Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Tilboð á toppasettum 78 hluta toppasett ¼ og ½ Toppar frá 10MM til 32MM. Framlengingar og bitajárn. Tilboðsverð Kr. 22.900.- 43 hluta toppasett ¼ með bitasetti. Toppar frá 4MM upp í 13MM Tilboðsverð kr. 8.900.- 54 hluta toppasett ½ með föstum lyklum. Ríkulega búið og gott að hafa í bílnum. Tilboðsverð kr. 27.900.- Vinsamlega geymið auglýsinguna Ævintýraferð á ári Slöngunnar 5.-23. júní 2013 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO, SHANGHAI, SUZHOU og TONGLI. Siglt verður á LÍ FLJÓTINU og á KEISARASKURÐINUM og farið á KÍNAMÚRINN. Heildarverð á mann: Kr. 520 þúsund Kínastund Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með mynda- sýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Kínaklúbburinn sérhannar einnig ferðir fyrir hverja sem er Til Kína með konu sem kann sitt Kína Allt innifalið, þ.e. fullt prógramm samkvæmt ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 95 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 34. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Því kalla ég eftir því að Fjármálaeftir- litið hefji formlega rannsókn á þessum málum og gangi ótvírætt úr skugga um það hvort unnið hefur verið gegn úr- skurðum þess og lögum 107/2009 [um endurreisn fjárhags heimila og fyrir- tækja],“ segir í bréfi sem Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður BM Vallár, hefur afhent Fjár- málaeftirlitinu. Sl. mánudag boðaði Víglundur til fréttamannafundar þar sem hann og Sigurður G. Guðjónsson hrl., gagn- rýndu harðlega verklag stjórnvalda í kjölfar hrunsins og starfsaðferðir Arion banka við yfirtöku BM Vallár. Lögð voru fram ýmis gögn á fundinum sem Víglundur segir benda til að ráðherrar og einstakir starfsmenn nýju bankanna og skilanefnda hafi gerst brotlegir við ákvæði laga. Eftirlits- og rannsóknaskylda Í bréfinu sem stílað er á Unni Gunn- arsdóttur, forstjóra FME, rekur Víg- lundur árangurslausar tilraunir til að fá upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem leiddi til þess að hann leitaði til úr- skurðarnefndar um upplýsingamál. Fékk hann staðfest að í Arion banka hefði verið til sérstakur listi um endur- vinnslu afskrifta tiltekinna útlána og að á þeim lista væri að finna nafn BM Vall- ár. Víglundur segist leita til FME í fyrstu umferð áður en hann leiti til ann- arra opinberra aðila því á FME hvíli eftirlits- og rannsóknarskyldan á hugs- anlegum brotum á 19. gr. laga 161/2002. FME hafi allar heimildir til að kalla eft- ir þeim gögnum sem honum var synjað um aðgang að til að ganga úr skugga um hvort skilanefnd Kaupþings og Ar- ion banki hafi unnið í samræmi við ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins. „Bréf þetta rita ég stofnun yðar fyrst áður en annað er leitað út frá þeim al- mennu sjónarmiðum um meðalhóf að freista þess að fá fyrst fram rannsókn á minni lagabrotum samkvæmt sérlög- um áður en gengið er eftir rannsókn á meiriháttar lögbrotum á almennum hegningarlögum,“ segir í niðurlagi bréfsins. Víglundur segir að frá því að hann hélt blaðamannafundinn hafi fjöldi manna haft samband við hann símleiðis og sagt frá sínum óförum í samskiptum við þessa sömu aðila. „Það er enn ein vísbending um að hjá þeim kunni að hafa verið í gangi víðtæk og kerfisbund- in aðgerð við að sniðganga úrskurði FME og reglur laga 107/2009 um end- urreisn fjárhags heimila og fyrirtækja.“ 1.500-2.000 biðlán í kerfinu Víglundur sagði í samtali í gær að af viðbrögðunum sem hann hefði fengið væri ljóst að mikill fjöldi fólks ætti um sárt að binda vegna viðskipta sinna við Arion banka og væntanlega fleiri fjár- málastofnanir. Það væri þeim öllum sammerkt að þora ekki að tala opinberlega vegna þess að þau væru ekki búin að fá lausn sinna mála eða bankinn hefði á þeim tök vegna viðskiptasambands. ,,Jafnvel þótt fyrirtæki teljist vera búin að fá lausn í fjárhagslegri end- urskipulagningu er þeim haldið í gísl- ingu með skilmálum í samningum um viðbótargreiðslur eða svokölluðum bið- skuldabréfum sem skuli taka gildi ef betur myndi ganga en áætlanir gera ráð fyrir.“ Víglundur segir að honum hafi verið sagt að í dag séu 1.500 til 2.000 biðlán í gangi í kerfinu. „Þegar búið er að end- urskipuleggja fyrirtæki á grundvelli þess hvað þau eru talin geta borið af skuldum fram á veginn, þá eru þau því til viðbótar látin undirrita biðlán. Hver er þá hvatinn til þess að gera eitthvað? Ef þú veist að þó að þér takist að slíta af þér hlekkina, þá bíða bara nýir. Þú hleypur ekki hratt á meðan svo er,“ segir hann Skilmálarnir séu gjarnan hangandi yfir fólki sem sé í þessari stöðu í fimm ár eftir endurskipulagningu. Á meðan séu fyrirtækin í raun í þrælavinnu fyrir bankann og viðbúið að lítil framþróun verði hjá þeim. Víglundur fer fram á rannsókn Morgunblaðið/Kristinn Lögbrot? „Það sem þegar er fram komið sýnist ótvírætt benda til þess að lög kunni að hafa verið brotin þar á bæj- um og úrskurðir Fjármálaeftirlitsins virtir að vettugi,“ segir í bréfi Víglundar Þorsteinssonar til forstjóra FME.  Fjöldi fólks hefur haft samband við hann og greint frá óförum í samskiptum við bankana  Vill fyrst rannsókn á minni lagabrotum áður en gengið er eftir rannsókn á meiriháttar brotum á hegningarlögum Listi með nöfnum » Í bréfinu minnir Víglundur á að úrskurðir FME á grundvelli neyðarlaganna frá 2008 hafa aldrei verið afturkallaðir. » Á meðan allir aðrir kröfuhaf- ar unnu með BM Vallá að fjár- hagslegri endurskipulagningu með jákvæðum hætti hafi Ar- ion banki verið eini kröfuhafinn sem aldrei gaf færi á því. » Bréfinu til FME fylgir listi með nöfnum þeirra ein- staklinga í Arion banka og skilanefnd Kaupþings sem fjölluðu um mál BM Vallár hf. „Það hefur lengi verið á kreiki orðrómur sem mér barst til eyrna frá starfsmönnum innan úr bank- anum [Arion banka] sem og öðr- um haft eftir sömu aðilum að á árinu 2009 hafi verið í gangi vinna í þeirri deild sem annaðist fjárhagslega endurskipulagningu í bankanum um það að yfirtaka fé- lagið [BM Vallá],“ segir Víglundur Þorsteinsson í erindi sínu til FME. Segist hann vita fyrir víst að um BM Vallá hafi staðið tog- streita milli umræddrar deildar og fyrirtækjasviðs bankans, „sem vildi vinna með okkur að fjár- hagslegri endurskipulagningu fé- lagsins“. Eftir því sem samningar við ríkið þokuðust fram um að skila- nefnd tæki við ríkisbankanum haustið 2009 sýnist sem örlög BM Vallár hafi verið ráðin og ákveðið hafi verið að yfirtaka fé- lagið. „Þrátt fyrir að við hefðum þá þegar m.a. vegna umræðna um hugsanlegt ólögmæti gengis- bundinna lána samanber skýrslu Seðlabankans þar um á árinu 2009 varað við því að lán bank- ans til félagsins væru líklegast þeim vafa undirorpin.“ Örlög BM Vallár ráðin 2009 TOGSTREITA INNAN BANKANS UM YFIRTÖKU FÉLAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.