Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sá ótrúlegi at-burður áttisér stað í fyrradag að innan- ríkisráðuneytið birti auglýsingu um að haldnar yrðu ólöglegar kosningar. Þetta eru töluverð tímamót hér á landi og þó víðar væri leitað, því að þótt ríkisstjórnin hafi áður verið staðin að því að halda ólöglegar kosningar lá ekki með sama hætti fyrir þegar til þeirra var boðað að þær yrðu ólöglegar. Í því til- viki kom forherðingin hins vegar fram eftir á þegar ríkis- stjórnin ákvað að láta dóm Hæstaréttar ekki stöðva sig og valdi í svokallað stjórnlaga- ráð á grundvelli hinna ólög- legu kosninga. Nú telur ríkisstjórnin að það þoli enga bið að leggja verk stjórnlagaráðsins í dóm kjósenda og þá þykir við hæfi að lögleysunni sé haldið áfram með því að einnig þær kosn- ingar séu ólöglegar. Hjá því hefði mátt komast með því að fara að lögum og láta Alþingi ákveða kjördaginn. Í óða- gotinu í vor var látið hjá líða að fylgja ákvæðum laganna að þessu leyti og þegar á þetta var bent ypptu stjórnarliðar öxlum og þótti ekki muna um eitt lagaákvæði til eða frá. Innanríkisráðherra áttaði sig á að Alþingi hafði ekki ákveðið kjördag og sendi þinginu þess vegna bréf og spurðist fyrir um kjördaginn. Þingforseti benti í svari sínu á að forsætisnefnd þingsins væri ekki bær til þess að túlka vilja þingsins og þar með fékkst endanlega stað- fest, fyrir þá sem töldu einhvern vafa uppi, að kjör- dagur hafði ekki verið ákveðinn. Eftir þetta var í megin- atriðum tvennt í stöðunni. Fyrri kosturinn var að láta eins og engu skipti þótt kjör- dagur hefði ekki verið ákveð- inn lögum samkvæmt og halda kosningarnar þann dag sem ríkisstjórninni hentaði. Síðari kosturinn var að bíða þess að þing kæmi saman til að ákveða kjördag, eða jafnvel að kalla það sérstaklega saman í þess- um tilgangi. Í síðara tilvikinu hefðu kosningarnar tafist eitt- hvað, en þá hefði verið farið að lögum. Innanríkisráðherra hefur nú staðfest með auglýs- ingu að hann valdi fyrri kost- inn. Ekki er gott að skilja hvers vegna ráðherra tekur þann kost vísvitandi að boða til ólöglegra kosninga. Hugs- anlegt er að þar spili inn í að hann, líkt og margir, líti svo á að þessar kosningar séu merkingarlaus vitleysa og ekki taki því að lenda í rimmu við formenn stjórnarflokk- anna um svo ómerkilegt mál. En þó að kosningarnar séu vissulega vitleysa og spurn- ingarnar sem lagðar verða fyrir þá sem munu láta hafa sig í að mæta á kjörstað séu hver annarri fráleitari, þá eru þetta engu að síður kosningar og kosningar ber að taka al- varlega. Löglausar kosningar verða ekki til að auka virðingu þings eða ríkisstjórnar} Auglýsing um ólöglegar og marklausar kosningar Í Morgunblaðinuí gær mátti sjá samanburð á virðisaukaskatti sem lagður er á þjónustu hótela hér á landi og í mörgum öðrum ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. Miðað við núverandi skatthlutfall, 7%, er Ísland ágætlega sett og er með svip- aða álagningu og Frakkland, Þýskaland og Noregur, svo dæmi séu tekin. Eitt ríki, Dan- mörk, sker sig úr með 25% virðisaukaskatt á hótel. Sem kunnugt er ætla íslensk stjórnvöld ekki að vera neinir eftirbátar í þessu efni. Þau hyggjast ná forystunni í þess- ari skattlagningu með því að færa hótelin upp í 25,5% þrep og telja sig geta náð í drjúgar skatttekjur með því móti. Hár skattur í Danmörku hefur verið meðal þeirra röksemda sem stjórnvöld hafa fært fram fyrir því að hækka skattinn hér. Vandinn við þá röksemd er að í Danmörku eru miklir erfiðleikar í rekstri hótela og eru þeir einkum raktir til hinnar miklu skattheimtu sem spillir samkeppni við hótel í öðrum löndum. Því miður eru litlar líkur á að ábendingar um þetta hrífi á íslensk stjórnvöld. Þau hafa ítrekað sýnt að þau telja að skattheimta hafi engin áhrif á hegðun fólks eða afkomu fyr- irtækja og líta á ferðaþjónustu líkt og aðra atvinnustarfsemi. Hún sé gæsin sem verpir gull- eggjunum og færa þurfi sem fyrst til slátrunar. Skammsýni stjórn- valda í atvinnu- málum lætur enga grein ósnortna} Sláturtíð V inkona mín flutti heim frá Svíþjóð árið 2009, nokkrum mánuðum eftir hrun og búsáhaldabyltingu. „Mikið vildi ég að Íslendingar hættu að væla, það er bara ekk- ert að hérna,“ sagði hún í matarboði og upp- skar augnaráð sem gæti brennt göt á vegg. Hún hafði ekki verið hér þegar forsætis- ráðherra bað Guð að blessa Ísland. Þegar lögregluþjónar sprautuðu táragasi á æsta eggjakastara. Þegar eldar loguðu við Alþing- ishúsið, nótt eftir nótt. Hún hafði ekki fundið sársaukann sem við, sem þjóð, fundum fyrir. Sársauka þess sem horfir á eigur sínar og annarra hverfa, fjárfestingar sínar og sparn- að gufa upp og hagkerfið leggjast á hliðina, eins og risaeðlu sem tekur sinn síðasta anda- drátt áður en hún fer á lista yfir útdauðar tegundir. Mér fannst hún því ekki eiga neinn rétt á því að gagnrýna okkur fyrir að líða illa. Síðan þá eru liðin þrjú ár. Flestir hafa með miklu átaki komið lífi sínu aftur á ról, jafnvel þaki aftur yfir höfuðið. Sitjandi ríkisstjórn ætlar reyndar að bíða með allar helstu björgunaraðgerðir fram yfir næstu kosn- ingar, en sem þjóð eru Íslendingar staðnir aftur á fæt- ur. Bognir, marðir og aumir, en standandi. Og nú skil ég vinkonu mína. Ég skil hana þegar ég heyri fólk kvarta stanslaust yfir ógæfu sinni, jafnvel í flugrútunni á leiðinni til útlanda. Ég skil hana þegar ég fletti fjölmiðlum sem hafa þá eina stefnu að grafa upp fólk sem lítur á yfirborðinu út fyrir að eiga bágt, en þolir illa nánari skoðun. Ég skil hana þegar ég heyri fólk tala um „helvítis bankafólkið“, eins og gjaldkerar og þjón- ustufulltrúar hafi verið á ofurlaunum fyrir hrun. Ég skil vinkonu mína að því marki að mig langar oft að segja: „Nú er nóg komið af bölmóði!“ Þá er ég ekki að hugsa um þá sem misstu hús sín, eða hafa enn ekki fundið vinnu. Ég er að hugsa um okkur hin, sem urðum fyrir áföllum en lifum samt betra lífi en meirihluti jarðarbúa. Ég er að hugsa um meðal- Íslendinginn. Það vita allir sem hafa gengið í gegnum erfiða tíma að sá dagur rennur upp að maður verður að hætta að velta sér upp úr ógæf- unni og takast á við lífið í breyttri mynd. Það þarf enginn að láta eins og Bjartur í Sumar- húsum og afneita öllu sem úrskeiðis fór, en það er líka óþarfi að berja lóminn svo lengi að maður man ekki lengur af hverju. Einhverstaðar mitt þar á milli liggur lausnin. Ef við ætlum að ná bata sem þjóð verðum við einfaldlega að hætta að væla, eins og vinkona mín orð- aði það, og bíta á jaxlinn. Annars gleymum við öllu sem er gott, og hverfum í hyldýpi þunglyndis og volæðis. Ég er reyndar ekki viss um að það sé nákvæmlega þetta sem vinkona mín átti við, en ég læt sem svo sé. ee@mbl.is Elín Esther Magnúsdóttir Pistill Bíttu á jaxlinn, Ísland STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Það skilar sér ekki nægurárangur í menntun ígrunnskólum miðað viðþað fé sem lagt er í menntakerfið,“ segir Halldór Árna- son, hagfræðingur Samtaka atvinnu- lífsins, SA. Hann segir grunnskól- ann mjög dýran á hvern nemanda og stærð bekkja og skipulag vinnu kennara spili inn í það að grunnskól- inn hér er dýrari en annars staðar í Evrópu. Það hefur sýnt sig í könn- unum OECD, en þar er Ísland í ell- efta sæti yfir dýrustu menntastofn- anir í heimi. „Þetta hefur ekki sýnt sig í betra menntunarkerfi samkvæmt könnunum PISA,“ segir Halldór og vísar þar í árangur íslenskra grunn- skólanema í PISA-könnun sem er undir meðaltali OECD-ríkja. Brotthvarf meira hér á landi „Hið mikla brotthvarf nemenda sem verður í framhaldsskólunum er sóun á fé og þá hefur maður velt fyr- ir sér hvort lengd námsins sé of mik- il,“ segir Halldór Árnason. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér skýrslu nýlega þar sem lögð er áhersla á að stytta verði grunn- og framhaldsskólanám þannig að nem- endur útskrifist tveimur árum fyrr en nú er. Þeir segja að tækifæri til breytinga séu fyrir hendi í nýlegum framhaldsskólalögum. Ekki er farið að vinna eftir lögunum nema að litlu leyti, en þar er færð meiri ábyrgð til skólanna sjálfra og stjórnenda þeirra. Þeim er gefið meira svigrúm til athafna en áður var og er breyt- ingunum ætlað að bæta skólastarf og menntun og auka hagræði fyrir nemendur. „Það er eitthvað að kerfinu, það skapar leiða hjá nemendum, sem þýðir að skólinn er ekki nógu frjór,“ segir Halldór, en brottfall nemenda hér er meira en í nágrannalöndum okkar og er talið alltof mikið sam- kvæmt könnunum PISA. Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að taka á brotthvarfi nemenda, en um þriðjungur árganga lýkur ekki námi á framhaldsskóla- stigi. Þau segja það dýrt því mönnun í kennslu og húsnæðisþörf miðast við innritaða. Stytting námstíma í framhaldsskóla, aukinn stuðningur við sérþarfir og ráðgjöf eru leiðir sem gætu stuðlað að minna brottfalli nemenda. „Þó svo að kostnaður á nem- anda í framhaldsskóla sé verulega lægri en kostnaður á nemanda í grunnskóla geta breytingar á skipu- lagi einnig lækkað rekstrarkostnað skólanna, án þess að rýra gildi menntunarinnar,“ segir Halldór. Meiri áhersla á starfsnám „Það er eins og nemendur nái ekki að finna sína réttu leið fyrr en eftir margar tilraunir. Það skiptir miklu máli að auka fjölbreytni í starfsnámi í efri bekkjum grunn- skóla og tengja þá nemendur og skóla betur við atvinnulífið en verið hefur,“ segir Halldór sem telur for- eldrana einnig verða að vera betur upplýsta um eðli og gildi starfsnáms og tæknináms. Í skýrslu SA segir að fjölga verði þeim sem útskrifast með iðn- og tæknimenntun úr fram- haldsskólum. Þá segir að þörf fyrir færni og þekk- ingu til starfa vaxi stöðugt og framhaldsskólinn verði að mæta þeirri kröfu að búa ungmenni betur undir þátttöku á vinnu- markaði með fjölbreytt- ara námsframboði og styttri náms- brautum. Nemendur útskrifist tveimur árum fyrr Morgunblaðið/Eyþór Stúdent Samtök atvinnulífsins telja að með styttri námstíma til stúdents- prófs megi koma í veg fyrir brottfall að einhverju leyti. Framhaldsskólum hefur fjölgað á síðustu árum sem hefur leitt til fækkunar nemenda í nær- liggjandi skólum og óhag- kvæmni í rekstri að mati Sam- taka atvinnulífsins. „Í fyrsta bekk í framhalds- skóla er gjarnan kennt efni sem þegar hefur verið kennt í grunn- skóla og kvarta nýnemar í fram- haldsskóla gjarnan undan því. Með sveigjanleika og breyttu skipulagi er unnt að styrkja smærri einingar, stytta nám til stúdentsprófs og koma í veg fyrir endurtekningar,“ segir í skýrslu samtakanna. Einstakir skólar hafa þeg- ar byrjað að undirbúa það að bjóða upp á meiri möguleika og sveigjan- leika í nýju skipulagi og fjölbreyttari kennsluhátt- um. Sama efnið kennt tvisvar VILJA BREYTT SKIPULAG Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samt. atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.