Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 51

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 51
LISTIR 49 tvenna tónleika með svo til eingönga ným tónlist, sem sumpart er mjög erfið í flutningi og ólík þeim viðfangs- efnum, sem hljómsveitin hefur aðal- lega helgað sig til þessa. Seytján ein- leikarar, einsöngvarar og kammertón- listarmenn komu einnig fram, allir heimamenn að einum undanteknum, og gei-ðu sitt til að hátíðin varð okkur til sóma. Ríkisstjórnin og bæjarstjóm Reykja- víkur veittu rausnarlega styrki til há- tiðarinnar og tilnefndu í hátíðarnefnd- ina dr. Pál Isólfsson, sem var formað- ur hennar, og Ragnar Jónsson for- stjóra. A þessum mönnum hvíldi und- irbúningur og framkvæmd hátíða- haldanna, ásarnt Sigui'ði Reyni Pét- urssyni, fulltrúa Tónskáldafélagsins í nefndinni. Að öðru leyti voru það Rík- isútvarpið, Þjóðleikhúsið og Tónlist- arfélagið, sem gerðu það mögulegt að halda hátíðina hér að þessu sinni með því að standa hvert um sig straum af einum tónleikum, og bera þessum að- ilum öllum fyllstu þakkir fyiír það. Ein átakanleg vonbrigði urðu þó í sambandi við þessa hátíð: þar var ekkert íslenzki tónverk flutt. Annars staðar mundi það sennilega vera gert að skilyrði fyrir opinberum styrkjum til slíkrar hátíðar, að innlend tónlist sæti að minnsta kosti við sama boi’ð og tónlist annarra þátttökuþjóða. Mjög oft er hún jaínvel sett skör hærra, ef ekki beinlínis á hátíðinni sjálfri, þá með því að halda. sérstaka tónleika á sama tíma og hátíðin fer fram. Hér hefði veiáð hið ágætasta tækifæri til að kynna íslenzka tónlist, og mun sízt vera vanþörf á því, eftir því sem stundum hefur verið látið í veðri vaka, m. a. af talsmönnum Tón- skáldafélagsins. Það virðist því koma úr hörðustu átt, að einmitt Tónskálda- félagið skyldi ráða. því, að horíið var frá flutningi íslenzkrar tónlistar að þessu sinni, og bætir þar lítið úr skák, þótt félagið hafi boðað aðra hátíð á næsta ári, þar sem eingöngu verði flutt innlend verk. Tilgangur þessar- ar hátíðar átti að vera tvíþættur: annars vegar að kynna okkur tónlist frænda okkar á Norðurlöndum, hins vegar að lofa þeim að heyra okkar tónlist. Síðarnefnda atriðið er fyrir okkur ekki síður mikilvægt en hið fyn-nefnda, og það er ljóst af blaða- skrifum erlendu gestanna á hátíðinni, að það hefur valdið þeim miklum von- brigðum að þeir skyldu enga íslenzka tónlist fá að heyra, þá loks að nor- ræn tónlistarhátíð Var haldin á ís- landi. J. Þ. — Myndlist — HugleiSingar á haust- sýningu Kjarvals Til er bók, sem heitir Grjót. Síð'an er til önnur bók, sem heitir Enn Grjót. Lað er Fornmannasaga eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. í bók þessari segir frá konungi nokkrum sem Málari hét. Hann bjó í Fyrnafurðu. Fyrir þá, sem ekki eru nema hóflega að sér í landa- fræði skal það upplýst, að boi-gin Fyrnafurða er í Bragalandi, en þar er dagsbirtia allar nætur á sumrum. Nú er til máls að taka að Málari konung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.