Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Steiktar gratineraðar Gellur STUTTAR FRÉTTIR ● Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í gær en verð á hrá- olíu lækkaði í síðustu viku einkum og sér í lagi vegna minnkandi eft- irspurnar. Verð á Brent Norðursjávarolíu til af- hendingar í nóvember hafði í gær lækkað um 1,27 Bandaríkjadali og kostaði olíutunnan 111,37 dollara. Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í nóvember í gær um 1,12 Bandaríkjadali og var verðið 88,76 dalir fyrir tunnuna. Olíuverð lækkaði í gær Matsfyrirtækið Moody’s hefur stað- fest lánshæfismat fyrir Íbúðalána- sjóð og heldur því óbreyttu í Baa3 með neikvæðum horfum. Kemur fram að ekki komi til breytinga núna, þrátt fyrir lægra eiginfjárhlutfall og slæman rekstur undanfarið. Þetta kemur fram í mati fyrirtækisins sem er birt á vef Kauphallarinnar. Einkunn sjóðsins er sú sama og ríkisins, en tekið er fram að jákvæð breyting í mati fyrir ríkið muni ekki sjálfkrafa leiða til hærri einkunnar fyrir Íbúðalánasjóð. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður muni koma Íbúðalánasjóði til aðstoð- ar ef illa árar, en það er þó tekið fram að ekkert í lögum segi til um hvenær aðstoðin eigi að koma og því geti komið til tímabundinna greiðslu- erfiðleika fyrir sjóðinn þar sem hann geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það sé þó ólíklegt sökum mik- ilvægis sjóðsins á íbúðalánamarkaði hérlendis og vegna samliggjandi hagsmuna sjóðsins og ríkissjóðs. Í skýrslu Seðlabankans um fjár- málastöðugleika er bent á að sam- kvæmt uppgjöri Íbúðalánasjós fyrir fyrri árshelming sé eiginfjárhlutfall- ið nú komið niður í 1,4% og er eigin- fjárstaða sjóðsins því afar veik, sam- kvæmt Morgunkorni Íslandsbanka í gær. Þar segir að lánveitingar sjóðs- ins hafi dregist saman um tæpan helming á fyrri helmingi ársins frá sama tímabili í fyrra, samhliða aukn- ingu í uppgreiðslum. Uppgreiðslur voru 9,4 ma. kr. á fyrri helmingi árs- ins 2012 samanborið við 5,2 ma. kr. á sama tímabili í fyrra. Samtals voru 611 ný lán veitt á fyrri hluta ársins samanborið við 1.119 á sama tíma í fyrra. Upphaflegar áætlanir ÍLS gerðu ráð fyrir að ný útlán yrðu að andvirði 27-35 ma.kr. en endurskoð- uð áætlun gerir ráð fyrir að þau muni nema um 13-17 mö.kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðalánasjóður Vaxandi áhyggjur eru af stöðu sjóðsins og matsfyrirtækið Moody’s heldur horfum Íbúðalánasjóðs áfram neikvæðum. Óbreytt mat Moody’s á ÍLS  Matið Baa3 og neikvæðar horfur Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Farþegum Icelandair í millilanda- flugi fjölgaði mjög í septembermán- uði og var um metmánuð að ræða hjá félaginu. Icelandair flutti liðlega 198 þúsund farþega í millilandaflugi í september og voru þeir 18% fleiri en í september á síðasta ári. Framboðsaukning var 17% á milli ára. Sætanýting nam 81,0%, saman- borið við 78,0% í septembermánuði í fyrra. Farþegum fjölgaði mest á N- Atlantshafsleiðunum. Ágústmánuður var metmánuður í farþegaflutningum hjá Icelandair. Farþegafjöldi jókst um 9% í mán- uðinum á meðan sætaframboð jókst um 12% samanborið við ágúst á síð- asta ári. Okkur líst vel á það sem eftir lifir ársins Bogi Nils Bogason framkvæmda- stjóri fjármála Icelandair Group sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hver metmánuðurinn í far- þegaflutningum milli landa hefði rekið annan á þessu ári. „Meðaltalsaukningin hefur verið hjá okkur á milli 16% og 17% og aukningin hefur hlutfallslega verið meiri yfir veturinn en sumarið, eða yfir 20%,“ sagði Bogi Nils. Hann rifjaði upp, að fram hefði komið, þegar uppgjör Icelandair fyr- ir annan ársfjórðung var kynnt, að bókunarstaða félagsins væri ágæt, „þannig að okkur líst bara vel á framhaldið, það sem eftir er ársins“. Farþegar í innanlands- og Græn- landsflugi voru rúmlega 28 þúsund í september sem er fækkun um 5% á milli ára. Sætanýting nam 70,0% og jókst um 4,1 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 5% miðað við september á síðasta ári, þar sem fraktvélar í leiguflugsverkefnum voru einni færri en í fyrra. Fraktflutningar juk- ust um 14% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 24% frá september á síð- asta ári. Herbergjanýting var 76,5% og var 4,1 prósentustigum lakari en í september 2011. Hvað varðar lakari herbergjanýt- ingu í september í ár miðað við í fyrra, benti Bogi Nils á að septem- bermánuður í fyrra hefði verið ein- staklega góður og eins hitt, að her- bergjaframboð hjá Icelandair hefði aukist frá því í september 2011 um 24%. 18% fjölgun farþega í milli- landaflugi hjá Icelandair  5% samdráttur varð í innanlands- og Grænlandsflugi í septembermánuði Icelandair Hver metmánuðurinn í farþegaflutningum milli landa hefur rek- ið annan og sætanýting félagsins hefur einnig verið upp á við. Icelandair » Félagið flutti 198.207 far- þega á milli landa í sept- embermánuði. » Sætanýting Icelandair í millilandaflugi í september var 81% samanborið við 78% í september í fyrra. » Farþegafjöldi í innanlands- og Grænlandsflugi var 28.233 í semtember í ár og hafði dreg- ist saman um 5% frá sept- ember í fyrra. » Ágúst og september voru metmánuðir hjá Icelandair. Morgunblaðið/Eggert Kevin Stanford hefur verið settur af sem stjórnarformaður All Saints tískuvörukeðjunnar að kröfu bandaríska fjárfestingarfélagsins Lion Capital sem fer með meiri- hluta hlutafjár í All Saints. Lion Capital eignaðist meirihlut- ann í All Saints á síðasta ári og hef- ur nú hug á að kaupa Stanford út úr keðjunni en Stanford á 15% hlut í All Saints samkvæmt frétt Sky. Lion Capital og fjárfesting- arfélagið Goode Patners keyptu 76% hlut í All Saints af slita- stjórnum Glitnis og Kaupþings. Kevin Stanford er fyrrverandi eiginmaður Karen Millen. Hann var í viðskiptum með Þorsteini M. Jóns- syni og Magnúsi Ármann m.a. í gegnum Materia Invest ehf. Kevin Stanford settur af  Vilja Stanford út Raunaukning í kortaveltu ein- staklinga innanlands í júlí og ágúst var aðeins 0,6%. Þetta er vísbend- ing um að vöxtur einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi verði hægari en á undanförnum fjórðungum og jafnvel sá hægasti síðan á fyrsta fjórðungi í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær. Kortavelta ein- staklinga innanlands dróst í sept- ember saman um 2,6% að raungildi milli ára. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur kortavelta ein- staklinga aukist um 2,5% milli ára. Einkaneysla eykst lítið                                         !"# $% " &'( )* '$* +,+-., +./-0. +,1-20 ,+-+/3 ,+-2// +4-2,3 +25-2, +-//4. +43-3, +/3-33 +,,-,+ +.0-+3 +,1-3, ,+-,+. ,+-1+4 +4-24+ +25-04 +-/02/ +44-,4 +/4-,+ ,+4-,001 +,,-/ +.0-0/ +,/-54 ,+-,4+ ,+-14+ +4-12/ +2+-51 +-/04+ +44-41 +/4-0/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.