Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 ✝ Anna Frey-gerður Gests- dóttir fæddist 1. febrúar 1950 á Pat- reksfirði. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 19. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Gestur Guðjónsson, f. 28.9. 1919, d. 9.11. 1991, og Ólafía Margrét Sveinsdóttir, f. 6.9. 1926, d. 25.9. 1998. Systkini hennar eru Sigurvin, f. 1946, d. 1952, Ingveldur, f. 1953, búsett á Patreksfirði, eig- inmaður Haraldur N. Arason, f. 1953. Anna giftist 1.12. 1970 Rafni Hafliðasyni, Rabba, bak- arameistara og kaupmanni, f. 18.8. 1951. Foreldrar hans voru Hafliði Ottósson, bakara- meistari, f. 3.3. 1925 , d. 3.6. Diogo, f. 1991, sambýliskona hans er Júlíanna Ósk Laire, f. 1993. 3) Brynja, f. 1976, börn hennar eru Elísabet Anna, f. 1996, og Sigrún, f. 1999. Anna ólst upp á Patreksfirði og bjó þar nánast alla sína tíð. Anna lauk barnaskóla á Pat- reksfirði, gagnfræðaprófi á Núpi í Dýrafirði og útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum Stað- arfelli. Fyrstu árin vann Anna margvísleg störf en mestalla starfsævina starfaði hún við eig- in rekstur þeirra hjóna. Áhugamál hennar í gegnum tíðina voru ferðalög, hannyrðir, dýr, blóm, söngur og laxveiði. Sinnti hún þeim þegar tími gafst til. Anna starfaði meðal annars í kirkjukór Patreksfjarðarkirkju á yngri árum og síðustu árin í Slysavarnafélaginu Unni. Anna var mikil fjölskylduvera og lagði mikið upp úr því að hafa fjölskylduna nálægt sér. Stofnuðu þau hjónin, ásamt börnum og fjölskyldum þeirra, tónlistarhópinn Fjölskyldubönd- in. Útför Önnu fer fram frá Pat- reksfjarðarkirkju í dag, 25. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 14. 2007, og Val- gerður Albína Samsonardóttir, f. 20.2. 1930, d. 31.3. 2003. Anna og Rabbi eignuðust þrjú börn: 1) Ólaf- ur Gestur, f. 1970, sambýliskona Ólöf Guðrún Þórð- ardóttir, f. 1970, börn þeirra Pat- rekur Örn, f. 1994, og Agnes Diljá, f. 1997, fyrir átti Ólöf Tinnu Holt, f. 1988, sambýlismaður hennar er Trausti Þór Karlsson, f. 1987, og fyrir átti Gestur Aðalstein Grétar, f. 1989, sambýliskona Anna Margrét, f. 1989, og börn þeirra Emma Lind, f. 2008, og Alba Sædís, f. 2011. 2) Sigmar, f. 1974, eiginkona Angela Mar- ina Barbedo Amoro, börn þeirra Rafn Edgar, f. 1999, fyr- ir átti Sigmar Eystein Bessa, f. 1997, og fyrir átti Angela Luis Elsku besta amma mín. Að þú skulir hafa farið svona fljótt frá mér. Ég næ þessu varla enn þann dag í dag enda ekki komin vika síðan þú kvaddir mig, en ég vil að þú vitir elsku amma að ég elskaði þig meira en þú gast ímyndað þér, enda ekki annað hægt en að elska svona yndis- lega konu sem var svo hjartagóð og vildi öllum vel. Albína verður heldur aldrei söm aftur, það mun vanta þig til að taka á móti manni með fal- lega brosinu þínu, það verður allt bara svo tómlegt án þín. Ég held endalaust áfram að rifja upp minningarnar sem við eigum saman og þær eru nú ekki fáar. Ég veit vel að þú munt vaka yfir mér, passa að ég fari réttu leiðina í lífinu og bara að mér líði vel. Mundu bara að við elskum þig öll og munum sakna þín rosalega mikið enda varstu annar helm- ingurinn minn og kletturinn minn í einu og öllu. Ef þú værir ennþá hérna hjá okkur fengirðu heilu ræðurnar frá mér um hversu mikið mér þykir vænt um þig. Maður skilur ekki hversu hratt þetta getur gerst en allt sem við áttum eftir að gera sam- an verður vonandi klárað í draumum mínum. Þegar við fengum að sjá þig á miðvikudaginn var svo gott að sjá hversu mikill friður var yfir þér og þeir bestu falla víst fyrst frá því Guð þarfnast þeirra þarna uppi, en ég veit að þú munt fylgja mér. Ég elska þig amma mín. Hvíldu í friði. Við lífsins stiga ætlum að þramma og þar með okkur verður þú okkar elsku besta amma. Okkur þykir lífið svo skrýtið og margt er svo flókið í heiminum nú. Þá er alltaf gott að vita að okkur getur hjálpað þú. Þú alltaf í huga okkar ert. Þú hjörtu okkar hefur snert með góðmennsku og hjartavernd. Hér og nú ertu heimsins besta amma nefnd. Þú ert sem af himnum send. (Katrín Ruth) Þín ömmustelpa, Elísabet Anna. Kveðja frá Slysavarna- deildinni Unni Anna Gestsdóttir gekk í Slysavarnadeildina Unni á Pat- reksfirði vorið 2007, reyndar sama ár og ég undirrituð og einnig dóttir hennar, Brynja Rafnsdóttir. Slysavarnadeildin hefur því aldrei verið án Önnu í mínum huga, enda varla sá fund- ur, vinna fyrir deildina, uppá- koma eða ferð sem Anna tók ekki þátt í með sinni einstöku gleði, jákvæðni, æðruleysi og dugnaði. Hún tók virkan þátt í starfi fjáröflunarnefndarinnar, bakaði pönnukökur af einstakri snilld, þaut um í eldhúsi félags- heimilisins auk þess sem hún og maðurinn hennar, Rafn Hafliða- son, styrktu deildina á margan hátt með styrkjum og gjöfum. Anna lét sig heldur ekki vanta á fundi deildarinnar, félagsfundi sem og skemmtifundi og var hún mikils metin af öllum félagskon- um. Haustið 2010 fór hún ásamt fleiri konum úr deildinni á kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Húsavík þar sem við brugðum okkur meðal annars í Rauð- hettubúninga – en Anna hafði alltaf gaman af slíkum uppá- tækjum og tók gjarnan þátt í því. Raunar fannst henni svo gaman á kvennaþinginu að hún kom að máli við mig fyrir stuttu, þegar ég hljóp inn í Albínu að kvöldi þar sem hún var að af- greiða sem oftar, og spurði mig hvort það styttist nú ekki í næsta kvennaþing og var hún ákveðin í því að láta sig ekki vanta. Þegar við áttum þetta samtal grunaði mig ekki að þremur dögum síðar fengi ég þær fréttir að Anna Gestsdóttir væri látin. Allt of snöggt, óvænt og fyrst og fremst allt of snemma var hún kölluð frá okkur og munum við sakna hennar tilfinnanlega í leik og starfi okkar í slysavarnadeild- inni sem og okkar daglegu lífi sem hún átti svo stóran sess í. Við vottum fjölskyldu og að- standendum hennar okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Minning hennar mun lifa áfram í öllu því góða sem hún gaf af sér í samfélaginu okkar. Gyrir hönd Slysavarnadeild- arinnar Unnar á Patreksfirði, Nina Anna Dau. Anna Freygerður Gestsdóttir Í æsku fór ég oft vestur í Dali á heimaslóðir Kristins Sveinssonar, afa míns, að Sveinsstöðum, sum- arbústað hans og Margrétar Jör- undsdóttur, ömmu. Hápunktur ferðarinnar var ávallt að fara í Fagradal og hitta þar heimamenn. Steinólfur var hrókur alls fagn- aðar. Hann var félagslyndur og alltaf stutt í kímnina. Sem dæmi Steinólfur Lárusson ✝ Steinólfur Lár-usson kvaddi þennan heim í Búð- ardal við Hvamms- fjörð þann 15. júlí sl., en hann var fæddur 26. júní 1928. Steinólfur Lár- usson var jarðsung- inn frá Skarðs- kirkju 21. júlí 2012 og var huslaður í kyrrþey að eigin ósk og orða- lagi. má nefna nýyrði hans á borð við skítahaugahoppara (kjúkling), búkvirkja (lækni), beljudjús (mjólk), harðgleypur (kringlur) og glyrnu- sérfræðing (augn- lækni). Þótt hann væri bæði hávaxinn og ábúðarmikill í fasi var hann ofurblíður í lund og mátti ekkert aumt sjá, nema það væri tófa! Hann gerði börnum það stund- um til gamans að gretta sig og geifla og hlógum við mikið að þeim undrum og ævintýrum sem urðu í andliti hans við þessar kúnstir. Ég minnist þess eitt sinn þegar Steinólfur brunaði upp Sveins- staðaheimreiðina að hvíta Ladan bilaði í brekkunni. Þá heyrði ég hávaðabölv og ragn þegar Stein- ólfur stökk út úr bílnum á stígvél- unum og í lopapeysunni, flaug upp á húddið og hoppaði á um leið og hann úthellti nokkrum sérlega vel völdum orðum um bíldrusluna. Því það veit sá sem allt veit að hann kunni að orða hlutina svo eftir var tekið. Það er með trega og brosi sem ég kveð þennan merka mann. Höllu, Guðmundi, Hrefnu og fjölskyldunni allri sendi ég inni- legustu samúðarkveðjur á þessum sorgardegi. Ingunn Margrét Blöndal. Dr. Kristján Eldjárn sagði eitt sinn um Steinólf í Fagradal að hann hefði „hreinast tungutak nú- lifandi Íslendinga“. Hann var bráðgreindur merk- ismaður, fjölmenntaður, sagna- þulur og magnaður húmoristi. Þeir sem þekktu manninn og tungutak hans sannfærðust enn betur um málsnilld hans og þrótt- mikið stílbragð í þeim mergjuðu pistlum er hann lét nokkrum sinn- um frá sér fara. Í honum sindruðu allir kostir og kenjar þjóðarinnar; sagnaást- in, frásagnargáfan og ljóðhneigð- in. Hann var allt í senn; náttúru- barnið, raunvísinda-, hugvits- og uppfinningamaður, frumkvöðull, íhald og róttækur, háalvarlegur eina stundina en átti til að bregða á skeið með hrekkjóttar kenjar og stríðni, raunsæismaður, dreyminn á stundum og hafði lúmskt gaman af hjátrú og hindurvitnum í þjóðtrú. Er Steinólfur hafði orðið í góðra vina hópi þögðu menn í kór, þ.e.a.s. þeir þögðu einum kjafti. Þegar hann talaði þótti mér eins og hann léki á hljóðfæri með kar- akter sínum og málsnilld. Fór allt saman; tungutak og raddbrigði, síhvik ásýnd mannsins þegar hann sagði frá, leiftrandi glettnin í augum hans en stormaþytur eða jafnvel arnsúgur þegar hann víxl- aði yfir í alvarlegri mál. Það er einstakt og ógleymanlegt að hafa kynnst slíkum manni. Ekki voru húsráðendur í Fagradal hlaðkaldir heim að sækja. Þar var manni ævinlega tekið með kossum, kostum og kynjum. Kona Steinólfs var Hrefna Ólafsdóttir, fædd á Hamri í Ham- arsfirði 12. feb. 1928. Þau giftu sig á Hamri, æskuheimili Hrefnu, 10. apríl 1955. Þá yfirgaf Hrefna Hamarsfjörðinn og flutti að Ytri- Fagradal í Skarðshreppi með bónda sínum og þar bjuggu þau allan sinn búskap. Hún andaðist 9. apríl 2001. Það var ein síðasta ákvörðun þeirra hjóna að búa svo um hnútana að dóttir þeirra Halla og eiginmaður hennar tækju við búi í Fagradal. Þar með var tryggt að dugmikið atorku- og hagleiksfólk situr þessa jörð, því vissulega munar um vinnufúsar hendur og verkvilja nýrrar kyn- slóðar í samfélagi sveitanna. Eftir á er ótalmargs að minn- ast. Ég var að vinna við gerð laxa- stiga í Fagradalsá og varð á að skera mig á olíutunnu þvert á alla fingurgóma annarar handar. Íklæddur hvítum vinnubuxum arkaði ég heim að Ytri-Fagradal að fá plástur og mætti Steinólfi á hlaðinu. Hann rak upp stór augu, fórnaði höndum og hrópaði upp yfir sig: „Blessður maðurinn, blessaður maðurinn – láttu mig lappa upp á þig.“ Þannig háttaði til að önnur buxnaskálmin var enn hvít en hinn blóðrauð niðrúr og ekki furða að manninum brygði. Löngu síðar minntist Steinólf- ur þessa atviks og sagði þá: „Ég hélt þú myndir drepast á hlaðinu drengur, svei mér þá.“ Svo hló hann og pírði á mig augun. „Hvað hefðirðu gert?“ spurði ég. „Ég hefði jarðað þig sjálfur, maður. Þú ert alltof góður í prest- ana, elskan mín; ég hefði aldrei tímt því.“ Fallinn er frómur maður, fjöl- fróður, hógvær og snjall. En minningin lifir og ský mun aldrei falla á minningarskjöld hans. Þeg- ar Steinólfs er minnst verður æv- inlega um hann sagt: „Hann var drengur góður.“ Haraldur G. Blöndal og María Aldís Kristinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, ömmu og langömmu, HELGU M. PÁLSDÓTTUR, Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir fá Heimahlynning, Akureyri, og starfsfólk Lerkihlíðar, dvalarheimilinu Hlíð. Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Þorgrímur G. Jörgensson, Helga Margrét Helgadóttir, Ómar Örn Magnússon, Sara Helgadóttir, Birgir Örn Guðjónsson og langömmubörnin. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, AUÐBJARGAR DÍÖNU ÁRNADÓTTUR, Heiðarlundi 18, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans á Hringbraut og hjúkrunarþjónustu Karitas. Jón Hermannsson, Árni Jónsson, Sólveig Pálsdóttir, Hermann Þór Jónsson, Harald Schmitt, Díana, Ólafur Páll og Íris. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐJÓNS ÞORBERGSSONAR, Lækjasmára 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- heimilisins Skógarbæjar fyrir hlýju og góða umönnun. Jónína Þorsteinsdóttir. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNESAR HARALDAR PROPPÉ, hjúkrunarheimilinu Mörk, áður Hæðargarði 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut og á hjúkrunarheimilinu Mörk. Unnur Guðmundsdóttir Proppé og aðstandendur. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.