Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 53

Morgunblaðið - 25.08.2012, Síða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Ég veit jafnlítið og áheyrendur um hvað mun gerast. Ég hef aldrei spilað með þessu sniði á tónleikum – alger- lega óundirbúinn,“ segir Agnar Már Magnússon píanó- leikari sem sest við flygilinn og leikur af fingrum fram í hádeginu í dag, klukkan 11.30, í Kaldalóni í Hörpu. „Svona hreinræktaðir „improv“-einleikstónleikar eru líklega með því kaldara sem hægt er að láta sér detta í hug að fara út í. Ég geri það stundum að leggja fyrir sjálfan mig einhver verkefni sem mér þykja ögrandi og þroskandi um leið. En þetta á sem sagt ekki að vera neinn tormeltur hávaði þrátt fyrir þetta form. Ég fór í upptökur í sumar og lék mér þá meðal annars að því að spila óundirbúið og það reyndist vera það sem kom hvað skemmtilegast á óvart,“ segir Agnar Már. Sú tónlist kemur út á tvöföldum geisladiski í október hjá Dimmu. Agnar Már hefur mörg járn í eldinum en hefur í ár tekið sér frí frá kennslu þar sem hann er á listamannalaunum. „Þegar maður hefur gott næði og góðan tíma gerast oft einhverjir hlutir sem maður sér ekki alveg fyrir og ég hlakka til að leyfa áhorfendum að heyra þetta þótt ég sé auðvitað líka bæði spenntur og pínu stressaður, það er allt öðru vísi að gera svona einn í stúdíói en fyrir framan áheyrendur. Agnar Már er líkt og aðrir djasstónlistarmenn með mörg járn í eldinum. Hann spilar til að mynda með ASA- tríói og í vetur gegnir hann hlutverki tónlistarstjóra í söngleiknum Mary Poppins í Borgarleikhúsinu. Þá er hann byrjaður að semja tónlist fyrir plötu sem kemur út á næsta ári. Aldrei spilað með þessum hætti áður  Agnar Már Magnússon sýnir á sér nýja hlið í hádeginu Píanóleikarinn Agnar Már Magnússon spilar óundir- búið á tónleikum í hádeginu í dag, nokkuð sem hann hefur aldrei gert áður opinberlega. Mýmörg dæmi eru þess aðupptökur spilamennskuleiftri svo af auðheyri-legri skemmtan þeirra sem undir leika að ómögulegt er ann- að en að hrífast með. Nýjasta plata þeirra Melchior-manna ber þessa nokkur merki því enginn þarf að velkjast í vafa um að þeir félagar og samferðafólk á plötunni hafa skemmt sér hið besta við leik og söng þeirra fimmtán laga sem skífan geymir. Fyrir slíku eru þó takmörk og ekki dugir spilagleðin alltaf til. Venjulega vill hlustandi að músíkin sem hlýtt er á hreyfi við sér, að minnsta kosti lítið eitt. Því er ekki alltaf að heilsa á Mat fyrir tvo; yrkis- efni eru jafnan hversdagsleikinn og bregða þeir á loft hvunndagsmyndum ýmiss konar. Ef slíkur kveðskapur á hinsvegar að ganga upp þarf ein- hvern neista, einhvern örlítinn brodd sem hífir framvinduna upp úr flat- neskjunni. Ekki vantar fjölbreytnina enda er sungið um uglu á músaveið- um, spegil, vor og fleira, að ógleymd- um mat fyrir tvo. Eru þeir á svip- uðum slóðum hvað það varðar og á síðustu plötu; þar sungu þeir meðal annars mikinn brag um fiskisúpu. En það gerist oft og tíðum ekki nokkur skapaður hlutur í lögunum á Mat fyrir tvo. Þegar verst lætur er kveðskapurinn næstum vandræða- lega rýr í roðinu; mætti á stundum draga þá ályktun að flytjendur séu að gera að gamni sínu með bagalega texta. Ekki hjálpar upp á sakirnar að lagasmíðarnar eru helst til brokk- gengar, allt frá úrvalsgóðum fléttum (svo sem „Sólin mín“ sem er frábært lag, „Þetta kvöld“ sem er vart síðra og „Sem aldrei fyrr“ sem er í sér- flokki) og yfir í agalega hugmynda- neyð þar sem ekkert grípur athygl- ina. Því er stundum fleygt að til að geta iðkað sanna list þurfi helst þjáningu og átök, annars sé borin von að al- mennilegur innblástur láti á sér kræla. Ef til vill líður hinum miðaldra meðlimum í Melchior bara of vel frá degi til dags til að geta framið nægi- lega grípandi list? Að öllu gamni slepptu þá er ekkert hægt að setja út á hljóðfæraleikinn, hann rennur hjá sem smurður og flutningur í það heila fínn. Af þeim sem hefja upp raust sína á plötunni kemst Hilmar Oddsson best frá því og færi vel á því að láta honum míkrófóninn alfarið eftir. Þegar allt er sett upp á strik verð- ur að segjast eins og er að nokkrum lögum hefði hreinlega mátt sleppa til að styrkja heildarmyndina. Þeim þremenningum er þó ekki alls varnað frekar en fyrri daginn og allir sem kunnu að meta síðustu plötu þeirra, samnefnda sveitinni, sem kom út 2009, róa hér á vísan og eiga heldur betur gott í vændum. Tíðindalaust á miðaldravígstöðvum Matur fyrir tvo bbmnn Plata með hljómsveitinni Melchior (Karl Roth, Hilmar Oddsson og Hróðmar I. Sigurbjörnsson). Kristín Jóhannsdóttir ljær söngrödd. Sveinn Kjartansson stjórnaði hljóðblöndun. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Melchior Nokkrum lögum hefði mátt sleppa á plötunni nýju, að mati rýnis. Háskólabíó hefur hafið sýningar á heimildarmynd ítalska leikstjórans Emiliano Monaco, Ég er ekki nógu gott landslag. Myndin fjallar um tvo aldna sjó- menn á Hofsósi sem komnir eru á eftirlaun, en geta ekki hætt að stunda sjóinn eins og þeir gerðu á yngri árum, er þeir voru í fullu fjöri, eins og því er lýst í tilkynningu. Upplýsingar um myndina má finna á vivofilm.it. Ég er ekki nógu gott landslag í bíó Emiliano Monaco ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Svar við bréfi HelguHHHH SG. MBL Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 1.k Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Lau 8/9 kl. 20:00 2.k Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Fös 14/9 kl. 19:00 frum Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Sun 23/9 kl. 16:00 Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Lau 22/9 kl. 19:00 4.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Sun 30/9 kl. 20:00 3.k Þri 2/10 kl. 20:00 5.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Mán 1/10 kl. 20:00 4.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Mán 24/9 kl. 20:00 4.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS EXPRESS SYSTEM Sterkar neglur á aðeins 4 vikum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.