Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ✝ Hermína Þor-valdsdóttir fæddist á Vík- urbakka á Árskógs- strönd 28. október 1926 og ólst þar upp fram á fullorð- insár. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 18. ágúst 2012, tæplega 86 ára að aldri, eftir skammvinn veik- indi. Foreldrar hennar voru Þor- valdur Árnason frá Ytri-Haga á Árskógsströnd og Sigríður Þóra Björnsdóttir frá Nolli í Grýtu- bakkahreppi. Hermína var næstelst níu systkina, þau eru: Friðriksdóttur, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn; Ásgerð- ur Harðardóttir, gift Gunnþóri Sveinbjörnssyni, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn; Sigríð- ur Harðardóttir, fyrri maður hennar var Kristján Jóakimsson (látinn), þau ólu upp Kristján Einar Guðmundsson, hann á tvö börn. Seinni maður Sigríðar er Jón Sigurgeirsson; Leifur Krist- inn Harðarson, kvæntur Stein- unni Jóhannsdóttir, þau eiga þrjú börn. Hermína og Hörður byggðu sér heimili að Goðabraut 16 á Dalvík, árið 1955 og hafa búið þar alla tíð síðan. Hermína helg- aði krafta sína heimilisstörfum og uppeldi barna og barna- barna. Hún var mikil hann- yrðakona og eftir hana liggja ógrynnin öll af fallegum hlutum og flíkum. Útför Hermínu fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 25. ágúst 2012 og hefst athöfnin kl. 13:30. Reynald, (látinn), Ægir, Hákon, Bald- vina, Anna Björg (látin), Björgvin, Alda og Árni. Sem ung kona vann Hermína við þjón- ustustörf á Ak- ureyri og síðar við símstöðina á Kross- um á Árskógs- strönd og Dalvík. Hermína kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum Herði Sigfússyni á Dalvík. Þau gengu í hjónaband 9. júní 1946 og hófu búskap í Bjargi, Hafn- arbraut 2 á Dalvík. Þau eign- uðust fjögur börn: Valur Harð- arson, kvæntur Sigrúnu Nú ert þú elskulega tengda- mamma mín fallin frá eftir mjög stutta sjúkdómslegu. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum 30 ár- um þá 15 ára stelpuskott og gleymi aldrei hve kvíðin ég var að hitta ykkur en kvíðinn hvarf fljótt þegar ég upplifði hlýjuna frá þér og fann að þú og Hörður tengdapabbi tókuð mér strax opnum örmum. Þá strax var lagður grunnur að okkar nánu tengslum sem héldust alla tíð. Gestrisni hennar vakti athygli mína og hve hreinskilin hún var í samskiptum við aðra. Aldrei varð okkur sundurorða. Heimili þeirra Harðar tengdapabba var hlýlegt og þar var alltaf gott að koma. Börnum mínum var hún yndisleg amma, hrein og bein og höfðu þau alltaf griðastað hjá þeim í Goðabrautinni. Henni var mjög annt um barnabörnin sín og velferð þeirra og fylgdist vel með hjá þeim öllum. Hermína var dugleg og ósér- hlífin, henni féll aldrei verk úr hendi og var hún sérstaklega vandvirk og snyrtimennskan var henni í blóð borin. Við Hermína áttum margar góðar stundir saman, hlustuðum á Álftagerðis- bræður og Óskar Pétursson sam- an sem voru í miklu uppáhaldi hjá henni, spiluðum vist, lögðum kapal og spjölluðum saman um allt og allt. Hermína var einstök hann- yrðakona. Það var sama hvaða handverki hún kom að, allt lék í höndunum á henni og skipti þá ekki máli hvort það var prjónað, heklað, saumað eða bróderað. Elsku Hermína, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem tengdamömmu. Ég kveð þig með virðingu og þakklæti. Þú varst góð fyrirmynd sem skilur eftir sig yndislegar minningar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Steinunn. Elsku amma mín. Takk fyrir að vera mér svo kær og góð alla tíð. Það var yndislegt að eiga ömmu og afa í næsta húsi. Að eiga ömmu sem alltaf gat tekið á móti mér var dýrmætt, þú varst amman sem gaf okkur Hölla frænda að borða og drekka hve- nær sem var, þú spilaðir við okk- ur, prjónaðir sokka og vettlinga á mig alla ævi, á konuna mína og börnin okkar. Þitt hús var alla tíð athvarf ástar og umhyggju. Við gátum alltaf talað saman, mér fannst spennandi að hlusta á sögurnar þínar frá því í gamla daga og þú hlustaðir á mínar sögur. Eftir að við fjölskyldan fluttum aftur til Dalvíkur fyrr á þessu ári áttum við margar góðar stundir og aft- ur átti ég ömmu og afa í næsta húsi, börnin mín áttu langömmu og langafa í næsta húsi og ósjald- an varstu í glugganum þegar börnin komu úr leikskólanum, þessi tími er dýrmætur. Þú gafst mér margt á þeim 37 árum sem ég átti með þér og minningin um góða, hjartahlýja, ákveðna og þægilega ömmu mun lifa með mér alla tíð. Takk fyrir sam- fylgdina, elsku amma mín, ég sakna þín, hvíldu í friði. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson. Ég sit við borðstofuborðið í stofunni í Goðabrautinni og furða mig á því hvernig amma fer að því að geyma alla þessa títu- prjóna í munninum án þess að missa þá ofan í sig. Þeir rata allir í nýstrokið og tillagt efnið á borð- inu sem verður orðið að flík á mig eftir skamma stund. Hún mund- ar stóru, þungu sníðaskærin af sama öryggi og títuprjónana og hljóðið sem berst um stofuna þegar skærin renna eftir borðinu í gegnum efnið segir mér að nú verði ekki aftur snúið. Áður en ég veit af stend ég við spegilinn í forstofunni í samanþræddri flík- inni og amma segir það sem ég óttast mest: Hef ég gert þetta of lítið á þig? En það gerðist aldrei, svona efasemdir voru bara part- ur af prógramminu. Svo tók við ferli sem reyndi á þolinmæði okkar beggja – saumaskapurinn; felling hér en ekki þar, of vítt hér og heldur þröngt þar. En í þann mund sem mjólkurgrauturinn var tilbúinn og afi kom inn úr bíl- skúrnum eftir að hafa gert við bílinn hans „Hjalta og Skafta“ sem í mínum huga voru einn og sami maðurinn – þá og einmitt þá var flíkin nánast tilbúin. Þegar ég opna minninga- kistuna mína úr æsku, ryðjast minningar sem þessar framfyrir aðrar; það var alltaf verið að sauma eða prjóna á okkur krakk- ana, amma gat einfaldlega gert allt, það var alveg sama hvort það voru síðkjólar eða skíðabux- ur, sokkar, vettlingar eða peysur, það lék allt í höndunum á henni. En það var ef til vill ekki að ástæðulausu. Amma var næstelst í hópi níu systkina og þurfti snemma að bjarga sér eins og tíðkaðist með fólk af hennar kyn- slóð. Mig minnir að hún hafi sagt mér að hún hafi verið 12 ára þeg- ar hún saumaði sér fyrsta kjól- inn, af því að hana langaði í kjól og það var ekki í boði að kaupa hann í búð. Þegar ég var yngri fannst mér alltaf merkilegt hvernig amma fór að því að skilja leiðbeiningar og uppskriftir í útlenskum blöð- um, hún sem kunni engin erlend tungumál. Það virtist alveg sama hvort blöðin voru á þýsku, hol- lensku eða dönsku, flíkurnar urðu alveg eins og í blaðinu, þrátt fyrir að amma skildi ekki tungu- málið. En auðvitað las hún ekki leiðbeiningarnar til að fara eftir þeim frá a til ö, reynslan hafði kennt henni miklu meira en það sem læra má af blöðum og bók- um, og þess vegna vissi hún oft- ast hvernig átti að gera hlutina áður en hún hófst handa. Á æskuárum mínum var Goða- brautin nánast eins og mitt ann- að heimili enda steinsnar frá mínu heimili í Svarfaðarbraut- inni. Ég hafði ekki einu sinni fyr- ir því að klæða mig sérstaklega þegar ég hljóp á milli – fór gjarn- an á prjónabrókinni – og þannig runnu þessi tvö heimili saman í eitt; ég var heima á báðum stöð- um. Hjá ömmu átti ég líka eldri „bróður“ því Leifur, móðurbróðir minn, er aðeins fjórum árum eldri en ég og þegar við eldri barnabörnin uxum úr grasi eða fórum í burtu nutu amma og afi þess að hafa börnin hans þrjú í kringum sig. Í tæp fjörutíu og sex ár eða frá því að fyrstu barnabörnin fædd- ust hefur amma verið til taks fyr- ir okkur, boðin og búin að að- stoða okkur eins og henni framast var unnt. Elsku amma, takk fyrir allt. Hermína. Elsku amma. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér og skrifa um þig minn- ingargrein. Ég á svo erfitt með að sætta mig við það að þú sért farin og að ég geti aldrei búist við þér sitjandi við eldhúsborðið í Goðabrautinni leggjandi kapal eða sitjandi í stólnum inni í stofu við gluggann til að geta fylgst með hvað gerðist í götunni. Ég á sem betur fer óteljandi minning- ar sem munu lifa með mér, þær eru ómetanlegar. Efst í huga mér er þegar þú varst 75 ára. Þá fórum við saman til Hollands. Það var þín fyrsta og eina utan- landsferð og ég man hversu vel við skemmtum okkur. Laugar- dagarnir voru uppáhaldsdagar vikunnar, þá mættum við fjöl- skyldan í besta mjólkurgraut í heimi. Í hvert skipti fannst þér grauturinn of þunnur eða of þykkur, en okkur fannst hann alltaf fullkominn. Mér finnst hrikalegt að ég náði aldrei að læra af þér að búa hann til, ég hélt við hefðum nægan tíma, en svo var ekki. Eftir að ég flutti burt þá fékk ég alltaf að velja hvort yrði mjólkurgrautur eða ábrystir þegar ég kom í heim- sókn. Skrítið að hugsa til þess að að- eins fyrir tæpum 3 vikum hringd- ir þú heim og sagðir að mjólk- urgrauturinn væri til. Það var í síðasta skipti sem ég borðaði grautinn þinn. Við áttum ómetanlegar stund- ir saman, elsku amma. Í umsjón þinni leið okkur systkinunum vel. Þú varst alltaf svo góð við okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Þú passaðir alltaf að til væru kringl- ur, ostur og kakó því það finnst bræðrum mínum best að fá. Ég heyrði svo oft: „Svona Anna mín, láttu þá eiga sig.“ Þetta heyrðist í þér þegar ég var að reyna að siða bræður mína til. Ég held að þér hafi fundist ég einum of stjórnsöm við þá stundum. Þetta er aðeins smá brot af minningunum sem við eigum saman. Það er erfitt að hugsa til þess að börnin okkar fái aldrei að kynnast þér og upplifa þá góðu tilfinningu sem maður fékk við að koma inn í Goðabrautina til ykk- ar afa. En minningarnar höfum við og getum við sagt börnunum okkar endalaust frá þér, elsku amma. Við systkinin vorum aldr- ei lengi að sofna í sófanum inni í stofu, svo rólegt og yfirvegað var andrúmsloftið í Goðabrautinni. Það var alltaf jafn fyndið þeg- ar maður hringdi og hafði kvatt þig í símann, þá varstu alltaf svo lengi að skella á og við gátum hlegið endalaust að því sem mað- ur heyrði á þessum tíma þar til þú skelltir á, yfirleitt varstu að segja afa hvað við höfðum verið að segja. Veikindi þín stóðu stutt yfir, enda hefðir þú ekki viljað láta hafa mikið fyrir þér, það var ekki þinn stíll. Mér finnst ég hafa verið rosa- lega heppin að hafa fengið að eyða síðustu klukkutímunum með þér. Það að hafa horft á þig fara var það erfiðasta sem ég hef gert en ég er þakklát fyrir að hafa haldið í hönd þína þegar þú kvaddir þennan heim. Þú varst svo friðsæl og falleg þegar við skildum. Söknuðurinn er mikill, það var svo gott og gaman að vera í kringum þig. Þú átt stóran part í hjarta okkar, elsku amma, og við munum minnast þín alla ævi. Við elskum þig ávallt. Anna Kristín, Jóhann Björgvin og Sigfús Páll. Hermína Þorvaldsdóttir erfidrykkjur Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is www.grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ORMUR ÓLAFSSON, Safamýri 54, lést á Hrafnistu, Reykjavík, að morgni miðvikudagsins 22. ágúst. Alfa Guðmundsdóttir, Ólafur Ormsson, Ágúst Þór Ormsson, Ingibjörg Kristinsdóttir, Gunnlaugur Óskar Ágústsson, Anna Heiður Heiðarsdóttir, Sveinn Fjalar Ágústsson, Jóna Rún Gísladóttir, Sverrir Rafn Ágústsson, Hrefna Fanney Matthíasdóttir, Freyja Ágústsdóttir og langafabörn. ✝ Mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Bárugötu 37, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og góða umönnun. Ingibjörg Jónsdóttir Eyjólfur Bjarnason, Örvar, Ernir og Ragnheiður, Björn Jónsson Guðrún Valgeirsdóttir, Jón Valgeir, Vala og Björn, Eva Björk Kaaber, Axel Kaaber og langömmubörnin sjö. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BEN SNORRASON, Laxalæk 36, Selfossi, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 21. ágúst. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta MND-félagið njóta þess. Irena Halina Kolodziej, Unnur Ben Ólafsdóttir, Viðar Bergsson, Ólöf Þóra Ólafsdóttir, María Ben Ólafsdóttir, Óskar Einarsson, Einar Ólafsson, Guðný Ólafsdóttir, Gunnar Jökull Guðmundsson, Sara Rós Kolodziej, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, INGÓLFUR INGÓLFSSON, Reynigrund 22, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ragnheiður Björg Björnsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Fjóla Jóhannesdóttir, Berglind Ingólfsdóttir, Hreggviður Ársælsson, Arnar Ingólfsson, afabörn og systkini. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, vinkona, dóttir og systir, ANNA STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR, Sjafnargötu 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 23. ágúst. Kjartan Bjargmundsson, Elsa Kjartansdóttir, Bjargmundur Ingi Kjartansson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Ragnheiður Ólína Kjartansdóttir, Ágúst H. Elíasson, Elsa Vestmann Stefánsdóttir, Birgir Sigurðsson, Einar Ingi Ágústsson, Elías Halldór Ágústsson, Eva Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.