. ágúst 2011Stangafj. 18. ágúst 2010 19. ágúst 2009 Ytri-Rangá og Hólsá 22 2.588 2652 3117 4509 Eystri-Rangá 18 2.064 3008 3116 2317 Selá í Vopnafirði 8 1.181 1609 1468 1446 Miðfjarðará 10 1.112 1746 2125 2337 Haffjarðará 6 955 1310 1502 1240 Blanda 16 829 1887 2739 2186 Norðurá 14 802 2020 1897 1935 Elliðaárnar 6 744 1070 1060 805 Hofsá og Sunnudalsá 10 742 683 648 (7 stangir) 715 (7 stangir) Langá 12 702 1442 1205 1774 Þverá - Kjarrá 14 629 1611 3107 1950 Grímsá og Tunguá 8 396 1004 1434 904 Haukadalsá 5 391 448 782 694 Laxá í Kjós 10 360 776 850 815 Laxá í Aðaldal 18 354 867 1005 717 www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HVAR ER HÚFAN MÍN? Frá höfundi bókarinnar Sokkaprjón GLÆNÝ PRJÓNA BÓK! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Úrvals ílát 100 lítrar 5.450 50 lítrar 3.990 35 lítrar 2.695 75 lítrar 4.990 35 lítrar 2.290 50 lítrar 3.390 18 lítrar 1.790 45 lítrar 3.690 Hvítt = fyrir matvælaiðnað – lok fáanleg Margar stærðir af fötum og bölum á góðu verði ! 12 lítra fata 298,- Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.