Morgunblaðið - 29.09.2012, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2012
Opnunarmynd RIFF í ár erfrönsk með sterku ís-lensku ívafi. Áhorfendumbýðst að flandra um með
persónum í söguheimi þar sem til-
finningar og töfrar ráða för og
duttlungafullt háttalag persóna er
ekki alltaf rökrétt. Myndin segir af
kvikmyndagerðarkonunni Agathe
sem snýr heim í úthverfi Parísar
eftir að hafa heimt ösku nýlátins
eiginmanns síns af erlendri gundu.
Hún er buguð af sorg og vart
skugginn af sínu fyrra sjálfi. Eins
og þruma úr heiðskíru lofti banka
framandleg íslensk mæðgin upp á
hjá henni í leit að húsaskjóli. Agn-
dofa og utangátta býður Agathe
þeim inn og með hjálp þeirra nær
hún smám saman að vinna sig í
gegnum sorgina og enduruppgötva
sjálfa sig.
Leikstjórinn Sólveig Anspach og
íslenska aðalleikkonan Didda hafa
starfað náið saman í gegnum tíðina.
Sólveig hlaut heiðursverðlaun á
kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir
Stormviðri (2003) og fyrir frammi-
stöðu sína í þeirri mynd fékk Didda
Edduverðlaun. Líf og persóna
Diddu sjálfrar urðu svo kveikjan að
ævintýrum söguhetjunnar Önnu í
næstu mynd þeirra Sólveigar,
Skrapp út (2008), og Anna mætir
aftur keik í þessari nýjustu mynd.
Handritin að myndunum vann Sól-
veig í samstarfi við Jean-Luc Gaget
og þau, ásamt Diddu og sonum
hennar, Úlfi og Krumma, hafa því
myndað eins konar söguheim-
steymi þar sem skilin milli skáld-
skapar og sjálfsævisögulegrar tján-
ingar persóna eru glettilega óljós.
Skáldið Didda og kvikmyndasjálf
hennar, Anna, yrkir óbundin kvæði
og gefur sig á vald hugleiðingum
um tilveruna og mannlíf í öllum sín-
um sérkennilega fjölbreytileika.
Hún er algjör andstæða Agathe;
pönkuð, lífsglöð og fer ófeimin
ótroðnar slóðir. Af vörum hennar
hrynja hispurslaust fúkyrði og
keðjureykjandi jónur, ratar hún
meðal annars upp í risastóran iðn-
aðarkrana sem hún tekur til við að
stýra án nokkurra vandkvæða.
Didda og hinn góðhjartaði og
ljúfi Úlfur eru sjálfmenntaðir lífs-
ins leikarar en einlæg tjáning
þeirra fellur vel að frammistöðu
fagmenntaðra mótleikara. Leikur
Florence Loiret-Caille er ein-
staklega tilbrigðaríkur í gegnum
sorgarferil Agathe. Áreynslulaust
tjáir hún örvæntingu, bugun, sorg
og viðkvæmni á milli þess sem hún
stendur algjörlega agndofa frammi
fyrir framandlegu hátterni hús-
gestanna. Tilfinningalíf Agathe er
enn fremur tjáð með myndmáli og
áru söguheims. Litatónn, skörp
mynd og ljúf tónlist miðla trega-
blandinni en samt líflegri sinfóníu
fjölmenningarlegrar blöndu per-
sóna. Þær eru allar að reyna að
finna sig og fóta í lífinu. Tilraunir
þeirra til eins konar hamskipta
kjarnast í súrrealískasta leikara
myndarinnar, sæljóninu Fífí, sem
Úlfur finnur í yfirgefnum dýra-
garði og flytur inn á baðherbergi
Agathe. Í anda þjóðtrúar er hann
sannfærður um að sæljónið sé
framliðinn eiginmaður Agathe í
álögum. Árangurslaust reynir hann
að aðstoða það við að endurheimta
mannlegt eðli en segja má að
Agathe rísi alfarið úr viðjum sorg-
arhamsins til lífs og leiks á ný við
að horfast í augu við sæljónið og að
lokum sleppa þessum strandaglóp
lausum út í sjó.
RIFF er óvissuferð sem býður
upp á mikið og fjölbreytt flandur á
töfrandi slóðir. Opnunarmyndin er
seiðandi, glettin og kemur sífellt á
óvart. Hún slær því hljómfagran og
réttan tón að því sem koma skal.
Gleðilega hátíð!
Seiðandi Opnunarmyndin er seiðandi, glettin og kemur sífellt á óvart.
Úlfur Ægisson, Didda og Florence Loiret-Caille í einu atriða myndarinnar.
Töfrandi hamskipti
RIFF
Queen of Montreuil bbbbn
Leikstjórn: Sólveig Anspach. Aðal-
hlutverk: Florence Loiret-Caille, Didda
(Sigurlaug Jónsdóttir) og Úlfur Æg-
isson. 87 mín. Frakkland, 2012.
Flokkur: Fyrir opnu hafi.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
London brennur er yfirskrift tón-
leika kammerhópsins Nordic Affect
í Þjóðmenningarhúsinu á morgun kl.
16. Á tónleikunum heldur Nordic Af-
fect til London og 17. aldar og flytur
allt frá vinsælum lögum til sónata
eftir Purcell og Matteis. „Á milli at-
riða verður sagt frá bakgrunni verk-
anna en listrænn stjórnandi hópsins,
Halla Steinunn Stefánsdóttir, er
einnig þáttastjórnandi Girnis,
grúsks og gloría, þáttar um tónlist
fyrri alda á Rás1. Stungið verður inn
nefi á kvöldskemmtanir og inn fyrir
veggi hirðarinnar, auk þess sem
bruninn mikli í London kemur við
sögu. Einnig verður gluggað í dag-
bók nautnaseggs nokkurs að nafni
Pepys,“ segir m.a. í tilkynningu frá
tónleikahöldurum.
Flytjendur á tónleikunum eru þrír
meðlimir Nordic Affect, þær Halla
Steinunn Stefánsdóttir og Sara De-
Corso fiðluleikarar og Guðrún Ósk-
arsdóttir semballeikari. „Tónleik-
arnir eru þeir fyrstu í hinni föstu
vetrartónleikaröð hópsins í Þjóð-
menningarhúsinu en tónleikarnir
eru styrktir af Tónlistarsjóði
menntamálaráðuneytisins og Menn-
ingarsjóði Reykjavíkurborgar. Á
næstu tónleikum sem fara fram í
nóvember verður m.a. frumflutt ný
tónsmíð eftir Guðmund Stein Gunn-
arsson. Meðal verkefna næstu mán-
uði auk tónleikahalds er hljóðritun á
nýjum geisladiski með verkum eftir
íslensk kventónskáld sem styrktur
er af Menningarsjóði Hlaðvarpans,“
segir í fréttatilkynningu.
Nordic Affect í Þjóð-
menningarhúsinu
Listakonur Sara, Guðrún og Halla Steinunn leika saman á tónleikunum.
HHHH
-Þ.Þ., Fréttatíminn
HHHHH
- J.I., Eyjafréttir.is
HHHHH
- H.H., Rás 2
HHHHH
- H.S.S., Morgunblaðið
HHHH
- H.V.A., Fréttablaðið
HHHH
- K.G., DV
SAVAGES Sýnd kl. 8 - 10:40
DJÚPIÐ Sýnd kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 10:15
INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 - 8
PARANORMAN 3D Sýnd kl. 2 - 4 - 6
ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 2 - 4
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSL TEXTI
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
“Oliver Stone reisir sig (loksins)
aftur upp með skemmtilegri,
stílískri og spennandi ræmu sem
neitar að fara fínt í hlutina.”
-T.V - Kvikmyndir.is/Séð og Heyrt
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
10
7
12
12
L
16
HÖRKU SPENNUMYND
TRYGGÐU Þ
ÉR MIÐA Á
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
SAVAGES KL. 5.15 - 8 - 10.45 16
DJÚPIÐ KL. 1 - 1.30 - 3.10 - 3.40 - 5.20 - 5.50 - 8 - 10.10
DJÚPIÐ LÚXUS KL. 1 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10
DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.10 16
RESIDENT EVIL KL. 10.20 16
ÁVAXTAKARFAN KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L
THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16
THE WATCH KL. 5.40 12
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L
- Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
- J.I., EYJAFRÉTTIR
-H.G., RÁS 2
- K.G., DV
- H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ
T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
DJÚPIÐ LAUGARDAG KL. 3.40 - 5.50 - 8.15 - 10.30 10
DJÚPIÐ SUNNUDAG KL. 3.40 - 5.50 - 8- 10.10 10
27. SEPTEMBER - 7. OKTÓBER 2012
SAVAGES KL. 8 - 10.15 16
DJÚPIÐ KL. 6 - 8 - 10 10
DREDD 3D KL. 6 16 - ÍSÖLD 4 3D KL. 4 (TILBOÐ) L
ÁVAXTAKARFAN KL. 4 (TILBOÐ) L