Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.08.2012, Qupperneq 60
LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2012  Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur heldur tónleika í dag á veitingastaðn- um Munnhörpunni í Hörpu og hefjast þeir kl. 15. Auk Kristjönu eru í kvart- ettinum Kristján Martinsson á píanó, Leifur Gunnarsson á bassa og Magn- ús Tryggvason Elíassen á trommur. Kvartett Kristjönu á Munnhörpunni  Indí-harð- kjarnapönk- hljómsveitin Ceremony frá San Fransisco heldur tónleika á Gamla Gauknum annað kvöld en helstu áhrifavaldar hennar munu m.a. vera Joy Division, Tom Waits og Suicidal Tendencies. Hljómsveitirnar Muck og Caterpillarmen sjá um upp- hitun og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Ceremony leikur á Gamla Gauknum  Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlist- armaður opnar í dag kl. 14 sýn- inguna Info í nýju húsnæði Flóru, Hafnarstræti 90 á Akureyri. Þar sýnir Jóna Hlíf textaverk sem hún rammar inn í gömul auglýsingaskilti sem fylgdu húsinu þeg- ar eigendur verslunar- innar Frúin í Ham- borg keyptu það á sínum tíma. Sýningin stend- ur til 11. sept- ember. Jóna Hlíf opnar sýninguna Info í Flóru Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Handritið er að mestu tilbúið og upptökum nær lokið,“ segir Sigur- steinn Másson, sem vinnur að 40-50 mínútna langri heimildamynd um ís- lensku Brasilíufarana og stefnir að því að ljúka henni á líðandi ári. Íslendingar fóru fyrst til Brasilíu fyrir um 150 árum, en síðan hefur fennt í sporin og tengslin rofnað. Sigursteinn segir að í raun hafi hann fyrst heyrt af sögu Brasilíufaranna hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni, þegar hann var sendiherra í Hels- inki. „Síðan hef ég alltaf verið mjög forvitinn um þennan þátt sögunnar og fundist honum ekki vera gerð góð skil í íslenskri sögu,“ segir Sig- ursteinn um kveikjuna að verkinu. Hann hitti síðar Luciano Dutra, sem hafði þá skoðað þennan þátt vesturferðanna og skrifað BA- ritgerð við Háskóla Íslands um sög- una, og þeir ákváðu að gera heim- ildamynd byggða á rannsóknum Brasilíumannsins. Um 3.000 afkomendur Félagarnir hittust í Brasilíu 2009 og tóku upp viðtöl og fleira í borg- inni Curitiba í Suður-Brasilíu, þar sem flestir afkomendur íslensku innflytjendanna búa, en Luciano Dutra hefur með aðstoð Odds Helgasonar hjá ORG-ættfræðiþjón- ustunni fundið tæplega 3.000 afkom- endur, að sögn Sigursteins. Tökur hafa einnig farið fram hérlendis en Sigursteinn segir að ekki hafi gefist nægur tími til þess að sinna fjár- mögnun og því hafi vinnan dregist. Hins vegar sé brýnt að ljúka verk- efninu, ekki síst vegna fólksins ytra. Það sé margt hvað áhugasamt um upprunann og Nanna Söndahl, sem er 96 ára og af fyrstu kynslóð Ís- lendinga í Brasilíu, hafi til dæmis stofnað vináttufélag og haldið því gangandi um árabil, en faðir hennar hafi verið sjö ára þegar hann flutti með foreldrum sínum úr Sunnudal í Vopnafirði til Brasilíu. Sigursteinn segir að einn fjór- menninganna, sem hafi verið í kynn- isferðinni, hafi fljótlega flutt til Bandaríkjanna og Luciano Dutra telji að 36 hafi náð alla leið í stóra hópnum. „Markmiðið með þessari mynd er að sýna hvað þessi tengsl við Ísland eru ótrúlega sterk þrátt fyrir þessa fjarlægð í tíma og rúmi,“ segir Sig- ursteinn. „Það er með ólíkindum hvað þessir einstaklingar, sem við hittum í Brasilíu, eru áfjáðir í að við- halda einhvers konar tengslum og þeir, sem ekki hafa gert það, að koma þeim á. Það er greinilega mik- ill áhugi á því.“ Mjög sterk tengsl við Ísland  Heimildamynd um íslensku Brasilíufarana Morgunblaðið/Styrmir Kári Kvikmyndagerðarmaður Sigursteinn Másson er að leggja lokahönd á mynd um íslensku Brasilíufarana. Í BA-ritgerð sinni 2007 rifjar Luci- 0ano Dutra upp sögu íslensku Brasilíufaranna og afkomenda þeirra. Fram kemur að Kristján Guðmundsson frá Ytri-Neslöndum við Mývatn var fyrsti Brasilíufarinn en hann fór þangað frá Kaup- mannahöfn 1863. Sama ár fóru fjórir ungir menn frá Íslandi í „kynnisför af hálfu Hins brasilí- anska útflutningarfélags“ til Bras- ilíu. Á sjötta hundrað manns skráði sig í Brasilíuflutninga 1865 en ekkert varð úr för fyrr en 1873 þegar 39 manns lögðu af stað áleiðis til fyrirheitna landsins. Heimildum ber ekki saman um hvað margir úr hópnum náðu á áfangastað, en væntanlega hafa það verið 30-34. Íslendingarnir tóku sér ættarnöfn, flestir Bard- dal, Reykdal eða Söndahl, og hefur það auðveldað starf Lucianos Dut- ras og Sigursteins Mássonar. Eftirnöfnin auðvelda leit BRASILÍUFARARNIR GEYMDIR EN EKKI GLEYMDIR 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Magnað sjónarspil við lónið 2. Breivik sakhæfur og fer í fangelsi 3. Armstrong sviptur titlunum 4. Ég er kominn með skyrfíkn FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt 5-13 m/s hvassast NV-til. Heldur hægari og úr- komuminna SV-lands. Hiti 5 til 15 stig, mildast SV-lands. Á sunnudag Norðlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum, en skúrir NA-lands. Suð- austan 8-13 og rigning við SV-ströndina. Hiti 5 til 14 stig, mildast V-lands. Á mánudag Austan- og norðaustan 8-15 m/s, hvassast SA-til. Rigning S- og A-lands, en annars úrkomulítið. Hiti 4 til 14 stig. Ríkjandi meistarar úr ÍR í Breiðholti eru með forystu að loknum fyrri keppnisdegi í Bikarkeppni Frjáls- íþróttasambandsins. Þar er fyrst og fremst um liðakeppni að ræða þar sem frjálsíþróttafólk safnar stigum í sarpinn fyrir sitt félag. ÍR á góða möguleika á því að verja titil sinn en FH er í öðru sæti. Mótinu lýkur á Ak- ureyri í dag. »4 ÍR á góða möguleika á því að verja bikarinn „Ég held að þetta geti orðið mjög jafnt í klukkutíma en svo siglir Stjarnan þessu heim,“ segir Jóhann Krist- inn Gunnarsson, þjálfari toppliðs Þórs/KA, sem Morgunblaðið fékk til að rýna í bikarúrslitaleik kvenna í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Laugar- dalsvelli klukkan 16.00 í dag. »2-3 Vinnur Stjarnan í fyrsta sinn? Ísland tapaði fyrir öflugum andstæð- ingi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik í gærkvöldi. Ísland ferðaðist til Svartfjallalands á liðlega tuttugu tímum og fór í þrjá flug- ferðir. Íslenska liðið tapaði þar fyrir toppliði riðilsins 85:67 fyrir framan fjögur þúsund líf- lega áhorfendur sem troðfylltu íþrótta- höllina. »1 Tap fyrir toppliðinu í Svartfjallalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.