Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 „Vertu kátur núna, nafni minn.“ Þetta sagði afi gjarnan við mig þegar hann var rúskinn. ✝ Loftur Þor-kelsson fædd- ist á Arnórsstöðum á Jökuldal 23. des- ember 1917. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 9. september 2012. Útför Lofts fór fram frá Kópa- vogskirkju 18. september 2012. Loftur var greindur maður og athugull; hann var hagyrðingur góður með afbrigðum og tveggja pakka mað- ur á yngri árum. Hann var harðjaxl af gamla skólanum, kveinkaði sér aldrei og tók ekki frí. Við röntgenmyndatöku fyrir skömmu kom í ljós að hann hafði hálsbrotnað tvisvar. Mér eru minnisstæð árin sem afi var sjálfstæður verktaki með lítinn flokk forkunnarduglegra manna sem unnu í akkorði. Mér var hent ofan í skurð tíu ára og vann síðan hjá afa mörg sumur. Félagarnir ræddu pólitík og dægurþras líðandi stundar, skítugir ofan í skurði. Það breytti litlu þótt hellirigndi; karlarnir roguðust rammir að afli með níðþung, stærðarinnar rör, berhöfðaðir og blautir. Bölvuðu og beittu járnkörlum til að færa til grettistök, gerðu hlé til að reykja, taka í nefið eða vörina, og dreypa á pela á föstudögum. Það er erfitt að halda því fram að afi hafi verið trúaður. Hann sagðist hafa lesið þau andlegu rit sem ég prangaði upp á hann en ég trúi því mátu- lega. Hann las dagblöð og ævi- sögur og fylgdist með fótbolta. Í útskriftarveislum barna- barnanna fór hann með smellin, frumsamin kvæði. Í jólaboðum borðuðum við rjúpur þar til við vorum komnir með rembi- bumbu og stóðum á blístri. Afi kenndi mér að slá með amboði og brýna ljá, sem kom sér vel þegar ég var að stíga í vænginn við konuna mína. Hann taldi það ekki eftir sér og bauð mér hjálp við að tyrfa þak- ið heima eftir að við hjónin fest- um kaup á húsi í Mosfellssveit. Hann gekk frá lóðinni við húsið og strákarnir okkar skottuðust í kring. Afi gróf niður fiskeld- iskar sem gildir enn í dag sem heitur pottur. Hraungarðurinn sem við afi hlóðum er uppi- standandi fyrir framan húsið eftir 20 ár. Þegar aldurinn færðist yfir og rifa þurfti seglin var afi ráð- inn verkstjóri hjá Kópavogsbæ og var vinsæll meðal sumar- krakka í meir en áratug. Til- neyddur fór hann loks að taka frí. Að lokinni starfsævi naut hann þess að vinna úti í garð- inum í Melgerðinu að nostra við trén. Vinir og vandamenn piss- uðu út, eins og hann orðaði það. Kynslóð var að hverfa. Loftur ólst upp á Arnórsstöðum á Jök- uldal og fékk litla sem enga skólagöngu, alls nokkra mánuði í farandskóla. Faðir hans lést þegar hann var barn að aldri. Af tólf systkinum létust tveir bræður í bernsku og tvær syst- ur á unga aldri úr hvítadauða. Um tíu ára fékk hann lömunar- veikina og hafði alla tíð tak- markaðan mátt í hægri hendi. Í þeirri vinstri hafði hann sann- kallað jötungrip. Ungur gerðist hann vinnumaður á bæjum en tók síðar við búi móður sinnar á Arnórsstöðum ásamt ömmu. Þau fluttust suður 17 árum síð- ar til að ala önn fyrir ungu dætrunum tveim, önnur þá barnshafandi. Sonurinn spjaraði sig á erlendri grund. Margrét Hallsdóttir, amma mín, var frá Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá; hún eldri en afi, fædd 1908 en lést skyndi- lega árið 1972. Afi gat verið hlýr og hress, jafnvel hrókur alls fagnaðar en ég minnist þess ekki að hann hafi nokkurn tíma hlegið lengi eða innilega. Loftur Reimar. Loftur Þorkelsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Snyrting Babaria-snyrtivörur loksins á Íslandi. Babaria er fjölbreytt vörulína sem er unnin úr náttúrulegum hráefnum og hentar þörfum allrar fjölskyldunnar fyrir alla daglega umhirðu húðar. Vörurnar fást í netversluninni www.babaria.is Húsnæði óskast Reglusamur karlmaður óskar eftir 2 herb. íbúð sem næst miðbæ Reykjavíkur Uppl. í síma: 551 7276 / 821 7276 Geymslur Bíla & Húsvagnageymsla Gónhól Eyrarbakka skráning og pantanir gonholl.is Símar 899 5466 og 771 1936 Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Skemmtanir Til sölu Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. ÚTSALA kristalsljósakrónur, glös, skartgripir. Glæsilegar krist- alsljósakrónur, veggljós, matarstell og kaffistell, kristalsglös, styttur og skartgripir til sölu. Bohemia kristall, Glæsibæ. S. 571 2300. TILBOÐ - TILBOÐ -TILBOÐ Dömuskór úr leðri, stakar stærðir - Tilboðsverð: 3.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070.    Verð frá kr. 795 stk.   198 7 - 2012 NÝ TT 25 ár Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Skattframtöl Ársreikningar lögaðila (ehf.) Færsla á bókhaldi, ársreikninga- gerð, skattframtöl lögaðila (ehf.) og einstaklinga, launaútreikning- ar, vsk.-uppgjör, stofnun fyrir- tækja o.fl. Magnús Dalberg, viðskiptafræð- ingur af endurskoðunarsviði. Símar 561 1122 og 660 0230. Þjónusta Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt                ! Teg. 4457 - gamli góði íþrótta- haldarinn í B, C, D skálum á kr. 5.800, aðhaldsbuxur í stíl á kr. 2.995. Teg. 8115 - léttfylltur, mjúkur í B, C skálum á kr. 5.500, buxur í stíl á kr. 1.995.. Teg. 86120 - léttfylltur og fer vel í B,C skálum á kr. 5.500, boxer- og bandabuxur í stíl á kr. 1.995. Teg. 11001 - sívinsæll og frábær, fáanlegur líka í hvítu í C, D, E, F skálum á kr. 5.800, buxur í stíl á kr. 1.995. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, opið á laugardögum kl. 10-14. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Teg. 804. Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 17.500. Teg. 7322. Þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 16.500. Teg. 3010. Þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 15.950. Teg. 3006. Þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Litir: rautt og svart - Stærðir: 36 - 42 - Verð: 15.950. Teg. 5104. Þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 16.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - föst. 10 - 18. Opið laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Teg. I 16. Léttar og liprar dömu- mokkasíur úr leðri, skinnfóðraðar með gúmmísóla. Litur : grár. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 14.685. Teg. 706. Gerðarlegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla. Stærðir 36 - 42 - Verð: 14.560. Veiði Sjóbirtingsveiði í Þverá, Borgar- firði. Fluguveiði frá 18.-30. septem- ber. Upplýsingar í síma 848 2304. Bílar VPG MV-1 með hjólastólaaðgengi. Nýr bíll sem er sérútbúinn frá verk- smiðju fyrir hreyfihamlaða. Tilvalinn í leiguakstur. Gengur fyrir bensíni og metan. Innbyggður, rafknúinn rampur. Til sýnis á staðnum . www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið 12-18 virka daga. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Þægileg og háþróuð kennslubifreið. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.