Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Guðný Ásbjörnsdóttir er 105 ára í dag. Hún er fædd 20. september 1907 á Hellissandi. Guðný er fjórði elsti Íslendingurinn á lífi, en eldri en hún eru þrjár konur fæddar árið 1906. Alls eru nú á lífi fimmtíu manns 100 ára og eldri, þar af eru 43 konur og 7 karlar samkvæmt vefsíð- unni Langlifi.is. Foreldrar Guðnýjar voru Ásbjörn Gilsson, útvegsbóndi frá Öndverðar- nesi á Snæfellsnesi, og Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Purkey á Breiðafirði. Guðný er næstyngst tíu systkina og ein eftirlifandi. Meðal- aldur systkinanna er hár en Guðrún systir hennar náði því að verða hundrað ára og Þórunn systir henn- ar varð 95 ára. Þá voru tvö systkina hennar komin hátt á níræðisaldur- inn er þau létust. Eiginmaður Guðnýjar var Krist- jón Árnason en hann lést 1992, þá ní- ræður. Synir þeirra eru Svavar sem lést í vor, 84 ára að aldri, og Þórir fæddur 1932. Afkomendur Guðnýjar og Kristjóns eru orðnir 45 talsins. Guðný og Kristjón bjuggu á Hellissandi en fluttu til Reykjavíkur árið 1944, þar bjuggu þau á Hring- braut og í Stóragerði. Guðný flutti á Hrafnistu upp úr 1990 og hefur búið þar síðan. Andleg heilsa Guðnýjar er góð en líkaminn og heyrnin farin að gefa sig að sögn Þóris sonar hennar. ingveldur@mbl.is Fjórði elsti Íslend- ingurinn á 105 ára afmæli í dag  Guðný Ásbjörnsdóttir er við góða andlega heilsu  Langlífi í ættinni Stórafmæli Guðný Ásbjörnsdóttir á 104 ára afmælinu fyrir ári. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hærri fjársýsluskattur á launa- greiðslur fjármálafyrirtækja þýðir að verið er að færa álögur af erlend- um kröfuhöfum yfir á íslenska launa- menn. Þetta segir Friðbert Trausta- son, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF). Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja sem settur var á í lok síðasta árs verði hækkaður um um það bil helm- ing. Að sögn Friðberts gerði frum- varpið um skattinn sem lagt var fram í fyrra upphaflega ráð fyrir 10,5% skatti á launagreiðslurn- ar. Það hlutfall var hins vegar lækkað í 5,45% í frumvarpinu sem var samþykkt en í staðinn var lagð- ur á 6% viðbótar- tekjuskattur á hagnað fyrirtækj- anna sem nema meira en milljarði króna. Nú er hins vegar gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu að hækka launaskattinn í það sem upphaflega stóð til en leggja niður skattinn á hagnað. Ástæðan er meðal annars sögð sú að framkvæmd viðbótar- tekjuskattsins sé erfið. „Þetta er það vitlausasta af öllu vitlausu. Það er verið að aflétta álögum af eigendum bankanna sem eru að mestu erlendir kröfuhafar en taka í staðinn af ís- lenskum launamönnum. Það er verið að fækka atvinnutækifærum á Ís- landi,“ segir hann. Störfum í bönkum hafi þegar fækkað um 2.000 frá hruni. Það segi sig sjálft að hærri skattur á launa- greiðslur geti kostað fleiri banka- starfsmenn vinnuna. Stöðvi endurreisn sparisjóða Þessar skattabreytingar koma sérstaklega niður á minni fjármála- stofnunum að sögn Friðberts. Þær hafi sloppið við viðbótartekjuskatt- inn þar sem hagnaður þeirra hafi ekki náð milljarði króna. „Nú á að hækka launaskattinn á þessi fyrirtæki eins og önnur. Það kemur sennilega í veg fyrir að hægt verði að endurreisa sparisjóðakerfið og gerir litlu fyrirtækjunum sem eru að berjast við þau stóru í samkeppni erfitt fyrir. Þetta er algalin hug- mynd að öllu leyti.“ Þá segir Friðbert að skattahækk- unin eigi eftir að stuðla að því að útibúum fækki enn frekar á landinu en þeim hafi þegar fækkað um helm- ing á undanförnum árum. „Kostnaður við rekstur á útibúi er fyrst og fremst launakostnaður. Á þessum minni stöðum verður enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim.“ Færi álögur á íslenska launamenn  Formaður SSF gagnrýnir fyrirhugaða hækkun fjársýsluskatts á launagreiðslur fjármálastofnana Fjársýsluskattur » Nú er lagður 5,45% fjár- sýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og 6% við- bótartekjuskattur á hagnað yf- ir milljarði króna. » Hærri skattur á launa- greiðslur á að skila 5,9 millj- örðum króna til ríkisins á næsta ári. » Stefnt er að því að taka upp tvö þrep í fjársýsluskattinum eftir því hversu há launin eru. Friðbert Traustason Guðni Einarsson Egill Ólafsson „Mönnum verður svo vel ljóst á svona erfiðum tímum hvað máttur samfélagsins er mikill og samstaðan og samkenndin,“ sagði Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hún sagði að heimamenn hefðu fjölmennt á fund- inn í Skjólbrekku í Mývatnssveit í gær og eins voru þar fulltrúar stjórnvalda, stofnana, félaga og fyr- irtækja. Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sagði að íbúar hefðu borið fram margar spurningar um stöðu sína og afleiðingar óveðursins. Guð- rún sveitarstjóri sagði að áhyggjur bænda af stöðunni hefðu komið ber- lega í ljós í Skjólbrekku og flestum spurningum hefði verið beint til full- trúa Bjargráðasjóðs. Fjártjón bænda er aðallega þríþætt. „Það sem menn hafa tapað af full- orðnu fé, minnkandi fallþungi og hvernig fé sem í þessu lenti reiðir af svo síðar meir,“ sagði Guðrún. Hún sagði að líta mætti á fullorðna féð sem höfuðstól bænda sem þeir hafa lengi ræktað og grunn að áfram- haldandi ræktun. Það tekur a.m.k. ein tvö ár þar til líflamb fer að skila því sem fullorðin ær skilar. Guðrún sagði það hafa komið fram í máli Ólafs Jónssonar, héraðs- dýralæknis norðausturum- dæmis, að ekki væri mjög mikið af líflömbum á lausu á þessum tíma. Auk þess er ekki hægt að sækja líflömb hvert sem er á landinu vegna varnar- svæða. Bætur fyrir fjárskaða og fleira Fram kom að Bjargráðasjóður muni bæta það tjón á fé sem honum ber. Svavar sýslumaður sagði að fram hefði komið að sjóðurinn mundi bæta bændum fjárskaða og að einhverju leyti tjón á girðingum og kostnað við björgun. Guðrún sveitarstjóri benti á að stór hluti girðinga væri girðingar Vegagerð- arinnar meðfram þjóðvegum, land- græðslugirðingar og girðingar sveit- arfélaga á sveitarfélagamörkum. Tjón á þeim er ekki bætt úr Bjarg- ráðasjóði. Á fundinum í Skjólbrekku komu fram tilmæli til Veðurstofunnar um að endurskoða staðsetningu veður- stöðva í Mývatnssveit og athuga með fjölgun þeirra. „Það kom í ljós á fundinum að það var ekki hægt að spá þessu veðri,“ sagði Guðrún. „Þetta varð langt umfram allt sem menn hefðu getað hugsað sér.“ Fulltrúar frá áfallateymi Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga og Rauða krossinum voru á fundinum. Guðrún sagði að Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefði flutt mjög gott erindi um viðbrögð við áföllum. Heildartjón af völdum óveðursins er ekki enn orðið ljóst. Svavar sýslu- maður sagði að talsvert margt fé væri enn á fjöllum og ekki vitað hversu margt hefði drepist. Fjölmenni var á fundinum í Að- aldal, að sögn Hermanns Aðal- steinssonar bónda. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með öflugt björg- unarstarf og þökkuðu fyrir það. Áhyggjur og þakkir  Fjölmennir íbúafundir um afleiðingar óveðursins á Norð- austurlandi haldnir í gær  Rætt um bætur og áfallahjálp Ljósmynd/Hermann Aðalsteinsson Fullsetið Margir voru á íbúafundunum í Þingeyjarsýslu í gær . Í Ýdölum í Aðaldal fengu ekki allir sæti. Íbúafundir vegna afleiðinga óveðursins á Norðausturlandi í síðustu viku voru haldnir í Skjólbrekku í Mývatnssveit, Ýdölum í Aðaldal og í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði í gær. Meðal fundarmanna voru Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og fleiri þingmenn, Svavar Pálsson, sýslu- maður á Húsavík, fulltrúar frá Bjargráðasjóði, RARIK, Landsneti, Veðurstofu, sveitarstjórnum, Búgarði, Bændasamtökunum, héraðsdýralækni, Rauða krossinum og samráðshópi um áfallahjálp. Margir ráðamenn mættu ÍBÚAFUNDIR UM AFLEIÐINGAR ÓVEÐURSINS Guðrún María Valgeirsdóttir. Niðurföll og rennur í baðherbergi EVIDRAIN Mikið úrval – margar stærðir COMPACT VERA 30cm 9.590,- AQUA 35cm 13.990,- Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum PROLINE NOVA 60 cm 23.990,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.