Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Hefur barnið þitt einhver af neð- angreindum einkenn- um? Eru með læti eða ofvirk í félagslegum aðstæðum. Draga sig í hlé, eru mikið inni í herbergi eða mikið ein. Krefjast athygli, með bæði jákvæðri eða neikvæðri hegðun. Sýna óeðlilega mikið skap, skap- sveiflur, árársargirni. Eru kvíðin, hræðslugjörn, við- brigðin, fresta eða eru hrædd við fullorðna. Eiga erfitt með að treysta öðr- um eða eignast vini. Nota ljót orð/bölva. Upplifa martraðir eða slæma drauma. Svefnvandamál: erfitt að sofna, sofa illa eða erfitt að vekja. Höfuðverkur eða magaverkir, sérstaklega á morgnana. Hræðast að vera skilin frá for- eldri eða umsjónaraðila. Námserfiðleikar, erfiðleikar með einbeitingu og nám í skóla. Herma eftir ofbeldisatburði eða áfalli: teikna, leika eða segja að annar hafi lent í. Lélegt sjálfsmat, léleg dóm- greind. Sýna pirring, sorg, depurð eða kvíða. Hafa slæma færni, t.d. fé- lagsfærni. Pissa undir, hægðavandamál eða sýna afturför í hegðun. Ef barnið þitt er með nokkur af þessum einkennum þá gæti það verið að kljást við mikla streitu eða áfallastreitu PTSD. Það sem getur valdið PTSD hjá börnum er: Margir litlir neikvæðir eða slæmir atburðir eða einn stór. Erfðir eða yfirfærsla frá for- eldri til barns. http://ccp.sage- pub.com/content/early/2012/05/04/ 1359104512444116. Það hefur komið í ljós möguleiki á yfirfærslu frá afa og ömmu yfir á barnabarn. http://www.went- zelcoetzer.org/impactintergent- rauma.htm. Erfiðleikar á meðgöngu eða að barnið var óæskilegt, erfið fæðing, slæm tengsl við móður í upphafi, vera sett í fóstur, slys (íþróttaslys, bílslys), flutningar, skilnaður foreldra, langvinn veikindi, t.d. eyrnabólgur, áfeng- isneysla foreldra, rifr- ildi, atvinnuleysi for- eldra (peningaleysi), of mikil vinna for- eldra (vanræksla), hverskonar ofbeldi (einelti, kynferðislegt, andlegt, líkamlegt, til- finningalegt, s.s. reiði og pirringur foreldra í garð barns, ljót orð), að sjá eithvað ljótt (atvik, fréttir, bíómyndir) eða upplifa og margt, margt fleira getur orsakað PTSD. PTSD er flokkað í 3 grunn flokka: 1. Að endurlifa atburðinn og það truflar daglegt líf (einkenni barna geta verið önnur) 2. Forðast 3. Æsingur Innan þessara flokka eru gríð- armörg einkenni, þar á meðal þau einkenni sem talin eru upp hér að framan. Þegar barn fer í greining- arferli vegna hegðunarraskana þá er sjaldan athugað hvort barnið geti verið með PTSD. Áhrif áfalla eða slæmra atburða á börn eru oft vanmetin og jafnvel talað um að börn bjargi sér. Börn eru ekki litl- ir fullorðnir og hafa takmarkaða rökhugsun til að skilja orsök og afleiðingu. Sem betur fer er um- ræðan að verða meiri og margar stórar rannsóknir hafa verið gerð- ar eða eru í gangi sem sýna fram á nauðsyn þess að fylgjast mjög vel með líðan barna og einkennum eftir neikvæða atburði, áföll eða missi. Barn sem er að kljást við PTSD kemur til með að hafa ein- kennin áfram á fullorðinsárum og einkenni geta versnað til muna og endað í að einstaklingur getur ekki lokið skóla eða unnið. Fylgi- kvillar geta verið þunglyndi, kvíði, síþreyta, vefjagigt, átraskanir, fælni, frestanir og fleira. Það get- ur verið erfitt að greina áfalla- streitu hjá börnum af því að ein- kenni geta verið ólík einkennum fullorðinna en það er oft notaður greiningarlisti CAPS – CA og gef- ur hann nokkuð góða mynd af því hvað er að hrjá barnið. Það hefur sýnt sig í Ameríku og víðar að PTSD hefur stundum verið greint sem ADHD vegna þess hve ein- kenni eru lík. Það er talið að u.þ.b. 1.000.000 barna í USA séu ranglega greind. PTSD getur komið fljótlega eft- ir áfall eða jafnvel mörgum árum seinna. Ekki er vitað hvað veldur því hvort barn fær PTSD eða ekki, en talið er að erfðir, fyrri upplifun barnsins og félagsleg staða barnsins skipti máli. Það geta allir upplifað streitu vegna missis og áfalla en það fá ekki all- ir PTSD. Hvað er hægt að gera? Fyrst þarf að fara yfir og greina hvað hefur gerst í lífi barnsins og foreldra. Vinna þarf með orsök, ekki afleiðingu. Það eru nokkrar meðferðir í boði hjá sérfræðingum í meðferð PTSD hjá börnum: IRRT, PICT, EMDR, TFT, HAM og dáleiðsla svo eitt- hvað sé nefnt. Það er nauðsynlegt að spyrja fagaðila hvort hann hafi sérfræðiþekkingu í áfallastreitu barna áður en farið er með barnið í meðferð svo að tryggt sé að barnið fái viðeigandi meðferð. Einstaka sinnum eru gefin lyf ef kvíði eða sjálfsvígshætta er mikil. En öll lyf hafa aukaverkanir og talið er að geðlyf geti haft slæm áhrif á þroska heila hjá börnum. Hjartanærandi uppeldisaðferð hefur sýnt mikinn árangur í að vinna með hegðunarraskanir barna og getur gjörbreytt lífi barna og fullorðinna. Vinnur vel á ADHD, ODD, OCD, PTSD, kvíða, þunglyndi, einhverfu, asperger og fleiru. www.difficultchild.com. Meiri upplýsingar og aðstoð er m.a. hægt að fá hjá Lifðu lífinu, félagi til stuðnings börnum með hegðunarraskanir. www.lifdulif- inu.is. Eftir Grétu Þorbjörgu Jónsdóttur » PTSD getur komið fljótlega eftir áfall eða jafnvel mörgum ár- um seinna. Gréta Jónsdóttir Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráð- gjafi. HNA-uppeldisráðgjafi. PICT og IRRT Therapist. Nemi í traumato- logy/áfallafræðum. Ertu með erfitt eðavanvirkt barn? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is Sjá sölustaði á istex.is Hlý og falleg í skólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.