Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjaness um að þrír félagar í Outlaws-vélhjóla- genginu sæti gæsluvarðhaldi til 11. október. Rétturinn staðfesti einnig þá niðurstöðu héraðsdóms að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir Víði Þorgeirssyni, leiðtoga Out- laws. Lögreglan segir að tilefni að- gerðanna gegn Outlaws hafi verið rökstuddur grunur um að félagar í vélhjólagenginu áformuðu hefndar- aðgerðir gegn einstökum lögreglu- mönnum og fjölskyldum þeirra. Lögreglan lagði hald á vopn, fíkni- efni og þýfi í aðgerðunum. Víðir Þorgeirsson sagði við Morgunblaðið um aðgerðir lögregl- unnar: „Það angrar mig mikið að fólk trúi því að við höfum ætlað að ráðast á konur og börn. Þetta er algjör fjarstæða að þetta hafi verið eitthvað sem átti að gera. Við er- um sjálfir margir fjölskyldumenn.“ Víðir vildi ekki gefa neitt upp um starfsemi Outlaws annað en að þetta væri alþjóðlegur mótorhjóla- klúbbur og bræðralag. Stofnuð árið 1935 Samtökin Outlaws voru stofnuð árið 1935 á Matilda bar í McCook rétt fyrir utan Chicago. Árið 1950 breyttist merki þeirra úr vængj- uðu mótorhjóli í hauskúpu og á sama tíma jukust umsvif þeirra í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimasíðu Outlaws teygja samtökin anga sína um all- an heim. Mótorhjólagengið er starfrækt víðsvegar í Bandaríkj- unum, fjölda Evrópulanda, Ástr- alíu auk Asíulandanna Taílands og Japans. Margir meðlimir Outlaws eru þekktir brotamenn og hafa verið dæmdir m.a. fyrir vörslu fíkniefna og vopna og ofbeldisverk. Í maí 2011 fékk hópur íslenskra vélhjólamanna inngöngu í fjöl- skyldu vélhjólagengisins Outlaws undir nafninu Black Pistons. Á heimasíðu samtakanna var staða þeirra tilgreind sem „stuðnings- klúbbur“ en skömmu síðar fékk hópurinn fulla aðild að Outlaws. Skipulögð glæpastarfsemi Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem birtist 2009 um vélhjólagengi, er einkum fjallað um Hells Angels, eða Vítis- engla, sem einnig hafa verið með starfsemi hér. Þar segir að alls staðar þar sem þessi samtök hafi náð að skjóta rótum hafi aukin skipulögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið. Lögregluaðgerðir Tilefni aðgerðanna gegn Outlaws-meðlimum var rökstuddur grunur lögreglu um hefndaraðgerðir. Outlaws-samtökin í rúmt ár á Íslandi  Þrír félagar í Outlaws sitja nú í gæsluvarðhaldi 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Mér finnst ólíklegt að EFTA- dómstóllinn hafi einhvern sérstakan áhuga á því að skamma Hæstarétt Íslands enda hefur Hæstiréttur Ís- lands verið mun jákvæðari gagnvart álitsumleitan til EFTA-dómstólsins en til dæmis Hæstiréttur Noregs,“ segir Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og fyrr- verandi ritari EFTA-dómstólsins, spurður út í ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn veitti nýlega Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Irish Bank Resolution Corporation Ltd. gegn Kaupþingi hf., en í áliti sínu fjallar dómstóllinn m.a. um þá ákvörðun Hæstaréttar að breyta þeim spurningum sem héraðsdómur beindi til EFTA-dómstólsins. „Í þessu tilliti verður að hafa í huga að þegar dómstóll eða réttur sem fer með endanlegt úrlausnar- vald samkvæmt landsrétti hafnar umsókn um að vísa máli til annars dómstóls, er ekki hægt að útiloka að slík ákvörðun geti farið í bága við ákvæði 1. mgr. 6. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu, sem kveður á um að þegar „kveða skal á um réttindi og skyldur manns […] [skuli] hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar máls- meðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli,“ segir í áliti EFTA-dómstólsins. Þar er jafnframt tekið fram að þetta geti einkum átt við í þeim til- vikum þar sem ákvörðun af þessu tagi er ekki rökstudd, þá geti þessi sjónarmið einnig átt við þegar dóm- stóll sem fer með endanlegt úrlausn- arvald í máli samkvæmt landslögum hnekkir ákvörðun lægra setts dóm- stóls um að vísa máli eða þá stað- festir ákvörðun um að vísa málinu áfram en breytir þó engu að síður spurningum hins lægra setta dóm- stóls. Skúli segir að EFTA-dómstóll- inn leggi í álitinu áherslu á að skv. EES-reglum sé það þess dómara, sem fer með mál, t.d. héraðsdómara að ákveða hvort aflað skuli ráðgef- andi álits. Á þessu grundvallist milli- liðalaust samstarf EFTA-dómstóls- ins og dómstóla EFTA-ríkjanna. Hæstiréttur geti hins vegar alltaf vísað spurningum til EFTA- dómstólsins þegar mál kemur til kasta hans. Eftirtektarvert sé að dómstóllinn gefi í skyn að í vissum tilvikum geti æðstu dómstólum ríkjanna verið skylt að vísa málum til EFTA-dómstólsins á grundvelli svo- kallaðrar hollustuskyldu. Með því sé brotið blað í dómaframkvæmd. Að síðustu sé vísað til 6. gr. mannrétt- indasáttmála Evrópu, MSE. Ber að rökstyðja synjun „Samkvæmt 6. gr. MSE eigum við sem almennir borgarar rétt á því að hafa aðgang að þeim dómstól sem raunverulega sker úr um réttindi okkar og skyldur. Ef réttindi okkar og skyldur ráðast nú af EES-reglum virðist EFTA-dómstóllinn ganga út frá því að það sé EFTA-dómstóllinn sem á lokaorðið um inntak EES- reglna en ekki íslenskir dómstólar og þess vegna skiptir 6. gr. MSE máli,“ segir Skúli og bætir við: „Af þessu leiðir þá að íslenskum dómstólum ber að rökstyðja synjun um að leita ráð- gefandi álits.“ Hann bendir á að ís- lenskir dómstólar myndu hvort sem er rökstyðja synjun um að leita ráð- gefandi álits samkvæmt viðtekinni framkvæmd. Blað brotið í dómaframkvæmd  Segir dómstóla ávallt rökstyðja synjun Morgunblaðið/Brynjar Gauti Spurningar Hæstiréttur breytti spurningum héraðsdóms. Ísland er, að sögn Skúla Magnússonar, eina ríkið á EES-svæðinu sem heimilar kærur á úrskurði hér- aðsdómara, eða lægra setts dómara, um að vísa máli til dómstólanna í Lúxemborg, þ.e. EFTA- dómstólsins og Evrópudómstólsins. „Án tillits til þess hvort þetta stenst tel ég það ekki æskilegt að Hæstiréttur hafi ótakmarkaða heimild til þess að endurskoða mat héraðsdómara á því hvort nauðsynlegt er að vísa máli til EFTA- dómstólsins. Ég held því að æskilegt væri að endur- skoða þetta fyrirkomulag, t.d. með hliðsjón af norskum reglum,“ segir Skúli aðspurður. Eina EES-ríkið með kæruleið TELUR ÆSKILEGT AÐ ENDURSKOÐA FYRIRKOMULAG Skúli Magnússon Í nýju frumvarpi um vopn, sprengi- efni og skotelda, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er m.a. gert ráð fyrir því að eitt þeirra skilyrða, sem sett eru fyrir veitingu skot- vopnaleyfis, sé að viðkomandi sé ekki meðlimur í eða í nánum tengslum við samtök sem teljast til skipulagðra brotasamtaka. Samkvæmt upplýsingum frá inn- anríkisráðuneytinu hefur löggjafinn þegar tekið afstöðu til þess hvað teljist skipulögð brotastarfsemi og að það teljist refsivert að taka þátt í slíkri starfsemi. Samkvæmt 175. gr. almennra hegningarlaga sé með skipulagðri brotastarfsemi átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi eða þegar verulegur þáttur í starf- seminni felst í því að fremja slíkan verknað. Sérstök reglugerð gildi um mála- skrá lögreglu þar sem kveðið sé á um hvers konar upplýsingar skuli skráðar en það séu m.a. upplýs- ingar um einstaklinga sem tengjast kærum er lögreglu berast. gummi@mbl.is Skipulögð glæpastarfsemi LAGASKILGREINING Hauskúpa Outlaws-meðlimir ganga undir merkjum hauskúpunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.