Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 54
Upphaf og endir þess angamannfræðinnar, sem kallamætti kynþáttafræði, er viðfangsefni sýningar Ólafar Nordal í Listasafni Íslands. Á sýningunni eru annars vegar myndir af af- steypum, sem franskur leiðangur gerði af Íslendingum um miðja nítjándu öld og rykfallið hafa í kompum í París og Las Palmas á Kanaríeyjum áratugum saman. Hins vegar eru ljósmyndir af lífsýnasafni og gögnum, sem Jens Pálsson, dokt- or í mannfræði, safnaði saman í rannsóknum sínum á síðari hluta 20. aldar þegar þessi fræði voru að líða undir lok. Þau gögn eru ekki heldur til sýnis og liggja nú í kössum í geymsluhúsnæði Háskóla Íslands. Kveikjan var saga um að afsteypu af Birni Gunnlaugssyni, stærðfræð- ingi og forföður Ólafar, sem gerð hefði verið í Íslandsför fransks leið- angurs, væri að finna á Mann- fræðisafninu í Las Palmas á Kan- aríeyjum. Á sýningu Ólafar er mynd af afsteypunni af Birni Gunnlaugs- syni úti undir berum himni með lit- skrúðug hús Las Palmas í baksýn. Sumarið 1856 kom til Íslands franskur leiðangur undir forustu Jeromes Napóleons, bróðursonar Napóleons Bonapartes. Hann stund- aði meðal annars mannfræðirann- sóknir og voru teknar gifsafsteypur af 13 Íslendingum. Litu niður á þessa þjóð „Karlarnir voru valdir eftir stétt, einn stórbóndi, tveir sjómenn, véla- maður frá innréttingunum og síðan einn menntamaður,“ segir Ólöf. „En konurnar voru allar þjónustustúlk- ur. Strax þarna er kynþáttahyggjan orðin áberandi. Þarna kemur skip með þessum göfugu mönnum, allt mennta- og aðalsmenn í hálfgerðri skemmtiferð, sem einnig var vís- indaferð, en var fyrst og fremst af pólitískum toga. Þeir eru komnir á svæði í norðri, sem er á miklu lægra menningarstigi en þeir. Þeir litu niður á þessa þjóð og vildu fá hana og eiga, enda var erindið að koma upp herstöð á Íslandi.“ Einn þeirra Íslendinga, sem urðu á vegi leiðangursins, var Björn Gunnlaugsson stærðfræðingur og forfaðir Ólafar eins og áður segir. „Hann naut þess að hitta þá því að hann var svo mikill vísindamaður sjálfur,“ segir Ólöf. „Hann gerði fyrsta landakortið af Íslandi og orti ljóðabálkinn Njólu til að kenna al- þýðu fólks stjörnufræði og fólk lærði hann utanað.“ Ólöf bendir á að leiðangur Napóleons var farinn í árdaga mannfræðinnar. „Það gilda ákveðnar reglur, en fræðigreinin er ekki farin að mótast,“ segir hún. „Á þessum árum eru þeir til dæmis ný- búnir að finna Neanderdalsmanninn og átta sig á muninum á honum og nútímamanninum.“ Í för Napóleons voru ákafir vís- indamenn sem unnu í anda upplýs- ingarinnar. Síðan var öllum af- rakstri ferðarinnar safnað saman, steinum, mælingum, skrám, ljós- myndum og máluðum myndum og gifsafsteypunum af innfæddum og settar til sýnis í Palais Royal í París 1856 undir heitinu Musée Isl- andique, sem einnig er yfirskrift sýningar Ólafar. „Það er skrítið að sjá þessi verk,“ segir hún. „Nálægð- in við þetta fólk verður svo mikil þótt það sé langt í burtu í tíma.“ Af konunum var tekin afsteypa af höfði, hendi, fæti, brjóstum og nafla, en af höfði, hendi, fæti og búk karl- anna. Þetta var kerfisbundið og eins var gert við þjóðflokka annars staðar á jaðrinum. „Það einkennilega er að við það að skoða þessar afsteypur dettur maður inn í klassíkina,“ segir Ólöf. „Þær kalla fram tengingu aftur í grískar styttur.“ Upphaf og endir fræða Hjá Jens Pálssyni er hins vegar far- ið að „saxa mannslíkamann niður í frumeindir sínar“, eins og Ólöf orðar það. Þann hluta sýningarinnar kallar hún Das Experiment Island, sem var heiti fyrirlestrar, sem Jens hélt 1983 á mannfræðiráðstefnu í Grikklandi. Undirtitillinn var Tilurð, þróun og stöðnun íslensku þjóð- arinnar. „Hugmyndina kveikti endur- minning um frétt í Ríkissjónvarpinu þar sem sagði frá rannsóknum Jens á Suðurlandi,“ segir Ólöf. „Einnig var mikið skrifað um hann í Morg- unblaðið vegna þess að mágur hans var ritstjóri, en gagnrýnendur hans skrifuðu í Þjóðviljann. Mér finnst hins vegar merki- legt hvernig þessir tveir hlutar sýning- arinnar tala saman. Sömu minnin koma fyrir og hugsunin er lík þótt hundrað ár séu á milli þess sem afsteypurnar voru gerðar og Jens byrjar. Sýn- ingin sýnir hvernig þessi vísindi þróast og líða undir lok. Gögn Jens gætu verið með þeim síðustu, sem voru gerð, og eftir þetta hættir þessi mannmælingafræði eiginlega að vera til.“ Jens lærði í Bandaríkjunum og Svíþjóð og lauk doktorsverkefni sínu í Þýskalandi. Þar hafði hug- myndafræði nasista og áhersla þeirra á kynþáttafræði, Rassen- kunde, komið óorði á vísindin. Ilse Schwidetzky, sem hafði verið sam- starfsmaður eins helsta hugmynda- fræðings nasista um kynþátta- hyggju, þurfti að sverja af sér nasismann. Hún var leiðbeinandi Jens, en ekkert bendir til annars en að hann hafi talið skýran grein- armun á fræðilegum áhuga á kyn- þáttum og hugmyndafræði nasism- ans. Öll vísindi eru pólitísk „Það er eins og þýsku vísindamenn- irnir hafi fundið þarna farveg til að nota fræði sín, kenningar og að- ferðafræði, sem þau hefðu ekki get- að notað annars staðar án þess að vekja einhver tengsl, og hann fær gríðarlegan stuðning frá Þjóð- verjum,“ segir Ólöf. „En á Íslandi er eitthvert sakleysi, sem gefur ópólitískt yfirbragð, en auðvitað er það ekki svo. Öll vísindi eru pólitísk. Við vitum af hverju þeir voru að mæla manninn. Það var til þess að sanna að hvíti kynstofninn væri sterkastur. Og Jens er fagnað hér vegna þess að við erum að byggja upp nýja þjóð, sem þurfti að fá sönnun fyrir því að hún væri sterk og heilbrigð og gæti hugsað sjálf- stætt. Líklega hefur Jens líka áttað sig á að fræði hans voru að fjara út og um leið og erfðaefnið uppgötv- aðist voru það endalokin.“ Ljósmyndirnar af gögnum Jens sýna hversu umfangsmiklar mæl- ingar hans og rannsóknir voru. „Hann mældi tugþúsundir Íslend- inga,“ segir Ólöf. „Hann mældi til dæmis alla Þingeyinga og leitaði þá uppi um landið.“ Ólöf segir að spurningin hvernig Íslendingar skilgreini sig sem þjóð sé sér mjög ofarlega í huga. „Þjóð- arhugtakið er í raun fremur nýtt, en við byggjum sjálfsmynd okkar mjög á því að vera þjóð. Við þurfum alltaf að endurskilgreina okkur sem þjóð. Ég hef notað ýmis tákn, sem haldið var að okkur þegar við vorum að alast upp og áttu að vera sannleikur og reynt að kryfja og koma mínum efasemdum á framfæri. Margt af þessu er á mörkum þess að vera vísindi og list. Það sést á því hvern- ig afsteypur franska leiðangursins kallast á við klassíska list og líka í því hvernig Jens vinnur eins og listamaður í söfnun sinni á gögnum. Og það vill svo til að einmitt þessi samruni vísinda og lista er mjög of- arlega á baugi í myndlist samtím- ans.“ Homo Islandicus Málþing verður haldið um sýningu Ólafar undir yfirskriftinni Homo Islandicus í Listasafni Íslands í dag, laugardag, frá kl. 11 til 13. „Ég hef mikið notað þau tákn, sem haldið var að okkur þegar við vorum að alast upp og áttu að vera sannleikur og reynt að kryfja og koma mínum efasemdum á framfæri,“ segir Ólöf Nordal. Morgunblaðið/Golli ÓLÖF NORDAL SÝNIR Í LISTASAFNI ÍSLANDS GIFSAFSTEYPUR AF ÍSLENDINGUM Í GEYMSLUM Í PARÍS OG LAS PALMAS OG LÍFSÝNI TUGÞÚSUNDA ÍSLENDINGA Í GEYMSLUM HÁSKÓLA ÍSLANDS ERU EFNIVIÐUR SÝNINGAR ÓLAFAR NORDAL Í LISTASAFNI ÍSLANDS. Karl Blöndal kbl@mbl.is Á mörkum þess að vera vísindi og list * Við þurfumalltaf aðendurskilgreina okkur sem þjóð. Menning 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.