Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 54

Morgunblaðið - 25.08.2012, Side 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2012 Það mætti segja að staðsetning þessa tiltekna upplesturs hafi verið á mörkum þess að vera epísk, líkt og tónlist Scotts sem hann hefur unnið ýmist einn eða í gegnum sveit sína Waterboys í hartnær þrjátíu ár. Hann fór fyrir það fyrsta fram í Ed- inborg en þar fæddist Scott árið 1958. Sjálft húsið var þá St. Cecilia‘s Hall, elsta tónlistarhús borgarinnar. Byggt árið 1763 og er annað elsta sinnar tegundar á öllum Bretlands- eyjum sem enn er í notkun. Ævintýri Bók Scotts kallast Adventures of a Waterboy og þar fer hann yfir feril sinn í máli og myndum. Fyrstu þrjár plötur Waterboys sem komu út á árabilinu 1983 - 1985 innihéldu risa- vaxna, dramatíska og tilfinninga- þrungna tónlist og var sveitin farin að sigla upp að U2 hvað vinsældir og viðurkenningu varðaði undir bláend- ann á því tímabili. Þekktasta lag sveitarinnar frá þessum tíma er „The Whole of the Moon“, skamm- laus og ofurrómantískur óður til máttar mannsandans. Heims- frægðin beið handan við hornið en Heilmáni í Edinborg Rómantíker „Hann komst greinilega inn á ákveðið þægindasvæði þegar hann las upp, eitthvað sem hann gerði af natni og ástríðu.“ Scott hafði ekki áhuga, fór þess í stað til Írlands til að sinna kalli list- gyðjunnar. Leit að einhverju hreinu, sókn eftir Guði og sannleikanum hefur litað tónlistarsköpun Scotts alla tíð líkt og með hans helstu á- trúnaðargoð í tónlistinni, Van Morr- ison og Dylan. Útkoman úr Írlands- för var platan Fisherman‘s Blues sem þykir af mörgum vera topp- urinn á ferli Scott. Ekki náði hann að fylgja henni eftir sem skyldi en virk- ur hefur hann verið allar götur síðan og nýlega kom út plata þar sem hann tónsetur nokkur ljóð eftir W.B. Yeats. Eftirsjá Scott og Rankin sátu uppi á sviði með hljóðnema fyrir framan sig og í góðri nálægð við gesti, salurinn inni- legur og hlýr. Rankin skaut út nokkrum spurningum til að hita okkar mann upp og skondið að sjá að Rankin, þessi heimsfrægi spennu- sagnahöfundur, var eins og lítill hvolpur í nálægð Scotts sem hann var greinilega með á stalli. Spjallið var stirt til að byrja með og uppsetn- ingin kom mér dálítið á óvart. Scott er að túra bókina um þessar mundir og ég átti von á að hann hefði tögl og hagldir í framvindunni, myndi stýra málum og lesa upp með tilþrifum, svona líkt og um uppistand væri að ræða. Það var hins vegar meira eins og Scott væri gestur í þætti sem hann hefði hálfpartinn verið dreginn í. En tíminn vann með okkur og Scott varð rólegri – og einlægari – eftir því sem á leið. Hann komst greinilega inn á ákveðið þæg- indasvæði þegar hann las upp, eitt- hvað sem hann gerði af natni og ástríðu. Ýmislegt skemmtilegt kom í ljós, t.a.m. sagði hann okkur frá því að hans eina eftirsjá hefði verið að gefa Fisherman‘s Blues ekki út sem tvöfalda ef ekki þrefalda plötu. Á þeim tíma hefði hann ekki kunnað að meta fegurðina í hinu ófullkomna; að leyfa tökum að standa vegna inn- blástursins sem í þeim væri og líta framhjá því að bassaleikarinn hefði slegið eina falska nótu. Regnboginn Áhorfendum var svo boðið að spyrja í restina. Scott sagði okkur m.a. frá því þegar hann dvaldi í Findhorn í Norðaustur-Skotlandi þar sem hann stillti sig af andlega („ég komst t.d. að því að ég þarf ekki alltaf að vera við stjórnvölinn,“ sagði þessi mikli stjórnunarfíkill). Hann var þá spurður hvort hann væri enn í sambandi við Karl Wallinger (World Party), sem var einn af hans helstu samstarfsmönnum í fyrndinni en al- kunna er að þeir talist ekki við. Scott svaraði því til að eðlilegum sam- skiptum yrði komið á þegar Wall- inger væri búinn að biðja hann fyrir- gefningar en mærði hann síðan fyrir tónlistargáfurnar. Kvöldið endaði á því að Scott árit- aði bækur fyrir þá sem vildu. Ég labbaði upp að þessu átrúnaðargoði mínu sem ég hef fylgst með af djúp- stæðum áhuga í næstum kvartöld, tók í höndina á því og sagði: „Takk fyrir tónlistina Mike. Megi hún halda áfram lengi vel.“ Og í eitt augnablik fannst mér eins og ég héldi á regnboga. »Ég labbaði upp aðþessu átrúnaðargoði mínu sem ég hef fylgst með af djúpstæðum áhuga í næstum kvart- öld, tók í höndina á því og sagði: „Takk fyrir tónlistina Mike. Megi hún halda áfram lengi vel.“ TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is  Mike Scott úr Waterboys hefur gefið út endurminningar sínar  Las upp í Edinborg fimmtudaginn síðastliðinn ásamt Ian Rankin  Morgunblaðið var á staðnum Á morgun, 26. ágúst, kemur banda- ríska brasshljómsveitin What Cheer? Brigade fram á tónleika- staðnum Faktorý. Í hljómsveitinni eru fjórtán blásturshljóðfæraleik- arar og fimm trommarar og leikur hún órafmagnaða tónlist af ákefð og hamsleysi, skv. tilkynningu. Hljóm- sveitin hrærir saman margs konar tónlist, m.a. Bollywood-tónlist, tón- list frá Balkanskaganum, New Or- leans-djassi, samba, hipphoppi, málmrokki og pönki. Það má því bú- ast við miklu fjöri á Faktorý og margmenni á sviðinu. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og eru á dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur þótt þeir séu ekki á hennar vegum. Á vef hátíðarinnar segir að tónlist- arblanda sveitarinnar sé ómót- stæðileg partímúsík sem dragi menn nauðuga viljuga út á dansgólfið. Stuð Frá tónleikum hljómsveit- arinnar What Cheer? Brigade. Óvenjuleg tónlist- arblanda á Faktorý THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 (Power) THE WATCH Sýnd kl. 8 - 10:20 PARANORMAN3D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 BRAVE:HINHUGRAKKA 3D Sýnd kl. 4 BRAVE:HINHUGRAKKA 2D Sýnd kl. 1:50 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 5:50 - 8 - 10:20 ELÍASOGKONUNGSNEKKJAN Sýnd kl. 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI 53.000 MANNS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU POWE RSÝN ING KL. 10 :10 12 16 7 12 L Íslenskt tal L L Íslenskt tal MEÐÍSLENSKUTALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM! THE EXPENDABLES 2 KL. 5.50 - 8 - 10 16 THE WATCH KL. 8 - 10 12 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 PARANORMAN 3D KL. 4 (TILB.) ÍSÖLD 4 3D KL. 4 (TILB.) THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 ÉG ER EKKI NÓGU GOTT LANDSLAG KL. 6 L THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 TO ROME WITH LOVE KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L ÍSÖLD 4 3D KL. 3 (TILBOÐ) / 2D KL. 3 (TILBOÐ) L INTOUCHABLES KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE EX.. 2 LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 16 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 7 BRAVE: HIN HUGRAKKA 2D KL. 1 (TILB.) - 3.30 - 5.45 L BRAVE: HIN HUGRAKKA 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILB.) - 3.30 - 5.45 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 1 (TILB.) - 3.30 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 10.20 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.