Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012                             !  " # $   % &            $   &               $   $%&               $   &      ! "         ## "   '  "          Á rás Rúmlega 40.000 hlauparar leggja af stað í maraþon, 42,2 km leið. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is A lls var 131 Íslendingar skráður í Berlínar- maraþonið sem var haldið sunnudaginn 30. september. Á úr- slitasíðu hlaupsins má sjá að 30 Ís- lendingar fengu ekki skráðan tíma sem þýðir í flestum tilvikum að þeir hafi ekki tekið þátt í hlaupinu, kannski hætt við þar sem þeir meiddust á æfingatímabilinu eða töldu sig ekki hafa æft nóg. Þó veit Morgunblaðið til þess að einn íslenskur hlaupari, kven- kyns, hafi gleymt að setja á sig tímatökuflöguna og því nam hinn rafræni búnaður hvorki þegar hún fór yfir startlínuna né þegar hún kom í mark. Engin flaga = enginn tími. Hún áttaði sig ekki á gleymsk- unni fyrr en fjórir kílómetrar voru búnir af hlaupinu og þá var of seint að bregðast við. Hún kláraði engu að síður hlaupið og það á góðum tíma, um 3:30 klst. samkvæmt gps- úrinu, vel undir Boston-lágmarkinu. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildarmanni, þ.e. eiginmanni hlauparans. Ódýrt hlaup í ódýrri borg Vinsældir Berlínarhlaupsins meðal Íslendinga eru fullkomlega skiljanlegar. Þátttökugjöldin eru lág, 60 evrur (9.500 krónur) ef fólk skráir sig snemma en fara upp í 110 evrur (17.300 krónur) eftir því sem fleiri hafa skráð sig. Þar að auki er beint og ódýrt flug til borg- arinnar, hægt er að fá þar ódýra gistingu og í borginni er hægt að gera vel við sig í mat og drykk án Betra að muna eftir flögu í Berlínarþoni Um 40.000 hlauparar tóku þátt í Berlínarmaraþoninu sem haldið var síðustu helgina í október, þar af um 100 Íslendingar. Fyrir hlaupið lýsti keníski hlaup- arinn Geoffrey Mutai því yfir að hann ætlaði að bæta heimsmetið, þ.e. að hlaupa maraþonið hraðar en á 2:03:38 en það met var sett í Berlín í fyrra. Mutai tókst það ekki. Hann var ekki sá eini sem ekki náði markmiði sínu þennan dag. Ljósmynd/BMW BERLIN-MARARATHON/Jiro Mochizuki Á vefsíðunni www.exercise.about- .com er hægt að finna hin marg- víslegustu ráð tengd líkamsrækt. Fólk hefur jú misjöfn markmið í þess- um málum eins og öðrum og einnig er fólk misjafnlega langt komið. Á síðunni er til dæmis sérstakur tengill fyrir byrjendur, annar tengill fyrir þá sem vilja fyrst og fremst létta sig, annar tengill fyrir þá sem vilja byggja upp vöðvamassa og svo mætti lengi telja. Þarna er einnig sérstök grein um þau sex mistök sem fólk gerir, eins og til dæmis að gera alltaf sömu æfingarnar þegar farið er í ræktina eða að æfa of lengi í einu. Hvort tveggja kemur í veg fyrir að fólk nái árangri. Einnig er mjög upplýsandi myndband um nauðsyn þess að brenna magafitu EFTIR að æfingum lýkur, svo magavöðvarnir fái að láta ljós sitt skína. Ótal fleira forvitnilegt er að finna á þessari síðu. Vefsíðan www.exercise.about.com Morgunblaðið/Golli Ræktin Það skiptir miklu máli að gera æfingarnar rétt og forðast mistök. Að brenna fitu eftir æfingar Í Kópavogslaug er boðið upp á sund- námskeið, bæði fyrir börn og full- orðna. Næsta skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna byrjendur hefst 22. okt og nú er lag fyrir þá sem aldrei hafa náð tökum á því að skella sér. Á nám- skeiðinu verður byrjað frá grunni og öll undirstöðuatriði skriðsunds kennd. Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að læra skriðsund, fyrir fólk á öllum aldri. Áhersla er á öndun, flot og líkamsbeitingu í sundi. Í skriðsundi er álag á bak, hné og mjaðmaliði mun minna en í öðrum sundaðferðum. Nánari upplysingar: www.sundsprettur.is. Endilega… …skellið ykkur í skriðsundið Morgunblaðið/Eggert Næstkomandi laugardag, 13. október, verður Nauthólshlaupið haldið í fyrsta skipti. Veitingastaðurinn Naut- hóll skipuleggur hlaupið í samstarfi við hlaup.is. Boðið verður upp á 5 km og 10 km með tímatöku. Drykkjar- stöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km. Hlaupið verður ræst frá veitingastaðnum Nauthól í Naut- hólsvík og er hlaupaleiðin einföld og þægileg, farið fram og til baka í átt- ina að Fossvogsdalnum. Hlauparar geta forskráð sig á hlaup.is og þátttaka er ókeypis. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki á báðum vegalengdum:  1 sæti: Þriggja rétta matseðill að eigin vali fyrir tvo á Nauthól.  2 sæti: Tveggja rétta matseðill fyrir tvo á Nauthól.  3 sæti: Aðalréttur fyrir tvo á Nauthól. Einnig verða dregin út nokkur út- dráttarverðlaun. Verðlaunaafhending fer fram strax að hlaupi loknu. Nauthóll býður keppendum upp á heita súpu eftir hlaupið. Út að borða í verðlaun Nauthólshlaup um næstu helgi og tvær vegalengdir í boði Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.