Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Verkefni Þjóðleikhússins í vetur eru fjölbreytt að vanda og það má segja að það sé verið að spila á allan tilfinningaskalann,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri um komandi leikár, 2012-13. „Fyrsta frumsýning vetrarins er hin sívinsæla fjölskyldu- og barna- sýning Dýrin í Hálsaskógi. Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá fæðingu Torbjörns Egners, góðvinar barn- anna og sérstaks vildarvinar Þjóð- leikhússins, og fimmtíu ár eru frá frumuppfærslu á Dýrunum í Hálsa- skógi sem var einmitt í Þjóðleikhús- inu. Auk Dýranna verður Karíus og Baktus sýnt í Kúlunni um áramót, svo það má segja að Þjóðleikhúsið haldi veglega upp á aldarafmæli Torbjörns Egners,“ segir Tinna. Hilmir og Stefán saman á ný „Fyrsta kvöldsýningin á Stóra sviðinu á þessu leikári er Með fulla vasa af grjóti, sem var fyrst sýnd hér fyrir tólf árum, naut gífurlegra vinsælda og var sýnd oftar en nokk- ur önnur sýning í sögu leikhússins, eða 180 sinnum. Það er sama teymið sem stendur að sýningunni og þeir Hilmir Snær og Stefán Karl leika alla hina ólíku karaktera sem koma við sögu í verkinu, eða fjórtán tals- ins. Það er orðið nokkuð langt síðan Stefán Karl steig síðast á svið á Ís- landi, en hann hefur gert það gott vestanhafs undafarin ár. Það er verulegur fengur að því að fá einn helsta gamanleikara þjóðarinnar aftur til liðs við Þjóðleikhúsið. Æf- ingar eru langt komnar og óhætt að lofa óborganlegri skemmtun, þó verkið sé alls ekki gamanleikur,“ segir Tinna. Þá prýði fjöldi íslenskra verka verkefnaskrána og fyrsta frumsýningin í Kassanum verði á nýju verki eftir Hávar Sigurjónsson, Jónsmessunótt, í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. „Eftir áramót verður síðan nýtt verk eftir skáldkonurnar Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudótt- ur; Karma fyrir fugla, frumsýnt í Kassanum í leikstjórn Kristínar Jó- hannesdóttur og verkið Englar al- heimsins, eftir Einar Má Guð- mundsson, í leikgerð og leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, verður síðasta frumsýning leikársins á Stóra sviðinu. Þorleifur hefur á undraskömmum tíma náð að haslað sér völl sem einn helsti ungi leik- stjórinn í hinum þýskumælandi heimi og leikstýrir nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Harpa Arnardóttir er einnig nýr leikstjóri við Þjóðleikhúsið, sem og Charlotte Böving sem sviðsetur nýtt danskt verðlaunaleikrit í Kassanum í vor, Kvennafræðarann. Það er ánægjulegt að geta boðið þetta hæfi- leikaríka listafólk velkomið í hóp listrænna stjórnenda í Þjóðleikhús- inu,“ segir Tinna. Fleiri höfundar og leikstjórar komi til með að hasla sér völl í Þjóðleikhúsinu á leikárinu í fjölmörgum samstarfsverkefnum. „Hávar Sigurjónsson á annað nýtt verk á verkefnaskránni, sem Heiðar Sumarliðason leikstýrir, Segðu mér satt. Bergur Ebbi Benediktsson á nýtt verk, Jóreyk, sem Þorsteinn Bachmann leikstýrir, Sara Martí Guðmundsdóttir semur í félagi við Sigríði Sunnu Reynisdóttur og svið- setur verkið Nýjustu fréttir, Stein- unn Ketilsdóttir semur og sviðsetur dansleikhúsverkið Já elskan, Álfrún og Margrét Örnólfsdætur standa að Kameljóni ásamt leikstjóranum Friðgeiri Einarssyni og Rúnar Guð- brandsson leikstýrir einnig í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu, svo gróskan og nýsköpunin er umtalsverð.“ Tinna segir hápunkt vetrarins svo „hið kynngimagnaða og blóðuga verk skáldjöfursins Shakespeares“, Macbeth, í leikstjórn Benedicts Andrews, á jólum. „Margir muna frábæra sviðsetningu Benedicts á Lé konungi eftir sama höfund fyrir tveim árum. Macbeth er eitt helsta verk leikhúsbókmenntanna þar sem skáldið beinir sjónum sínum að met- orðagirndinni og hryllingnum sem hún getur leitt þá út í sem verða þrælar hennar. Í aðalhlutverkum eru þau Björn Thors sem leikur tit- ilhlutverkið og Margrét Vilhjálms- dóttir sem leikur lafðina,“ segir Tinna um þá uppfærslu. Gaman og átök siðmenningar „Tveggja þjónn, óborganlega skemmtilegur nýr gamanleikur með eldfjörugri tónlist sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir á West End og Broadway, verður frum- sýndur á Stóra sviðinu í október en verkið byggist á klassískum „comedia dell arte“ gamanleik eftir Goldoni. Leikstjóri er hin þraut- reynda Þórhildur Þorleifsdóttir, en Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með aðalhlutverkið og leikur hinn seinheppna þjón tveggja herra. Að auki skartar verkið úrvalshópi gamanleikara, svo sem þeim Erni Árnasyni, Eggerti Þorleifssyni, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Jóhanni G. Jóhannssyni og fleirum,“ segir Tinna. Þá verði kraftmikið nýtt verð- launaverk um átök siðmenning- arinnar og hins frumstæða á okkar dögum, Fyrirheitna landið, frum- sýnt á Stóra sviðinu í febrúar með Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlut- verki. Leikstjóri þeirrar sýningar er Guðjón Pedersen sem Tinna segir að vakið hafi á ný sérstaka athygli sem leikstjóri með frábærri svið- setningu sinni á Afmælisveislunni á síðasta leikári. Velgengni Vesalinga fagnað „Þjóðleikhúsið fagnar velgengni Vesalinganna með stórtónleiknum í Hörpu í upphafi leikárs. Afmælis- veislan verður tekin upp frá fyrra ári í lok ágúst og í september býður Þjóðleikhúsið leikskólabörnum upp á Sögustund í Kúlunni eins og und- anfarin ár, en það er orðinn árviss viðburður að börnum í elstu deildum leikskóla er boðið ásamt kennurum sínum í Kúluna til að kynnast leik- húsinu og fá að sjá sögu lifna við. Brúðuleikhús Bernds Ogrodniks verður í Þjóðleikhúsinu næsta vetur og starfsemi í Þjóðleikhúskjallar- anum verður blómleg, svo það verð- ur spennandi að skoða framboðið nánar,“ segir Tinna að lokum. Mikil gróska og nýsköpun  Dýrin í Hálsaskógi fyrsta frumsýning vetrarins í Þjóðleikhúsinu  Stefán Karl stígur á svið íslensks leikhúss eftir langa fjarveru  Fjöldi íslenskra verka og spilað á allan tilfinningaskalann Morgunblaðið/Eggert Spennandi „Verkefni Þjóðleikhússins í vetur eru fjölbreytt að vanda og það má segja að það sé verið að spila á allan tilfinningaskalann,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Fjölbreytni Fjögur þeirra verka sem sýnd verða í Þjóðleikhúsinu í vetur. Því verður fagnað sérstaklega á leikárinu að hundrað ár eru liðin frá því að Thor- björn Egner fæddist og verða tvö verka hans sýnd í leikhúsinu, Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. Macbeth verður jólasýning Þjóðleikhússins. Vefur Þjóðleikhússins: leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.