Morgunblaðið - 25.08.2012, Page 34

Morgunblaðið - 25.08.2012, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ✝ GuðbjörtKristín Jóna Jónsdóttir fæddist að Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísa- fjarðardjúpi þann 4. febrúar 1934. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði sunnu- daginn 19. ágúst. Foreldrar Krist- ínar voru þau Bjarney Sigríður Guðmunds- dóttir f. 14.7. 1898, d. 9.10. 1994 og Jón Elías Þórðarson f. 27.5. 1905, d. 7.10. 1989. Fóst- urfaðir Kristínar var Guð- mundur B. Á. Eyjólfsson f. 14.8. 1896, d. 26.7. 1984. Hún var eina barn foreldra sinna. Kristín bjó að Hrafnabjörgum með móður sinni til tveggja ára aldurs. Þá fluttu þær mæðgur til Ísafjarðar. Þegar Kristín var 5 ára gömul fluttu þær síðan í Hraundal í Ísa- fjarðardjúpi, þar sem móðir hennar gerðist ráðskona hjá hóf Kristín svo störf á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ný við að- hlynningu þar til starfsævinni lauk. Kristín hafði mikinn áhuga á garðyrkju og blóma- rækt og sinnti því áhugamáli sínu á meðan heilsan leyfði. Kristín giftist þ. 26.12. 1962 Gunnari P. Ólasyni, húsa- smíðameistara f. 14.12. 1933 og saman eignuðust þau fjögur börn. 1) Guðmundur Bjarni, f. 17.9. 1952, kvæntur Láru M. Lárusdóttur. Dætur þeirra Kristín Guðbjört og Bryndís. Fyrir átti Lára tvo syni úr fyrra hjónabandi, þá Lárus M. K. og Jóhann Daníel Daníels- syni. 2) Garðar Smári, f. 4.4. 1959, kvæntur Hafdísi A. Gunnarsdóttur. Börn þeirra: Kristinn Þór, Ágúst Bjarni og Þóra Björg Abigael. Fyrir átti Garðar soninn Gunnar Pétur frá fyrra sambandi með Kol- brúnu Benediktsdóttur. 3) Kristín Guðrún, f. 27.8. 1962, gift Elíasi Jónatanssyni. Börn þeirra: Gunnar Már, Berglind Halla og Erna Kristín. 4) Brynjar Már, f. 5.5. 1965. Langömmubörn Kristínar eru þegar orðin 10 talsins. Útför Kristínar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 25. ágúst 2012 kl. 15. Guðmundi B. Á. Eyjólfssyni. Þau Bjarney og Guð- mundur hófu sam- búð og gekk Guð- mundur Kristínu í föðurstað. Kristín gekk í skóla í Reykjanesi við Ísa- fjarðardjúp. Þau fluttu svo til Ísa- fjarðar 1947, þar sem Kristín gekk í gagnfræðaskóla. Að skóla- göngu lokinni vann Kristín ýmis störf á Ísafirði, m.a. á saumastofu og var í vist, þá vann hún einnig á sjúkrahús- inu eitt sumar. Ásamt húsmóð- urstörfum vann Kristín við rækju- og fiskvinnslu. Síðar vann hún á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði. Um tveggja ára skeið bjuggu þau hjónin ásamt Brynjari Má í Reykjavík og starfaði hún þá bæði á Borgarspítalanum og Sólvangi í Hafnarfirði við aðhlynningu. Þegar þau fluttu aftur vestur Það verður öðruvísi að koma í heimsókn á Urðarveginn eftir að móðir mín er fallin frá. Ekki hlýja faðmlagið hennar sem tekur á móti og kveður við brottför, ekki sett ofan í við okkur feðgana í póli- tískum umræðum við morgun- verðarborðið. Á æsku- og unglingsárum var mamma stoðin og styttan sem allt vissi og allt gat, leiðbeindi og studdi í þeim verkum sem ég tók mér fyrir hendur. Ég byrjaði snemma að iðka bæði skíði og knattspyrnu og í henni ásamt pabba átti ég hauk í horni. Alltaf var hún tilbúin að leggja allt til sem þurfti svo allt gengi sem best hjá mér. Á veturna hafði hún iðu- lega tilbúið heitt súkkulaði og meðlæti þegar ég kom heim úr skóla ef hún vissi að ég væri að fara á skíðaæfingu því ég yrði að hafa orku til að standa mig, sama var með fótboltann, alltaf hrein föt og skórnir pússaðir. Þegar ég byrjaði ungur að þjálfa unga drengi í fótbolta lét hún sig ekki muna um að þvo alla keppnisbún- inga og brjóta saman fyrir liðið í viðbót við þvotta af stóru heimili, þá var það ekki tiltökumál þótt allir drengirnir kæmu til fundar við mig heima, það var alltaf pláss. Ég veit það voru foreldrum mínum vonbrigði þegar ég hætti að æfa skíði sem keppnisíþrótt enda töldu þau að ég ætti mikið inni og móðir mín sagði það bara beint við mig enda afar hrein- skiptin kona. Þegar ég hugsa til baka veit ég að þetta var rétt hjá henni. Þegar ég eitt sinn settist niður með henni til að ræða hvað ég hefði áhuga á að læra var hún ekki sammála mér því hún taldi að ég ætti að læra og starfa við hluti sem tengdust íþróttum en hún studdi samt mína ákvörðun og enn sé ég að hún hafði rétt fyrir sér. Svona eru mæður, þær vita allt best þegar kemur að velferð barna þeirra. Foreldrar mínir höfðu mikinn áhuga á garðrækt. Báru garðar þeirra við Engjaveginn og svo síð- ar við Urðarveginn, þar sem heimili þeirra hefur verið hin síð- ari ár, þess glöggt vitni enda báðir verðlaunagarðar í bæjarfélaginu. Heilsa móður minnar var ekki sem skyldi hin síðari ár og má segja að hún hafi í raun misst af því góða sem aldursskeiðið 65+ á að geta boðið upp á. Við Hafdís munum alltaf minn- ast þín með hlýju og þakklæti og þeirra elskulegheita sem þú hefur sýnt okkur og börnum okkar. Við biðjum algóðan Guð að varðveita þig og gefa okkur sem eftir lifum styrk og þá sérstaklega pabba og Brynjari. Þinn sonur, Garðar Smári. Elsku mamma. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Þín elskandi dóttir, Kristín. Kristín – Svona hljómaði svarið í símann, þegar ég, þá á 4. ári í menntaskóla, hringdi í fyrsta sinn á heimili tengdaforeldra minna og spurði eftir Kristínu og bjóst við einkadótturinni í símann. Í tví- gang kom í símann kona sem síðar átti eftir að verða tengdamóðir mín, en dóttir hennar, Kristín Guðrún, var jafnan kölluð Disda á heimilinu. Þetta rifjuðum við oft upp saman og hlógum að ég og ástkær tengdamóðir mín sem átti eftir að verða mikill og góður vinur minn næstu 34 árin eða svo. Guðbjört Kristín Jóna Jóns- dóttir, eins og hún hét fullu nafni, notaði nánast eingöngu Kristínar- nafnið, sem hún bar í höfuðið á ömmu sinni í móðurætt. Þær mæðgur Disda og Kristín voru líka alla tíð mjög nánar vinkonur og höfðu mikil samskipti. Hún sýndi móður sinni einstaka um- hyggju, ekki síst eftir að heilsa hennar fór að bila – sú umhyggja var auðvitað gagnkvæm. Þeim sem kynntust Kristínu varð fljótlega ljóst að þar fór kona sem hafði ákveðnar skoðanir og var með eindæmum hreinskiptin. Hún hafði það sem lífsmottó að gera alltaf hreint fyrir sínum dyr- um bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu orðsins. Á heimilinu var alltaf röð og regla og hver hlutur átti sinn stað. Þessa sömu reglu hafði hún í samskiptum sínum við fólk – talaði hreint út og sagði það sem hún meinti. Þetta lærðu vinir hennar og fjölskylda að meta og virða. Það kom því ekki á óvart að finna hjá henni tilbúnar upplýs- ingar um sálmana sem ætti að syngja. Þau Gunnar og Kristín höfðu mikinn áhuga á garðrækt og var garðurinn að Engjavegi 11 þar sem þau byggðu sitt eigið hús m.a. verðlaunaður af bæjaryfirvöldum á Ísafirði. Síðar fluttu þau svo á Urðarveg 52 og tóku þar til við að rækta garðinn nánast frá grunni þótt þau segðust alveg vera hætt að ráða við að vera með garð. Auð- vitað fékk hann líka verðlaun nokkrum árum síðar enda með af- brigðum vel hirtur og fallegur. Óhætt er þó að fullyrða að hann sé fádæma erfiður, sérstaklega fyrir eldra fólk, þar sem hann stendur í brattri hlíðinni undir Gleiðar- hjalla. Kristín var afar barngóð enda komu barnabörnin oft í heimsókn á Urðarveginn til að heilsa upp á ömmu sína og afa og Brynjar Má. Alltaf var þeim tekið opnum örm- um þótt heilsa Kristínar væri mik- ið farin að gefa sig nú síðari árin. Segja má að samband þeirra Gunnars og Kristínar hafi verið dálítið af gamla tímanum og verkaskiptingin á heimilinu skýr og hefðbundin. Þetta átti þó eftir að breytast þegar heilsu Kristínar fór að hraka. Smátt og smátt tók Gunnar yfir verkin á heimilinu með dyggri aðstoð Brynjars Más sonar þeirra og aðdáunarvert var að fylgjast með hvernig Gunnar studdi eiginkonu sína í hennar veikindum. Aðdáunarverð er sú umhyggja sem hann sýndi henni síðustu vikurnar áður en hún kvaddi þennan heim þ. 19. ágúst. Samvistir þeirra höfðu þá varað í rúm 60 ár. Um leið og ég votta fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð þá bið ég góðan Guð að styðja sér- staklega Gunnar og Brynjar Má sem sjá á eftir eiginkonu og móður af heimilinu. Guð blessi minningu Kristínar Jónu Jónsdóttur. Elías Jónatansson. Elsku amma, nú þegar þú ert farin sit ég og hugsa um öll þau ár sem ég fékk að njóta félagsskapar þíns. Mér finnst ofsalega sárt að hugsa til þess að þú verður ekki til staðar á Urðarveginum þegar ég kem næst heim, en að sama skapi gleðst ég yfir öllum þeim minning- um sem ég á um þig. Ég fékk sem betur fer að vera mikið í kringum ykkur afa þegar ég var strákur og fyrir það er ég ofsalega þakklátur. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var í heimsókn á Engjavegin- um og gisti þá ávallt í „holunni“ eða alveg þangað til ég var orðinn of stór, mér fannst ég alltaf eiga þessa „holu“ þó svo að frænd- systkini mín fengju flest að nýta hana líka. Mér fannst líka alltaf þægilegt að vita hvað þú varst for- vitin um mín mál og hversu mjög þú barst hag minn fyrir brjósti. Ég kunni kannski ekki að meta það þegar ég var unglingur en í dag kann ég að meta það og mun örugglega gera það sama þegar ég verð gamall maður. Þú vildir alltaf vita hvernig ég Guðbjört Kristín Jóna Jónsdóttir✝ Bergþóra Jóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 24. ágúst 1953 og ólst þar upp og bjó stærstan hluta ævi sinnar. Bergþóra lést á kvennadeild Landspítalans þann 13. ágúst síðastlið- inn. Faðir Bergþóru var Jón Ingólfsson f. 23. september 1934 í Reykjavík. Látinn 24. febrúar 2000. Móðir Bergþóru er Halldóra Sigríður Hallbergsdóttir, fædd á Stokks- eyri 11. desember 1932. Bergþóra átti fjórar systur, Þuríði Jónsdóttur f. 1952, Stellu Maki Jariya Tuanjit. Barn: Eva Dögg f. 2010. 3) Maren Ósk- arsdóttir f. 18. desember 1979. Maki Valdimar Kristjánsson. Börn: Gyða María f. 2001, Elísa Ösp f. 2004 og Kristján Þorri f. 2009. Bergþóra og Óskar héldu heimili í Vestmannaeyjum lengst af hjónabandi þeirra en voru búsett í um fjórtán ár í Hafnarfirði. Bergþóra starfaði sem fiskvinnslukona meginhluta af starfsævi sinni en var heima- vinnandi húsmóðir síðastliðin ár. Útför Bergþóru fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 25. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Jónsdóttur f. 1955, d. 1998, Hallbjörgu Jónsdóttur f. 1956 og Berglindi Jóns- dóttur f. 1964. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Óskar Óskarsson f. 18. september 1950 en þau gengu í hjónaband þann 12. apríl 1974. Börn þeirra eru: 1) Jóna Dóra Óskarsdóttir f. 12. apríl 1972, maki Óskar Rúnar Harðarson. Börn: Bergþóra Ósk f. 1999, Sólveig Sara f. 2002, Óskar Máni f. 2005 og Aron Dagur f. 2012. 2) Sigþór Ósk- arsson f. 27. september 1974. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Góður Guð blessi minningu móður minnar. Þinn sonur, Sigþór. Eftir hetjulega baráttu þá hefur Begga fengið frið frá illvígum sjúk- dómi. Í fjarlægð reyndi ég að fylgj- ast með þinni baráttu og bað fyrir þér. Svo fórstu svo snöggt, varst mun lengra komin en nokkurn ór- aði fyrir, en kvartaðir ekki. „Hún amma er dáin,“ það var sárt að heyra þetta frá eldri dóttur minni og nöfnu hennar Beggu í símtali. Hugurinn reikaði um, mér varð hugsað til dætra minna sem voru að missa góða ömmu langt fyrir aldur fram. Hugsað til Jónu Dóru, Sigþórs og Marenar sem sjá á eftir móður sinni alltof snemma. Hugs- aði ekki síst til hans Óskars Veigu, eiginmanns Beggu sem í dag kveð- ur sína elskulegu eiginkonu, sam- ferðamanneskju frá unglingsárum og klárlega sinn besta vin öll þessi ár. Þá leitaði hugur minn til Dóru „ömmu“ sem sér á eftir annarri dóttur sinni á örfáum árum og þá systra hennar Beggu. Ég á margar góðar minningar um hana Beggu mína fyrrverandi tengdamóður. Ég mun aldrei gleyma gleðisvip þínum og gleði- tárum þegar þú fyrst augum leist fyrir 13 árum þitt fyrsta barna- barn og ég tilkynnti þér að hún væri þegar nefnd eftir þér og Ósk- ari líka, Bergþóra Ósk. Gleðisvip- urinn var ósvikinn. Ég er glaður þín og nöfnu þinnar vegna að hún hafi náð til þín kvöldið áður en þú yfirgafst, haldið í hönd þína, þú með bros á vör við það að sjá og hafa hana þér við hlið. Þú hefur alltaf reynst dætrum mínum vel og þær alltaf talað mjög fallega um þig. Sú yngri, Sólveig Sara, sagði: „Pabbi, mér líður svo illa, því hún amma var alltaf svo góð, af hverju þurfti hún amma að deyja?“ Þessu er auðvitað erfitt að svara og varla hægt. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt. Begga var vön að hugsa vel um sig og alltaf vön að hafa sig vel til. Þessi fínlega, fallega kona mátti ekki neitt aumt sjá. Var vinur vina sinna og lagði sig fram við að vera góð við náungann. Gaf gjafir sem oftast var mikið á bakvið og þær voru persónulegar. Jóna Dóra barnsmóðir mín sagði mér frá gjöf sem mamma hennar Begga gaf Óskari manni sínum í sextugsaf- mælisgjöf. Sá gjörningur ætti heima í kennslubók um hvernig koma eigi fram við maka sinn og halda góðu hjónabandi betra þó ár- in líði. Við kvöddumst fyrir nokkrum árum með tárum en þú sagðir við mig: „Kristó minn, þú verður alltaf okkar.“ Það er nákvæmlega þann- ig sem mér líður. Ég kveð þig Begga með tárum, en minning um þig lifir og mun alltaf lifa með mér og dætrum mínum um ókomna tíð. Elsku Óskar, ég veit að missir þinn er mikill, þið hafið alltaf verið í mínum huga hjón með stórum staf. Afar samrýnd og alltaf flott sam- an. Því er það engin tilviljun að ég valdi að gefa ykkur kveðjugjöf um árið, mynd sem ber titillinn Sam- rýnd. Þannig sá ég ykkur, þannig voru þið Óskar og Begga svo eftir því var tekið. Ég bið algóðan Guð um að varðveita Beggu og styrkja Óskar um ókomin ár og Dóru móð- ur Beggu, systur hennar, börnin Jónu Dóru, Sigþór og Maren, barnabörn, fjölskyldu, vini og alla sem eiga um sárt að binda. Þá sendi ég ykkur öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar Beggu. Hvíl þú í friði, elsku Begga. Hinsta kveðja, Kristófer Helgi Helgason (Kristó). Nú sit ég hér með tárin í aug- unum, á enn erfitt með að trúa því að Begga frænka sé farin frá okk- ur. Eftir stutta baráttu við krabba- meinið er ég fullviss um að þú sért komin á betri stað. Guð hefur verk- efni fyrir þig einhvers staðar ann- ars staðar fyrst þú varst tekin frá okkur langt fyrir aldur fram. Það var alltaf gaman að koma til þín og Óskars, ég man sérstaklega eftir einu skipti þar sem ég, Nökkvi og Óðinn gistum hjá ykkur þegar þið áttuð heima á Goða- hrauninu í Eyjum, þar áttum við góða tíma með Símoni vini okkar. Þú varst eina af systrunum sem var komin með Facebook-síðu, þar höfðum við tækifæri til að tala oft saman og alltaf spurðir þú mig hvernig mér gengi og hvernig mér liði. Þegar ég var ólétt að Róbert Berg þá voru ófá skiptin sem þú hafðir samband við mig bara til að athuga hvernig mér liði – svo ynd- isleg og hugulsöm varstu. Ég veit að nú líður þér vel, engir verkir og engar áhyggjur. Það var svo margt sem þú ætlaðir þér að prjóna á barnabörnin þín og ég veit að nú siturðu og prjónar eitt- hvað fallegt á alla í kringum þig á meðan þú og Stella spjallið og hlæ- ið saman. Takk fyrir allar minningarnar í gegnum árin og viltu knúsa Stellu, Binna og afa frá mér. Elsku amma, Óskar, Jóna Dóra og fjölsk., Maren og fjölsk. og Sig- þór og fjölsk., megi guð veita ykk- ur styrk í gegnum þennan erfiða tíma. Kveðja, Rut. Mig langar að minnast hennar Beggu frænku minnar með örfá- um orðum. Vill einhver skýra út hvað er aðgerast? Hvað er að eiga sér stað? Segja mér við hvern er að sakast, svo ég viti hvað er að. (Björn Jörundur.) Þetta eru orðin sem óma í höfði mér nú er ég minnist annarrar móðursystur minnar sem tekin er burt frá fjölskyldu sinni í blóma lífsins. Elsku Begga, þú sem hugs- aðir alltaf svo vel um heilsu þína, en þegar slíkur sjúkdómur sem krabbamein er bankar upp á verð- ur ekki við neitt ráðið og sigraði það að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu þína. Þú varst alltaf svo vel tilhöfð og fín. Alltaf var gott að koma á heim- ili þitt sem þú hafðir gert svo fal- legt. Ég er svo heppin að vera jafnaldra og vinkona hennar Jónu Dóru og var því mikið á heimili ykkar í æsku og þær minningar eru allar ljúfar og góðar, takk fyr- ir það. Þú varst svo ljúf og róleg og gott að vera í návist þinni. Þú varst svo dugleg að prjóna á börn- in þín og barnabörn, ég veit að þau eiga eftir að varðveita þær flíkur eins og gull svo fallegar eru þær. Þú áttir svo margt eftir ógert og bestu árin eftir, þið Óskar sem voruð nýbúin að kaupa ykkur lítið sumarhús og þú áttir eftir að gera það fallegt og hlýtt eins og þín var von og vísa. En það er huggun harmi gegn að nú ert þú laus við þinn illvíga sjúkdóm og skildir eft- ir þig ljúfar minningar sem ylja okkur hinum um hjartarætur. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér á þeim stað þar sem þú ert nú af fólkinu okkar og er ég viss um að nafna þín hefur farið í peysufötin af því tilefni. Elsku amma, Óskar, Jóna Dóra, Sigþór, Maren og makar, barnabörn og systur, bið ég að góður Guð leiði ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma og styrki ykkur í sorginni. Minningin um góða konu lifir. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þín frænka, Þórdís Jóelsdóttir. Elsku Begga. Leiðir okkar hefur nú skilið um sinn, fyrr en nokkur átti von á. Þú munt alla tíð búa í hugum okkar og alla tíð fylgja okkur. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Hafðu þökk, elsku Begga, fyrir margar góðar samverustundir. Elsku Óskar, Jóna Dóra, Sigþór, Maren og fjölskyldur. Guð vaki yfir ykkur og styrki. F.h. Hrafnabjargasystkina, og maka, Erla Óskarsdóttir. Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.