Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 49
Lewis Holland heitinn. Hann var svo vænn að yfirfara með mér að- ferð mína, sýndi henni mikinn áhuga og samþykkti hana. Í því felst mikil viðurkenning. Hitt verkefnið er Nemanet-kenn- ingin sem miðar að bættri nýtingu námsstöðva í heila með tilliti til ein- beitingar og námsárangurs. Nema- net-kenningin var birt í bók minni „Lærum að nema“ sem Mál og menning gaf út 2004, en ég starfa nú að því verkefni í samstarfi við Reykjanesbæ, Keili og hugbún- aðarhúsið Habilis með stuðningi Tækniþróunarsjóðs RANNÍS. Verkefnið er hugbúnaðarsmíð á for- sendum kenningarinnar – rafrænn- ar vinnubókar námsmanna sem mætir breyttum skilyrðum á raf- rænum tímum.“ Ásta er auk þess framkvæmda- stjóri NemaForum – Menningar- húss við Lækjargötu. Ásta sat í samstarfsnefnd nor- rænna námsráðgjafa á háskólastigi, í Barnaverndarráði Íslands, í Æsku- lýðs- og tómstundaráði Reykjavík- ur, í samstarfshópi vegna tillögu að námi í námsráðgjöf við HÍ, í náms- matsnefnd menntamála- og fjár- málaráðuneytis, í stjórn Menningar- miðstöðvarinnar Gerðubergs, var formaður Félags íslenskra náms- ráðgjafa 1985-86, í samstarfshópi um hönnun upplýsingakerfis til að- stoðar við námsval, í nefnd vegna tillögu að rcglugerð fyrir Náms- ráðgjöf HÍ, í jafnréttisnefnd BHMR og í ritnefnd háskólahandbók- arinnar Att studera i Norden 1983- 91. Fjölskylda Eiginmaður Ástu er Valgeir Guð- jónsson, f. 23.1. 1952, tónlistar- maður og félagsráðgjafi. Foreldrar hans: Margrét Árnadóttir, f. 1.10. 1928, hönnuður, og Guðjón f. 13.5. 1929. d. 7.3. 1993, lögfræðingur. Börn Ástu og Valgeirs: Árni Tómas, f. 9.5. 1977, vaktstjóri, búsettur á Seltjarnarnesi, en kona hans er Karine Julie Paroux, nemi við HÍ, frá Frakklandi; Tómas, f. og d. 17.12. 1987; Arnar Tómas, f. 10.5. 1989, nemi í sálfræði við HÍ; Vigdís Vala, f. 9.3. 1993, nemi í sálfræði við HÍ. Systkin: Kristján Tómas, f. 15.11. 1943, prófessor og yfirlæknir við Mount Sinai-sjúkrahúsið í New York; Lára Margrét, f. 9.10. 1947, d. 29.1. 2012, heilsuhagfræðingur og alþm.; Árni Tómas, f. 19.1. 1950, yfirlæknir á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund; Hallgrímur Tómas, f. 25.1. 1961, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri. Foreldrar: Jónína Vigdís Krist- jánsdóttir Schram, f. 14.6. 1923, fyrrv. læknaritari á Rannsóknar- stofu HÍ, og Ragnar Tómas Árna- son, f. 13.3. 1917 í Reykjavík, d. 3.3. 1984, söngvari og útvarpsþulur. Úr frændgarði Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur Jón Þórðarson skipstj. í Rvík. Guðrún Jónsdóttir frá Hlíðarhúsum í Rvík. Ellert Schram skipstj. í Rvík. Magdalena Árnadóttir húsfr. í Rvík. Ásta Thorgrímsson frá Húsinu á Eyrarbakka Benedikt Kristjánsson hreppstj. í Selárdal Ragnhildur Þórðardóttir bróðurdóttir Árna, langafa Ragnhildar, móður Kristjáns Bersa og ömmu Ólafs Harðarsonar prófessors. Afi Ragnhildar: Gísli, pr. í Selárdal, bróðir Ísleifs dómstjóra, afa Guðnýjar, ömmu Halldórs Kiljan Laxness Ásta K. Ragnarsdóttir Ragnar Tómas Árnason söngvari og útvarpsþulur Jónína Vigdís Schram fyrrv. læknaritari Kristján Schram skipstj. í Rvík. Lára Jónsdóttir húsfr. í Rvík. Árni Benediktsson stórkaupm. Kristrún Tómasdóttir húsfr. Tómas Hallgrímsson Læknaskólakennari, sonasonur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar, forföður ráðherranna Geirs Hall- grímssonar, Kristjáns Jónssonar, Péturs Jónssonar, Haraldar Guðmundssonar og Jóns Sigurðssonar Björgvin Schram stórkaupm. og form. KSÍ Ellert Schram fyrrv. forseti ÍSÍ og alþm. Bryndís Schram fyrrv. dagskrárgerðam. Kúltúrkonan Ásta á jólavöku hjá NemaForum 2011. ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Sigurður Jónsson, skáld ogbóndi á Arnarvatni í Mý-vatnssveit, fæddist 25.8. 1878. Hann var sonur hins ágæta alþýðu- skálds, Jóns Hinrikssonar, bónda á Helluvaði í Mývatnssveit, af ætt Jón harðabónda í Mörk í Laxárdal, ætt- föður Harðabóndaættar, og Sigríðar Jónsdóttur frá Arnarvatni. Sigurður var hálfbróðir Jóns, alþm. í Múla, föður Árna, alþm. og ritstjóra frá Múla, föður Jóns Múla Árnasonar, tónskálds, djassara og útvarpsmanns, og Jónasar Árnason- ar, alþm. og rithöfundar. Hálfsystir Sigurðar var Sigríður, langamma Sveins Skorra Höskulds- sonar prófessors og íslenskufræð- ings. Seinni kona Sigurðar á Arnar- vatni var Sólveig Hólmfríður, af Reykjahlíðarætt og Skútustaðaætt, dóttir Péturs, alþm. og ráðherra, sem var bróðir Kristjáns háyfirdóm- ara sem varð þriðji ráðherra Ís- lands. Pétur var sonur Jóns Sigurðs- sonar, alþingisforseta á Gautlöndum. Meðal barna Sigurðar og Sól- veigar Hólmfríðar er Málfríður, bókavörður og fyrrv. alþm. Sigurður lauk gagnfræðaprófi frá Möðruvallaskóla 1899, hóf búskap á Arnarvatni 1902 og var þar bóndi allan sinn starfsferil. Hann sendi frá sér ljóðabækurnar Upp til fjalla, 1937, og Blessuð sértu sveitin mín, 1945. Seinni bókin heitir eftir þekkt- asta ljóði Sigurðar sem er óður til sveitar hans. Ljóðið varð mjög vinsælt á sínum tíma og mikið sung- ið um árabil við fallegt lag séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Það hefur oft verið nefnt þjóðsöngur íslenskra sveita og jafnvel komið til álita í umræðum manna á meðal sem þjóðsöngur. Lagið og ljóðið hafa haldið vel sínum vinsældum sem hafa fremur aukist í seinni tíð frem- ur en dalað. Það heyrist t.a.m. oft sungið við útfarir. Vinur og sveitungi Sigurðar var Jón Stefánsson (Þorgils gjallandi) og orti Sigurður um hann ágætt erfiljóð. Sjálfur lést Sigurður 1949. Merkir Íslendingar Sigurður Jónsson Laugardagur 101 árs Kristín H. Jónsdóttir 90 ára Jón Kr. Bjarnason Vigdís Finnbogadóttir 80 ára Ágúst Þórhallsson Erla Guðný Sigurðardóttir Jóhanna Guðjónsdóttir 75 ára Olga María Franzdóttir Ólöf Magnúsdóttir Ragna Hjaltadóttir 70 ára Stefán Örvar Hjaltason Tryggvi Valdemarsson 60 ára Ástríður Kristinsdóttir Guðmundur Haraldsson Halldór Gíslason Jörundur Svavarsson 50 ára Arnþór Gylfi Árnason Ágúst Arnar Jakobsson Hafdís Jónsdóttir Jörundur Jökulsson Magnús Eiríksson Sigrún Hjörleifsdóttir 40 ára Ólafur Björnsson Sigurður Ingi Erlingsson Sólrún Ólína Sigurðardóttir 30 ára Arnór Jónsson Hjalti Jónsson Íris Ósk Ágústsdóttir Jón Stefán Jónsson Tinna María Magnúsdóttir Sunnudagur 90 ára Bragi Sigurgeirsson Indriði Sigmundsson 80 ára Björn Daníelsson Hafdís Ásmundsdóttir 75 ára Anna Halldórsdóttir Helgi Hróbjartsson 70 ára Ásgeir V. Eggertsson Garðar Siggeirsson Grétar Sveinsson Gunnar Þór Kristjánsson 60 ára Guðfinnur Friðjónsson Helgi Gunnarsson Jóhann Jóhannsson Kristín Guðjónsdóttir Stefán Jónsson 50 ára Birkir Birgisson Björn Úlfarsson Fjóla Marinósdóttir Helga Loftsdóttir 40 ára Auðunn Jónsson Bent Marinósson Bryndís Bjarnadóttir Sigríður Harðardóttir Viktor Ragnarsson 30 ára Daði Freyr Kristjánsson Edda María Hagalín Elí Ágúst Ármannsson Eva Dögg Jóhannesdóttir Sæunn Magnúsdóttir Tinna María Ómarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Lárus ólst upp í Hveragerði, lauk atvinnu- flugmannsprófi á þyrlu og er þyrluflugmaður hjá Landahelgisgæslunni. Maki: Ragnheiður Magn- úsdóttir, f. 1983, íþrótta- og grunnskólakennari. Synir: Magnús Bjarki, f. 2008, og Arnar Gauti, f. 2011. Foreldrar: Kristján Helgi Lárusson, f. 1961, vélvirki, og Hrönn Waltersdóttir, f. 1962, listamaður. Lárus Helgi Kristjánsson 40 ára Valdís er lærður framreiðslumeistari, einkaþjálfari og stofnandi Jump Fit og FOAM FLEX á Íslandi. Maki: Friðþjófur Arnar Friðþjófsson, f. 1967, húsasmiður. Synir: Örn Leó, f. 1994, og Aron Leó, f. 1996. Foreldrar: Sigurþór Sig- urðsson, f. 1944, fram- kvæmdastjóri, og Guðný Jónsdóttir, f. 1954, leir- listamaður. Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir 30 ára Elín hefur búið á Akureyri nánast alla tíð, starfar hjá Þrifum og ræstivörum á Akureyri og sinnir húsmóðurstörfum. Maki: Sverrir Már Jó- hannesson, f. 1981, þungavinnuvélarstjóri. Börn: Aron Máni, f. 2006; Rakel Nótt, f. 2009, og Elvar Logi, f. 2011. Foreldrar: Eyrún Her- mannsd., f. 1957, skóla- liði, og Kolbeinn Hjálm- arsson, f. 1947, rafvirki. Elín Helga Kolbeinsdóttir Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval Íslensk hönnun og handverk Salattöng 13.900.- Eilífðarrósin, skúlptúr til í tveimur stærðum lítil rós 41.500.- stór rós 44.800.- Úrval morgungjafa Handsmíðaðir hringar úr 14 karata gulli með hvítagullshúðaðri rönd 149.900.- parið Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Borðbúnaður og skúlptúrar úr eðalstáli, skreytt íslenskum steinum Ostahnífur 7.900.- Smjörhnífur 7.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.