Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.08.2012, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2012  Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur heldur tónleika í dag á veitingastaðn- um Munnhörpunni í Hörpu og hefjast þeir kl. 15. Auk Kristjönu eru í kvart- ettinum Kristján Martinsson á píanó, Leifur Gunnarsson á bassa og Magn- ús Tryggvason Elíassen á trommur. Kvartett Kristjönu á Munnhörpunni  Indí-harð- kjarnapönk- hljómsveitin Ceremony frá San Fransisco heldur tónleika á Gamla Gauknum annað kvöld en helstu áhrifavaldar hennar munu m.a. vera Joy Division, Tom Waits og Suicidal Tendencies. Hljómsveitirnar Muck og Caterpillarmen sjá um upp- hitun og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Ceremony leikur á Gamla Gauknum  Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlist- armaður opnar í dag kl. 14 sýn- inguna Info í nýju húsnæði Flóru, Hafnarstræti 90 á Akureyri. Þar sýnir Jóna Hlíf textaverk sem hún rammar inn í gömul auglýsingaskilti sem fylgdu húsinu þeg- ar eigendur verslunar- innar Frúin í Ham- borg keyptu það á sínum tíma. Sýningin stend- ur til 11. sept- ember. Jóna Hlíf opnar sýninguna Info í Flóru Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Handritið er að mestu tilbúið og upptökum nær lokið,“ segir Sigur- steinn Másson, sem vinnur að 40-50 mínútna langri heimildamynd um ís- lensku Brasilíufarana og stefnir að því að ljúka henni á líðandi ári. Íslendingar fóru fyrst til Brasilíu fyrir um 150 árum, en síðan hefur fennt í sporin og tengslin rofnað. Sigursteinn segir að í raun hafi hann fyrst heyrt af sögu Brasilíufaranna hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni, þegar hann var sendiherra í Hels- inki. „Síðan hef ég alltaf verið mjög forvitinn um þennan þátt sögunnar og fundist honum ekki vera gerð góð skil í íslenskri sögu,“ segir Sig- ursteinn um kveikjuna að verkinu. Hann hitti síðar Luciano Dutra, sem hafði þá skoðað þennan þátt vesturferðanna og skrifað BA- ritgerð við Háskóla Íslands um sög- una, og þeir ákváðu að gera heim- ildamynd byggða á rannsóknum Brasilíumannsins. Um 3.000 afkomendur Félagarnir hittust í Brasilíu 2009 og tóku upp viðtöl og fleira í borg- inni Curitiba í Suður-Brasilíu, þar sem flestir afkomendur íslensku innflytjendanna búa, en Luciano Dutra hefur með aðstoð Odds Helgasonar hjá ORG-ættfræðiþjón- ustunni fundið tæplega 3.000 afkom- endur, að sögn Sigursteins. Tökur hafa einnig farið fram hérlendis en Sigursteinn segir að ekki hafi gefist nægur tími til þess að sinna fjár- mögnun og því hafi vinnan dregist. Hins vegar sé brýnt að ljúka verk- efninu, ekki síst vegna fólksins ytra. Það sé margt hvað áhugasamt um upprunann og Nanna Söndahl, sem er 96 ára og af fyrstu kynslóð Ís- lendinga í Brasilíu, hafi til dæmis stofnað vináttufélag og haldið því gangandi um árabil, en faðir hennar hafi verið sjö ára þegar hann flutti með foreldrum sínum úr Sunnudal í Vopnafirði til Brasilíu. Sigursteinn segir að einn fjór- menninganna, sem hafi verið í kynn- isferðinni, hafi fljótlega flutt til Bandaríkjanna og Luciano Dutra telji að 36 hafi náð alla leið í stóra hópnum. „Markmiðið með þessari mynd er að sýna hvað þessi tengsl við Ísland eru ótrúlega sterk þrátt fyrir þessa fjarlægð í tíma og rúmi,“ segir Sig- ursteinn. „Það er með ólíkindum hvað þessir einstaklingar, sem við hittum í Brasilíu, eru áfjáðir í að við- halda einhvers konar tengslum og þeir, sem ekki hafa gert það, að koma þeim á. Það er greinilega mik- ill áhugi á því.“ Mjög sterk tengsl við Ísland  Heimildamynd um íslensku Brasilíufarana Morgunblaðið/Styrmir Kári Kvikmyndagerðarmaður Sigursteinn Másson er að leggja lokahönd á mynd um íslensku Brasilíufarana. Í BA-ritgerð sinni 2007 rifjar Luci- 0ano Dutra upp sögu íslensku Brasilíufaranna og afkomenda þeirra. Fram kemur að Kristján Guðmundsson frá Ytri-Neslöndum við Mývatn var fyrsti Brasilíufarinn en hann fór þangað frá Kaup- mannahöfn 1863. Sama ár fóru fjórir ungir menn frá Íslandi í „kynnisför af hálfu Hins brasilí- anska útflutningarfélags“ til Bras- ilíu. Á sjötta hundrað manns skráði sig í Brasilíuflutninga 1865 en ekkert varð úr för fyrr en 1873 þegar 39 manns lögðu af stað áleiðis til fyrirheitna landsins. Heimildum ber ekki saman um hvað margir úr hópnum náðu á áfangastað, en væntanlega hafa það verið 30-34. Íslendingarnir tóku sér ættarnöfn, flestir Bard- dal, Reykdal eða Söndahl, og hefur það auðveldað starf Lucianos Dut- ras og Sigursteins Mássonar. Eftirnöfnin auðvelda leit BRASILÍUFARARNIR GEYMDIR EN EKKI GLEYMDIR 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Magnað sjónarspil við lónið 2. Breivik sakhæfur og fer í fangelsi 3. Armstrong sviptur titlunum 4. Ég er kominn með skyrfíkn FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt 5-13 m/s hvassast NV-til. Heldur hægari og úr- komuminna SV-lands. Hiti 5 til 15 stig, mildast SV-lands. Á sunnudag Norðlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum, en skúrir NA-lands. Suð- austan 8-13 og rigning við SV-ströndina. Hiti 5 til 14 stig, mildast V-lands. Á mánudag Austan- og norðaustan 8-15 m/s, hvassast SA-til. Rigning S- og A-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 4 til 14 stig. Ríkjandi meistarar úr ÍR í Breiðholti eru með forystu að loknum fyrri keppnisdegi í Bikarkeppni Frjáls- íþróttasambandsins. Þar er fyrst og fremst um liðakeppni að ræða þar sem frjálsíþróttafólk safnar stigum í sarpinn fyrir sitt félag. ÍR á góða möguleika á því að verja titil sinn en FH er í öðru sæti. Mótinu lýkur á Ak- ureyri í dag. »4 ÍR á góða möguleika á því að verja bikarinn „Ég held að þetta geti orðið mjög jafnt í klukkutíma en svo siglir Stjarnan þessu heim,“ segir Jóhann Krist- inn Gunnarsson, þjálfari toppliðs Þórs/KA, sem Morgunblaðið fékk til að rýna í bikarúrslitaleik kvenna í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Laugar- dalsvelli klukkan 16.00 í dag. »2-3 Vinnur Stjarnan í fyrsta sinn? Ísland tapaði fyrir öflugum andstæð- ingi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik í gærkvöldi. Ísland ferðaðist til Svartfjallalands á liðlega tuttugu tímum og fór í þrjá flug- ferðir. Íslenska liðið tapaði þar fyrir toppliði riðilsins 85:67 fyrir framan fjögur þúsund líf- lega áhorfendur sem troðfylltu íþrótta- höllina. »1 Tap fyrir toppliðinu í Svartfjallalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.