Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. SANDSLUNDUR – KJÓSAHREPPI Til sölu einstaklega fallegt, bjart og hlýlegt 110 fm staðbyggt heilsárs timburhús, staðsett á rólegum og einstökum útsýnisstað við bakka Sandsár í Kjós, sem rennur í Meðalfellsvatn. Húsið sem er á ca 1000 fm eignarlóð er byggt árið 2010 og klætt utan með zedrus, sem hefur verið látinn grána. Gluggar og hurðir úr mahogny. Myndir og nánari lýsing á eftirfarandi slóð http://fasteignir.visir.is/property/33830. Fasteignaráðið (ráð- ið) í Flórída er skipað sjö mönnum, fimm með réttindi fast- eignasala og tveimur sem aldrei hafa haft réttindi til fast- eignasölu. Hlutverk ráðsins er að hafa eft- irlit með fasteignasöl- um, þeirri deild innan atvinnumálaráðuneytis Flórída sem sér um málefni fast- eignasala, ásamt því að þeir setja reglur um útfærslu lagaflokksins númer 475 í Flórída og eru ráðgef- andi ráð fyrir löggjafann. Einnig er hlutverk ráðsins að dæma í kvörtunarmálum, samþykkja eða hafna umsækjendum um réttindi til fasteignasölu og fasteignamiðlara réttindi ásamt því að ráðstafa tryggingasjóði fasteignasala. Þar sem markaðurinn er alltaf að breytast þarf ráðið að gera sitt besta til þess að sjá hvað er fram- undan og við hverju það má búast á næstu mánuðum og árum. Þess vegna notaði ráðið hluta af ágúst- fundi sínum til þess að skoða áhrif samningaumleitanna fasteignasala við skortsölu fasteigna á mark- aðinn, ásamt því að velta því fyrir sér hvort fasteignasalar væru að fara út fyrir sitt verksvið og stunda lögmennsku án réttinda. Ráðið hafði heyrt af því að fast- eignasali hefði stofnað sjálfstætt fyrirtæki sem bauð almenningi þá þjónustu að semja við lánafyrirtæki um lækkun lána eða heimild til skortsölu. Þessi hegðun fast- eignasalans var notuð sem dæmi. Eftir nokkuð fjörugar umræður ráðsins, lög- manna Lögmanna- félagsins, lögmanna Félags fasteignasala og annarra þátttak- enda á fundinum varð niðurstaðan sú að: Fasteignasölum er heimilt að semja við lánafyrirtæki sem hluta af sölu eignar sem þeir eru með í sölu, en eingöngu ef þeir eru undir handleiðslu fast- eignamiðlara. Fasteignasalinn sem stofnaði samningafyrirtækið er bæði að brjóta lögin um fast- eignasölu og stunda lögmennsku án réttinda. Næst fjallaði formaður ráðsins um áhyggjur sínar af því að oft kæmi ekki fram í bréfinu frá lána- fyrirtækinu sem heimilaði að eignin yrði seld skortsölu og veðinu aflétt, hvort skuldin væri fyrirgefin eða ekki. Hún velti því fyrir sér hvort það væri fasteignasalans að túlka bréfið og útskýra fyrir seljand- anum eða hvort það væri hlutverk lögmanns. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að lán fyrnast á fimm árum í Flórída en ef stefnt er innan fimm ára, hefur lánfyrirtækið allt að tuttugu ár til þess að reyna innheimtu lánsins (Innskot: Flest lán í Bandaríkjum Norður-Ameríku eru tryggð af alríkinu og eru eft- irstöðvar fyrirgefnar við skortsölu). Um þetta atriði voru skiptar skoð- anir á meðal nefndarmanna um hversu langt fasteignasalinn getur gengið í að túlka samþykkið sem endaði með því að ráðið óskaði eftir áliti frá lögmönnum félags fast- eignasala og lögmannafélagsins. Lögmenn félaganna voru sammála um að fasteignasalar hefðu ekki heimild til þess að túlka samþykkið og ber að ráðleggja seljendum að leita álits lögmanns ef samþykkið er ekki ritað á auðskiljanlegu máli. Að lokum var fjallað um menntun og sérgreinar fasteignasala. Margir fasteignasalar hafa leitað sér þekk- ingar með því að taka námskeið eins og CDPE (Certified Distressed Property Expert) sérfræðingur í eignum undir álagi eða SFR (Short Sale and Foreclosure Resorce) skortsölu og nauðungarsöluúrræði. Þessir fasteignasalar auglýsa að þeir hafi sérmenntun í skortsölu og nauðungarsöluúrræðum og töldu nefndarmenn að það væri möguleiki að málaferli mundu koma upp þar sem þessi þekking og auglýsingar yrðu notaðar gegn fasteignasöl- unum. Eins og einn meðlimur ráðs- ins orðaði það, ég yrði ekki hissa að sjá auglýsingu fasteignasala á skjá í réttarsal. Reyndar kom fram að það væri ekki til fordæmi fyrir þessu, en ráðið taldi að það væri bara spurning um tíma. Allir voru meðlimir ráðsins sammála um að það væri jákvætt að fasteignasalar bættu við menntun sína með það að markmiði að geta þjónustað við- skiptavini betur. Niðurstaða umræðnanna var að fasteignasalar þurfa að gæta sín vel að stíga ekki yfir línuna og stunda lögmennsku án réttinda, með því að ráðleggja fólki að selja í skort- sölu eða að túlka bréfið með sam- þykkinu fyrir sölunni. Einnig ráð- leggur ráðið fasteignasölum að láta það koma skýrt fram að „Ef þú skilur ekki stöðu þína eða efni samninga þá leitaðu álits lög- manns“. Í Flórída ber öllum sem stunda fasteignasölu og ræða við húseigendur að hafa réttindi til þess og eru þar af leiðandi ábyrgir gagnvart ráðinu einnig, það er fróðlegt að skoða fundargerðir ráðsins. Í fundargerðum ráðsins er m.a. fjallað um brot fasteignasala, stöðu ráðuneytisins, umsóknir til þess að gerast fasteignasali eða fasteignamiðlari og fleira. Hér er tengill á fundargerðir ráðsins: http://www.myfloridalicense.com/ dbpr/re/FRECMeetings.html Við hverju má búast? Eftir Pétur Má Sigurðsson »Á ágústfundi fasteign- aráðs Flórídaríkis, velti ráðið því fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sér varðandi skortsölu fasteigna og hegðun fasteignasala. Pétur Már Sigurðsson Höfundur er fasteignamiðlari í Mið-Flórída og eigandi The Viking Team, Realty.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.