Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 11
þess að fara lóðbeint í persónulegt gjaldþrot. Opnað verður fyrir skráningar í hlaupið 2013, sem fer fram síðustu helgina í september skv. venju, 25. október næstkomandi. Oft fyllist hlaupið á aðeins sex vikum en 40.000 hlauparar að hámarki mega taka þátt í hlaupinu. Vont að lenda í kösinni Flest varðandi Berlínarmara- þonið var í samræmi við væntingar en ýmislegt kom þó á óvart. Líkt og mörgum í öðrum stórum maraþonhlaupum er hlaup- urum skipað á ráslínuna í samræmi við fyrri maraþontíma. Þetta hefur þann kost að góðir hlauparar lenta ekki aftast í kösinni en þann aug- ljósa ókost að þeim sem eru góðir, en hafa ekki hlaupið maraþonhlaup áður, er skipað í hóp með hlaup- urum sem ætla sér bara að hlaupa í rólegheitum. Raðað er í hólf eða réttir en greinilegt var á hlaupadag að fremur lítið mál er að troða sér framar í hópinn. Önnur aðferð við að skipa fólki á ráslínuna er að fara eftir áætluðum hlaupatíma en sú aðferð hefur líka augljósa galla því mörgum hættir til, viljandi eða óviljandi, að ofmeta getu sína en þar með fá þeir pláss framar í hlaupinu. Brautin í Berlín er fræg fyrir að vera flöt og þar hafa fjölmörg heimsmet verið sett. Hún er hins vegar ekkert sérlega breið, hóp- urinn getur því verið þéttur og þar af leiðandi er erfitt að taka fram úr, hafi hlaupari verið of aftarlega í startinu. Jafnframt getur verið mikið at á vatnsstöðvum. Þetta eru þó minniháttar gall- ar. Berlínarmaraþonið er að flestu leyti frábært hlaup og sannarlega óhætt að mæla með því við alla sem hafa áhuga á að hlaupa maraþon. Ljósmynd/BERLIN-MARATHON/Jiro Mochizuki JÁ! Áður en komið er í mark er hlaupið í gegnum Brandenborgar-hliðið. Endasprettur Blaðamaður gerir misheppnaða tilraun til að brosa. Ljósmynd/ABK DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka Fylgstu með beinni útsendingu frá fundi VÍB með John Dizard, fjármálasérfræðingi og greinahöfundi hjá Financial Times. Miðvikudagur 10. október kl. 12.00-13.00 Framtíð Evrópu og evrusamstarfs er ein mikilvægasta forsenda allra áætlana og stefnu Íslendinga til næstu ára. Á fundinum mun John Dizard fjalla um helstu áskoranir sem Evrópa tekst nú á við og hver sé líkleg þróun í álfunni á næstu árum. Nánari upplýsingar í síma 440 4900 og á vib.is. Framtíð evrusvæðisins og helstu áskoranir Á vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. E N N E M M / S ÍA / N M 5 4 7 3 4 Mér leið ömurlega. Þetta var rosa- lega erfitt og um leið algjörlega til- gangslaust. Til hvers að vera að þessu? Er eitthvert vit í því að bjóða líkamanum upp á þetta? Þessar hugsanir læstu sig í huga minn þeg- ar ég var búinn að hlaupa um 37 kílómetra af Berlínarmaraþoninu. Ég var lentur á „veggnum“ sem maraþonhlauparar þekkja svo vel. Og það harkalega. Þetta var sjálfur Berlínarmúrinn með sínum gadda- vír og dauðasvæðum. Þótt ég hefði drukkið vatn eða orkudrykk á nán- ast öllum drykkjarstöðvum og tekið nokkrar saltpillur á leiðinni til að draga úr vökvatapinu var það greinilega ekki nóg – slæmur krampi var kominn aftan í hægra lærið, sársaukinn nísti um merg og bein og orkan var á þrotum. En þá rankaði ég við mér. Mundi að maraþonhlaup er ekki bara lík- amleg þrekraun heldur líka andleg. „Andlegi þátturinn, maður,“ hugs- aði ég og byrjaði að muldra fyrir munni mér „mér líður vel, mér líður vel, mér líður vel“. Og það virkaði. Ég komst aftur í gang og skánaði svo heilmikið þegar ég komst á næstu drykkjarstöð. Ég hafði í augnablik misst einbeitinguna, hugsanlega vegna orkuleysis. Og á meðan á andlega ójafnvæginu stóð hafði ég misst af hérunum sem ég hafði fylgt fram að því. Mínir hérar komust í mark á innan við 3:15, líkt og lofað var á blöðrunum sem héngu í þeim, en þótt þeir væru að- eins nokkuð hundruð metrum und- an mér var ekki séns að auka hrað- ann til að ná þeim aftur. Ég náði þó að hlaupa á þokkalegum hraða, reyndi að bera mig vel þegar ég fór í gegnum Brandenborgarhliðið og yfir marklínuna sem er um 200 metrum eftir að farið er í gegnum hliðið. Ég var náfölur, að sögn sjón- arvotta og mig svimaði. En ánægj- an og vellíðanin sem helltist yfir mig var engu lík. Hlauparar eru stundum kallaðir endorfín-fíklar því við mikla og langvarandi áreynslu hleypir líkaminn endorfíni út í blóðið til að gera líðanina bæri- legri. Og í þetta sinn fékk ég há- marksskammt – það var eins og ég svifi um á bleiku skýi. Ég hafði komist í mark á 3:17, tveimur mínútum lakari tíma en ég hafði ætlað mér. Tíminn er samt ekki slæmur í sjálfu sér og pínulitli tíma-bömmerinn minn er líklega bara hluti af maraþonblúsnum (e. post-marathon-blues-disorder), öðrum þekktum fylgifiski maraþon- hlaupa. Berlínarmúrinn reis á nýjan leik á maraþonbrautinni ÖMURLEGT, ROSALEGA ERFITT, SÁRSAUKAFULLT OG VITLAUST Muna Flögur skal festa á skó. Berlín er ein skemmtilegasta höf- uðborg Evrópu og hún hlýtur að höfða sérstaklega vel til Íslendinga sem þurfa að greiða fyrir allt í út- löndum með hruninni krónu. Matur, bæði í verslunum og á veit- ingastöðum er sérlega ódýr. Það vakti líka athygli að skammtarnir eru einstaklega vel útilátnir. Hægt er að mæla sérstaklega með víetnömsku veitingastöðunum Mon- sieur Vuong og Good Morning Viet- nam. Sömuleiðis er strandbarinn á Ampelmann-restaurant afskaplega góður. Þar er hægt að sitja úti, með flísteppi ef það er kalt, og horfa mannlífið við ána Spree. Góður aðal- réttur og bjór kostar um 15 evur, um 2.000 krónur. Allir þessir veitinga- staðir eru í Mitte-hverfinu, skammt frá Hackescher Markt en þar stoppa lestir og sporvagnar. Ótal söfn og minnismerki eru í Berlín, m.a. Pergamon-safnið sem kennt er við Pergamon-altarið fræga en hýsir mun fleiri ómet- anlega forngripi. Heimsókn í Gyð- ingasafnið mun vera ógleymanleg og DDR-safnið er sniðugt og höfðar til unglinga og barna. Frelsi Á East-side gallery er varðveittur langur kafli af Berlínarmúrnum og ýmsir listamenn hafa verið fengnir til að skreyta hann. Morgunblaðið/Rúnar Pálmason Ógn Sýningin Topographie des terrors rekur hvernig nasistar komust til valda í Þýskalandi. Sýningin er bæði utandyra og innan. Ókeypis aðgangur. Hryllingur Minnismerkið um helför- ina er einfalt en áhrifaríkt. Margt að sjá og gott og ódýrt að borða úti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.